Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.11.2008, Blaðsíða 1
66 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 19. nóvember 2008 – 48. tölublað – 4. árgangur 2 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Vistvæna prentsmiðjan! Í 25 ár hefur VALITOR (áður VISA Ísland) verið í forystu í færsluhirðingu á Íslandi! Selt í Köben | Sjæslö Grupp- en, sem eignarhaldsfélagið Sam- son á stóran hlut í, hefur selt eign í Valby, einu úthverfa Kaup- mannahafnar, fyrir 137 milljón- ir danskra króna, eða 2,7 millj- arða íslenskra. Í eigninni, sem er í Valby Have við Gammel Köge Landevej í Valby, eru 63 leigu- íbúðir. Uppnám hjá Sterling | Samn- ingar um söluna á þrotabúi nor- ræna flugfélagsins Sterling eru komnir í uppnám eftir að við- ræður við verkalýðsfélög flug- manna og flugliða sigldu í strand í gær. Danska dagblaðið Jótlands- pósturinn segir verkalýðsfélög- in hafa verið mjög óánægð með þá samninga sem félagsmönnum stóð til boða. Japanir lána IMF | Yfirvöld í Japan eru reiðubúin til að lána Alþjóðagjaldeyrissjóðnum allt að 100 milljarða Bandaríkjadala til þess að styrkja stuðningsað- gerðir sjóðsins við lönd sem eru í vanda vegna alþjóðlegu fjár- málakreppunnar. Ræddu ástandið | Þjóðarleið- togar stærstu iðnríkja heims samþykktu á fundi í Washington í gær að vinna saman að lausn al- heims fjármálakreppunar. Gagn- sæi verði aukið og fyrirtækjum á mörkuðum gert að upplýsa enn frekar um starfsemi sína og fjár- hagsstöðu. Fjallað var um Ísland og um- hverfisstefnu átöppunarfyrir- tækisins Icelandic Water Hold- ings í beinni útsendingu í sjón- varpsþættinum The Today Show á mánudag. Þátturinn er einn vinsælasti morgunsjón- varpsþátturinn sem sýndur er í Bandaríkjunum. Átöppunarfyrirtækið fram- leiðir vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial á Hlíðarenda í Ölfusinu og selur víða um heim, svo sem í Banda- ríkjunum. Bandaríski drykkja- vöruframleiðandinn Anheuser Busch, sem framleiðir Bud- weiser-bjórinn, á fimmtungs- hlut í fyrirtækinu. Vatnið er markaðssett vestanhafs sem hrein náttúruafurð og hefur fyrirtækið fengið verðlaun fyrir umhverfisstefnu sína. Það var þáttastjórnandinn Al Roker sem fjallaði um landið en sýndar voru myndir af íslensku fallvatni og framleiðslu í verk- smiðjunni fyrir austan fjall. - jab VATN SETT Á FLÖSKUR Fjallað var um vatnsfyrirtæki Jón Ólafssonar, sonar hans og fleiri í beinni útsendingu í Bandaríkjunum í fyrradag. MARKAÐURINN/ANTON Íslenskt vatn í amerísku sjónvarpi Ingimar Karl Helgason og Björn Ingi Hrafnsson skrifa „Eðlilega er mikið deilt um leiðir í stöðunni og því er mikilvægt að seðlabankastjóri skýri þær leiðir sem kveðið er á um í viljayfirlýsingunni. Með því að út- skýra hvers vegna þær voru valdar og hvaða kosti þær hafi fram yfir aðrar leiðir, getur seðlabanka- stjóri aflað þeim fylgis og aukið áhrifamátt þeirra. Það er mikilvægt fyrir krónuna, atvinnulífið og heimilin,“ segir Edda Rós Karlsdóttir hagfræðing- ur. Hún saknar umfjöllunar um frekari framvindu efnahagsmála og samstarfið við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn í ræðu Davíð Oddssonar, formanns banka- stjórnar Seðlabankans, hjá Viðskiptaráði í gær. Davíð ræddi þar um hverjum væri um að kenna að bankarnir féllu. Sakaði fólk og fjölmiðla um galdrafár og benti á bankamenn, ríkisstjórn, fjár- málaeftirlit og fjölmiðla sem sökudólga í banka- hruninu. Seðlabankinn hefði staðið vaktina en skort tæki til að bregðast við. Hann hefði varað við stöð- unni en ekki hefði verið hlustað. Edda Rós bendir á ýmis úrræði Seðlabankans og segir bankann ekki aðeins vera eftirlits- eða um- sagnaraðila. Hann sé stjórnvald og geti til að mynda beitt bindiskyldu til að hamla vexti útlána. „Þessi mikilvægu verkfæri lágu svo til óhreyfð í verkfæra- kistu Seðlabankans, þrátt fyrir mjög óvenjulegar aðstæður á fjármálamörkuðum,“ segir Edda Rós. Þar vísar hún til lágra vaxta í útlöndum undanfarin ár, einkavæðingu bankanna og hratt vaxandi eigin fé þeirra. „Allir þessir þættir kyntu undir vöxt, en Seðlabankinn horfði einungis til stýrivaxtanna og beitti úrtölum, eins og formaðurinn lýsti ágætlega í ræðu sinni.“ Ólafur Ísleifsson, kennari við Háskólann í Reykja- vík, segir að ummæli bankastjórnar Seðlabankans „sýnist verða að túlka sem ákæru á hendur rík- isstjórninni um aðgerð- arleysi þrátt fyrir við- varanir bankans. Svo virðist sem bankastjórn- in geri ekki ráð fyrir að báðir aðilar haldi áfram störfum að óbreyttu.“ Jón Steinsson, hag- fræðingur við Columbia- háskóla í Bandaríkjun- um. segir lítilmannlegt að Davíð reyni að hvít- þvo sig og Seðlabank- ann. „Ummæli Davíðs bera vott um alvarlegan skort á skilningi á starfi seðlabankastjóra. Getur verið að Davíð hafi ekki áttað sig á því að bindiskylda og lausafjárreglur eru einmitt stjórntækin sem þurfti til að bregðast við hættunni sem myndaðist við gríðarlegan vöxt bankanna?“ Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur við Háskóla Ís- lands, segir ræðu Davíðs hafa minnst verið um lausnir í sjónmáli og þess hafi hún saknað. „Allur almenningur hrópar eftir upplýsingum og útskýr- ingum um það sem fram undan er,“ segir Lilja. Hún bætir því við að þarna hafi verið á ferðinni varnar- ræða manns sem hafi engan trúverðugleika lengur, síst hjá erlendum fagaðilum. Það sé raunar rétt að bankahrunið hafi lengi blasað við, enda hafi banka- menn ekki farið vel að ráði sínu. Hins vegar hafi seðlabankastjórnin ekki farið að ráðum góðra hag- fræðinga og fagmanna í Seðlabankanum. „Seðla- bankastjórnin á að segja af sér. Ekki síst Davíð Oddsson sjálfur, sem hannaði það umhverfi sem hann nú kennir um fallið, í tíð sinni sem forsætis- ráðherra.“ Sjá miðopnu Ákæra Seðlabanka á hendur ríkisstjórn Skortur á skilningi, ákæra á hendur ríkisstjórn, lítilmannleg- ur hvítþvottur. Þetta er meðal þess sem sagt er um ræðu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra hjá Viðskiptaráði í gær. DAVÍÐ ODDSSON Orðskýringin Hvað er varin staða? Alfesca Skoðar brottför úr Kauphöllinni Þóra Helgadóttir Hagvöxtur og hamingja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.