Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 2
2 20. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Verjandi manns sem ákærður er fyrir tvær líkamsárásir sakar Jón H.B. Snorrason aðstoðar- lögreglustjóra um að misbeita valdi sínu með því að gefa út tvær ákær- ur í málinu og dagsetja aðra þeirra aftur í tímann. Hann segir þetta eiga að leiða til frávísunar. „Ég skil ekki hvað hann er að fara að kokka, ég hef ekki séð þetta,“ sagði Jón, þegar málið var borið undir hann í gær. Hann vildi ekki svara því nánar hvort gefnar hefðu verið út fleiri en ein ákæra í málinu, né hvort hann hafi dagsett ákæru í málinu aftur í tímann. Benjamín Þór Þorgrímsson er ákærður fyrir tvær líkamsárásir. Aðra árásina festi fréttaskýringa- þátturinn Kompás á filmu og sýndi í þættinum í september. Hin er talin hafa átt sér stað á bar Hiltonhótels- ins í júlí. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi Benjamíns, sendi í gær ríkissaksóknara kvörtun vegna framferðis saksóknara í málinu. Benjamín mætti ekki í fyrstu þingfestinguna í málinu og ákæran var því ekki formlega þingfest, þótt Vilhjálmur hafi fengið hana afhenta. Ákæran var í tveimur liðum og segir Vilhjálmur að sér hafi brugðið þegar hann las frétt á Vísi seinna sama dag um að ákæran sé í þremur liðum. Vilhjálmur segir að í ljós hafi komið að saksóknari Lögreglu höf- uðborgarsvæðisins, Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri, hafi gefið út tvær ákærur, dagsett- ar sama daginn. Önnur var í tveim- ur liðum en hin í þremur. Sá liður sem við bættist sneri að hótunum Benjamíns í garð manns sem hann réðist á. Viðameiri ákæran var svo þing- fest síðar, þegar Benjamín mætti í héraðsdóm. Því mótmælti verjandi hans og krafðist þess að ákæruliðn- um sem bættist við yrði vísað frá. Daginn eftir lýsti ákæruvaldið því yfir að það myndi falla frá þeim ákærulið. Ákæra telst gefin út og sakamál höfðað þegar saksóknari hefur undirritað ákæru og því deginum ljósara að lög hafa verið brotin með því að tvær ákærur hafi verið gefn- ar út vegna sömu atvika, segir Vil- hjálmur. Hann segir að vart komi til greina að Jón hafi skrifað undir tvær mis- munandi ákærur vegna sama máls- ins sama daginn. Því sé líklegt að viðameiri ákæran hafi verið gefin út talsvert síðar, en dagsett aftur í tímann, sem sé afar alvarlegt hjá saksóknara. Vilhjálmur bendir á að saksókn- ari eigi að meta hvort ákæra eigi mann þegar rannsókn sé lokið. Í fyrri ákærunni komist hann að því að ekki eigi að ákæra vegna hótana, en í síðari að ákæra eigi vegna þeirra. Enn alvarlegra sé að nýrri ákæru, dagsettri aftur í tímann, hafi verið laumað til dómstólsins í stað þess að gefa út framhalds- ákæru, eða afturkalla fyrri ákæru, eins og lög heimili. Vilhjálmur segir það hlutverk ríkissaksóknara að meta hvort kvörtun sín sé réttmæt og þá hvaða afleiðingar atvikið muni hafa fyrir saksóknarann. brjann@frettabladid.is Saksóknara brigslað um að misbeita valdi Verjandi manns sem Kompás sýndi hóta og ganga í skrokk á manni vill frávís- un vegna ágalla. Segir saksóknara hafa gefið út tvær ákærur og dagsett aðra þeirra aftur í tímann. Saksóknari segist ekki skilja hvað verjandinn sé að fara. ÁRÁS Sýnt var í þætti Kompáss í september hvernig Benjamín réðst á mann við hafnarvogina í Hafnarfirði í lok júlí. MYND/KOMPÁS TÍSKA „Ég er búin að breyta kjól og slá sem