Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 33,4% 70,7% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ... alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 20. nóvember 2008 — 318. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÞÓRUNN SÍMONARDÓTTIR Býr til húfur, grifflur, trefla og hatta úr ull • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég vinn aðallega úr soðinni ull og ég geri nokkrar týpur af svona jökkum eins og ég er í. Síðan geri ég húfur, grifflur, trefla, hatta og ýmislegt úr ull,“ segir ÞóruSímonardó hnýti körfur, vinn úr gleri og hitt og þetta.“ Þórunn er að stórum hlutasjálfmenntuð e hú augum. Þórunn vann auk þess í Virku í tólf ár og er mikilm Hlýr og fallegur fatnaður Þórunn Símonardóttir hefur stundað handavinnu nánast frá því að hún man eftir sér en hún rekur Textíl Gallerý í Skipholti þar sem hún framleiðir og selur ullarflíkur undir merkinu Hjá Tótu. Þórunn hannar ullarfatnað og gerir einnig bútasaumsteppi og púða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPILADÓS er skemmtilegt skraut sem skapar notalega stemningu á heimilinu. Spiladósir sem minna á jólin og spila jafnvel þekkt jólalög geta komið öllum í hátíðaskap. veljum íslensktFIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2008 STJÓRNMÁL Davíð Oddsson gerði athugasemdir við hjónavígslu Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussiaeff sumarið 2003 og lét í ljós efasemdir um að ráða- hagurinn væri löglegur. Þetta kemur fram í nýrri bók Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings, Saga af forseta, sem fjallar um forseta- tíð Ólafs Ragnars. Ólafur Ragnar og Dorrit gengu í hjónaband á Bessastöðum í maí 2003. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf þau saman. Í bókinni segir að Guð- mundur hafi fullvissað forsetann um að hann hefði undir höndum öll nauðsynleg gögn til að geta framkvæmt hjónavígsluna. Nokkr- um vikum eftir brúðkaupið hafði Guðmundur sýslumaður samband við Sigurð G. Guðjónsson, lög- mann Ólafs Ragnars, og spurði hvaða pappíra væri hægt að fá til að ganga úr skugga um að hjóna- bandi Dorritar og fyrri manns hennar væri lokið. Sigurður gekk í málið en skýrði fyrir Guðmundi að það gæti tekið nokkrar vikur að fá 25 ára gamalt skilnaðarvottorð Dorritar frá Bretlandi. Í kjölfarið tilkynnti Hagstofan Sigurði að ekki væri hægt að skrá hjónaband- ið vegna fyrrgreindra hnökra. Því væri ekki hægt að skrá Dorrit til heimilis að Bessastöðum og hún yrði að sækja um dvalarleyfi á Íslandi. Í lok júlí barst forsetanum bréf frá Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, þar sem fram kom að sýslumaður „hafi gert mis- tök að verða við óskum forsetans um framkvæmd hjónavígslu“. Krafðist hann að úr „öllum ágöll- um“ yrði bætt án tafar, „enda er þetta mál allt hið vandræðalegasta og óheppilegt hvernig til þess var stofnað“. Í bókinni segir að forset- inn hafi hringt í Davíð vegna bréfsins og féll málið niður í fram- haldinu. Guðjón Friðriksson segir bréfið vera aðför að Ólafi Ragnari og heiðri forsetafrúarinnar. Sigurður G. Guðjónsson segir að Davíð hafi farið langt út fyrir valdsvið sitt í þeim tilgangi að koma höggi á for- setann. - bs / Sjá síðu 12. Davíð sagði ágalla á hjónabandi forsetans Davíð Oddsson sendi forseta Íslands bréf sumarið 2003 og gerði athugasemdir við hjónavígslu forsetahjónanna. Davíð taldi mistök af hálfu sýslumanns að gefa þau saman. Dorrit var synjað um lögheimili að Bessastöðum, að því er segir í nýrri bók. -4 -4 -5 0 2 ÉL NYRÐRA Í dag verður yfirleitt norðan 3-10 m/s, hvassast vestan til. Él norðanlands og austan en bjart veður sunnan og vestan til. Frost 0-8 stig en þó frostlaust að deginum syðra. VEÐUR 4 DIDDA JÓNSDÓTTIR Fór í ævintýraferð til Argentínu Rakst óvænt á Tommy Lee Jones FÓLK 