Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 Á sjöunda áratugnum gekk síld-in um Íslandsmið sem aldrei fyrr. Búinn ASDIC-fiskleitartækj- um og kraftblökkum mætti íslenski flotinn henni og hreinsaði hana upp. Með öllu. Veiðin fór úr 770 þúsund tonnum árið 1966 í síldveiðibann árið 1972. En síldin var í okkar lögsögu og við vorum því í fullum rétti. NORÐMENN stóðu í ströngu við Íslendinga í Smugunni á tíunda áratugnum. Þar þótti okkur sjálf- sagt að fá að veiða það sem okkur sýndist, þvert ofan í ráðgjöf fiski- fræðinga, af því Smugan væri alþjóðlegt hafsvæði og við hefðum rétt á því. Á dögunum bárust síðan fregnir af því að Íslendingar hefðu veitt fimm sinnum meira af makr- íl en þeir höfðu kvóta fyrir. Í stað 20 þúsund tonna urðu þau 100 þús- und. Við höfðum á þessu eðlilega skýringu, þetta hefði verið með- afli, við værum því í fullum rétti. SPURNINGUM varðandi áhrif Kárahnjúkavirkjunar var mis- jafnlega vel tekið. Ábendingum um slælegar rannsóknir á afleið- ingum hennar fyrir vatnafar á svæðinu, fyrir hrygningarstofna undan landi og um þensluhvetj- andi áhrif hennar, var vísað frá sem nöldri. Okkur vantaði aura og því skiptu óafturkræf áhrif engu máli; við værum í fullum rétti. ÍSLENSKU bankarnir stofnuðu síðar reikninga erlendis. Þrátt fyrir skýr lagaleg ákvæði þar um fannst íslenskum stjórnvöldum engin ástæða til að tryggja þann hluta innstæðnanna sem þeim bar. Það snerist upp í sjálfstæðisbar- áttu að segja breskum sveitar- félögum og ömmum með ævi- sparnaðinn, að þrátt fyrir að Ísland hefði sagst standa að baki ríflega 20 þúsund pundum á hvern reikn- ing, þá gilti það ekki núna. Ástand- ið hjá okkur væri bara þannig. Við værum því í fullum rétti. SÚ HUGSUN læðist að manni að við Íslendingar séum rányrkju- þjóð. Við einhendum okkur í verk- in og köllum það að vera skorpu- þjóð. Í raun reynum við að ná sem mestum gróða inn á sem skemmst- um tíma og sjáumst ekki fyrir um afleiðingarnar. Um það vitnar geirfuglinn í Eldey sem ekki þurfti að kemba hærurnar. Við erum dugleg, það vantar ekki, en ráð- deildina skortir. Ef við teljum okkur í fullum rétti þá erum við sátt, þótt við skiljum eftir okkur sviðna jörð. KANNSKI má heimsbyggðin þakka fyrir að við erum ekki nema um 300 þúsund. Skorpuþjóðin BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is Í dag er miðvikudagurinn 19. nóvember, 324. dagur dagsins. 10.10 13.13 16.15 10.12 12.58 15.43

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.