mamma mín átti. Kjólinn stytti ég og rykkti í mittið en slána lagaði ég til og gerði nýtískulegri,“ segir Margrét Unnur Guðmundsdóttir sem ásamt vinkonu sinni, Mörtu Hlín Þorsteinsdóttur, er á fatasaums- námskeiði þar sem áherslan er lögð á að breyta fötum og bæta. Vinkonurnar hafa mikinn áhuga á fatasaumi og gaman af að skapa nýjar flíkur úr gömlum af mæðrum sínum og ömmum. - eö / sjá allt Unglingar á saumanámskeiði: Gömlu breytt í nýjasta nýtt Á FATASAUMSNÁMSKEIÐI Marta Hlín og Margrét Unnur skapa nýjar og nothæfar flíkur úr gömlum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Auður, fylgir þessu auður? „Já. Vonandi ekki auður auður.“ Eitt stærsta bókaforlag heims, Random House, hefur keypt útgáfurétt á skáld- sögunni Vetrarsól eftir rithöfundinn Auði Jónsdóttur. ® SJÁVARÚTVEGUR Innflutningsleyfi fyrir 65 tonn af hvalkjöti frá Íslandi og Noregi hefur verið gefið út af viðskiptaráðuneytinu í Japan. Kjötið hefur legið í frystigeymslu síðan í byrjun júní. Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra fagnar niðurstöðunni og vonar að hvalveiðar verði aftur „alvöru atvinnuvegur á Íslandi“. Kjötið er af sjö langreyðum sem veiddar voru af níu dýra kvóta haustið 2006, alls 60 tonn. Einnig er um að ræða fimm tonn af norsku hrefnukjöti sem sent var til Japan ásamt íslenska kjötinu. Það hefur legið í frysti í tæpa sex mánuði og þess beðið að það yrði tollafgreitt. Háværar raddir hafa verið uppi, sérstaklega frá vernd- unarsinnum og hvalaskoðunarfyr- irtækjum, um að markaður sé ekki fyrir kjötið. Sjávarútvegsráðherra segir að svo virðist sem stutt sé í að kjötið komist í verslanir og um þáttaskil í umræðunni sé að ræða. „Þeir sem hafa andmælt hvalveiðum hafa vísað til þess að tilefnislaust sé að stunda hvalveiðar þar sem afurðirnar væru óseljanlegar. Ég hef alltaf sagt að svo sé ekki og það er komið á daginn. Hrakspárn- ar voru ekki á rökum reistar.“ Í atvinnulegu tilliti segir Einar að hann hafi alltaf haft löngun til að hér verði stundaðar alvöru hvalveiðar. „Það væri góð búbót fyrir okkar atvinnulíf og ekki veit- ir af nú um stundir. Þetta skapar mörg störf og færir gjaldeyri inn í landið. Þetta eru tækifæri sem við hljótum að horfa til.“ Sjávar- útvegsráðherra getur ekki sagt til um hvort eða hvenær verður gef- inn út kvóti. Ný staða sé rétt komin upp sem leggjast þurfi yfir. Einar telur að hvalveiðar muni ekki hafa neikvæð áhrif á ímynd Íslands, sem sé vissulega rislág um þessar mundir. „Sjálfbærar veiðar geta ekki skaðað ímynd Íslands.“ - shá Innflutningsleyfi veitt fyrir 60 tonnum af íslensku hvalkjöti í Japan: Hvalkjöt loks á leið í verslanir HVALKJÖT Innflutningsleyfi fyrir hvalkjöti frá Íslandi og Noregi hefur verið gefið út af viðskiptaráðuneytinu í Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÖLMIÐLAR Í áliti samkeppniseftir- litsins um stöðu og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla, sem birt var á föstudag, kemur fram að RÚV hafi boðið birtingar á auglýsingum í skiptum fyrir vörur. Í ályktuninni er ekki útskýrt nánar hvers konar vöruskipti er um að ræða. Auglýsingastjóri RÚV vill ekki tjá sig um málið. Í ályktun samkeppniseftirlitsins segir að miklir afslættir RÚV hafi gert samkeppnisstöðu á markaðn- um enn verri. Auk þess segir orð- rétt: „Samkeppniseftirlitið hefur einnig upplýsingar um að RÚV hafi boðið vöruskipti í stað peninga- greiðslu fyrir auglýsingar.