50 Indælt starf að vera leikari Hinn ungi og efnilegi Michael Cera ræðir lífið og tilveruna við Fréttablaðið. KVIKMYNDIR 36 FÓLK „Palli fermetri öðlaðist nýtt viðurnefni á mótinu. Tonnatak,“ segir Ingvar „Ríngó“ Jóel. Hópur kraftlyftingamanna er nýkominn heim en þeir gerðu góða ferð á HM í kraftlyftingum sem haldið var í Austurríki. Liðið kom heim með sjö gullverðlaun, tvö silfur og tvö brons. Heimsmetin fuku og íslenskir heimsmeistarar fædd- ust. Að öðrum ólöstuðum hlýtur stjarna mótsins að teljast Páll Logason, sem enginn þekkir undir öðru nafni en Palli fermetri. „Góðan daginn. Hann stal senunni þessi krakki. Tuttugu og tveggja ára gamall. Heimsmeistari unglinga. Lyfti samanlagt einu tonni!“ segir Ingvar Jóel og leiðist ekki að segja af afrekum félaga sinna í kraftlyftingafélaginu Metall. - jbg / sjá síðu 50 Sjö gullverðlaun Íslendinga: Palli fermetri lyftir tonni PALLI FERMETER Stal senunni á kraft- lyftingamóti í Austurríki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VELJUM ÍSLENSKT Hönnun og nýsköpun lykill að endurreisn Sérblaðið Veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Hefur sannað gildi sitt Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélags Íslands var stofnuð fyrir ári. TÍMAMÓT 26 Opið til 21 Rök fyrir utanþingsstjórn „Utanþingsstjórn nú yrði líkt og fyrr litin hornauga á Alþingi. Sex ráðuneyti myndu duga“, skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 18 SEX Í SVEIT Meðlimir óeirðasveitar lögreglunnar í Lima, höfuðborg Perú, eru við öllu búnir hjá hóteli sem hýsir George W. Bush Bandaríkjaforseta næstu daga. Bush er í Lima til að taka þátt í leiðtogafundi Efnahagsbandalags Kyrrahafsríkja, APEC. Meistararnir vaknaðir Íslands- meistarar Hauka skelltu toppliði Akur- eyrar fyrir norðan í gær. ÍÞRÓTTIR 46 VIÐSKIPTI „Verðmæti þessara verka er að minnsta kosti milljarður króna, það hlýtur að vera. Sum verkanna eru einfaldlega ómetan- leg,“ segir Tryggvi Páll Friðriks- son listmunasali og uppboðshald- ari. Í listaverkasöfnum viðskiptabankanna, sem komust í eigu ríkisins þegar bankarnir voru yfirteknir, eru um það bil 4.080 listaverk. Það er mat Tryggva að um fjórð- ungur safnanna sé mjög góð verk sem ættu heima á söfnum. Sigurður Tómas Magnússon, sér- fræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ekkert athuga- vert við að listaverk í eigu við- skiptabankanna hafi fylgt með fasteignum og öðrum eignum bank- anna í nýju félögin sem stofnuð voru um rekstur þeirra. Hann segir kröfuhafa í væntan- leg þrotabú bankanna ekki tapa á þeim gjörningi, frekar en þeir tapi á því að fasteignir, húsbúnaður og aðrar eignir hafi færst í nýju fyrir- tækin. Ekkert af þessu verði fært í nýju fyrirtækin án endurgjalds, sem verði metið þegar uppgjör bankanna fari fram. Í listaverkasafni Landsbankans eru um 1.800 verk, þar af mörg eftir Jóhannes Kjarval. Um 1.080 verk eru í safni Glitnis og um 1.200 í safni Kaupþings. - bj, kg / sjá síðu 4 Viðskiptabankarnir eiga þúsundir listaverka eftir marga virtustu listamenn landsins: Milljarður í listaverkum banka EFNAHAGSMÁL Stjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins ræddi tveggja milljarða dala lán til Íslands á fundi í Washington í Bandaríkjun- um í gær. Stjórnarfundurinn hófst klukkan átta í gærkvöldi að íslenskum tíma. Fundinum var ólokið þegar Fréttablaðið fór í prentun en fastlega var gert ráð fyrir að stjórnin myndi sam- þykkja lánið á grundvelli skilmála sem Íslendingar gengu frá við sendinefnd sjóðsins 24. október síðastliðinn. Búist er við að um tíu dagar líði áður en fyrstu greiðslur úr láninu skila sér til Íslands. - gar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Ræddu lán til Íslands í gær N O R D IC PH O TO S/ A FP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.