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftir- litið hafa fengið upplýsingar um vöruskipti RÚV í trúnaði. „Ef ég til- kynnti hvaða vörur hefði þarna verið um að ræða yrði mjög auðvelt að finna út hvaða fyrirtæki RÚV átti í vöruskiptum við. Að mati þeirra sem í hlut eiga myndi það skaða viðskiptasambönd þeirra. Þetta eru staðfestar upplýsingar, en við virðum trúnaðinn,“ segir Páll og bætir við að hann hafi ekki upplýsingar um hversu mörg til- felli vöruskipta hafi átt sér stað. Einar Logi Vignisson, auglýs- ingastjóri RÚV, segist vísa í til- kynningu Páls Magnússonar útvarpsstjóra frá því fyrir helgi. Í henni er ekkert minnst á vöru- skipti. „Ég hef engu við þetta að bæta. Það skiptir engu hvort þú spyrð mig einnar eða þrjátíu spurn- inga,“ segir Einar. - kg Samkeppniseftirlitið segir auglýsingadeild RÚV hafa stundað vöruskipti: Tjá sig ekki um vöruskipti RÚV NOREGUR Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, sagðist á norska þjóðþinginu í gær ekki ætla að láta gera neina sérstaka rannsókn á því hvaða afleiðingar það hefði fyrir Noreg ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Inge Lønning, þingmaður Íhaldsflokksins, hóf umræður um málið á norska þinginu í gær og sagði líklega skammt í að Íslendingar sæktu um aðild. Hann vildi fá svör um hvernig ríkis- stjórnin muni bregðast við því. Samkvæmt frásögnum norskra fjölmiðla sagðist Stoltenberg ekki sjá ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða strax. - gb Hugsanleg ESB-aðild Íslands: Norska stjórnin bíður átekta FÓLK Nýtt íbúðarhús er nú risið í stað gamla hússins sem brann í fyrravetur á Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Að því er segir á trekyllisvik.blog.is styttist nú óðum í að hægt verði að flytja inn í nýja húsið. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu dugðu brunatryggingar ekki fyrir nýju húsi og hefur því staðið yfir fjársöfnun til að styrkja bóndann á Finnbogastöðum. Nýja húsið er kanadískt einingahús „sem kom til landsins um það bil sem þjóðar- skútan íslenska sigldi í strand“, eins og segir á trekyllisvik.blog.is. „Svo það er bjart fram undan á Finnbogastöðum, þótt sólin sé að búa sig undir að kveðja Trékyllis- vík í þrjá mánuði eða svo.“ - gar Finnbogastaðir í Trékyllisvík: Nýtt hús risið eftir brunann NÝIR FINNBOGASTAÐIR Húsið sem kom norður á Strandir í gámum er nú risið. STJÓRNMÁL Þingflokkur Sjálfstæð- ismanna ræddi í gær um að skipuð yrði nefnd til að móta tillögur um sameiningu Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær telja þingmenn Samfylkingarinnar að skapa verði traust á Seðlabank- anum með breytingum á stjórn bankans áður en íslensku krónunni verður ýtt á flot. Slík breyting gæti orðið samfara sameiningu bankans og FME. Sjá Samfylkingarmenn þannig leið til að koma Davíð Oddssyni úr stóli seðlabankastjóra. Geir Haarde forsætisráðherra segir hins vegar að óraunhæft sé að sameina Seðlabankans og FME áður gengi krónunnar verður látið fljóta á ný. - gar Þingflokkur sjálfstæðismanna: Ræddu FME og Seðlabankann PÁLL GUNNAR PÁLSSON EINAR LOGI VIGNISSON LÖGREGLUMÁL Sannað þykir að um íkveikju hafi verið að ræða þegar yfirgefið hús við Baldursgötu í Reykjavík brann á laugardag. Að sögn lögreglu hefur enginn verið handtekinn og enginn yfirheyrður vegna málsins, en rannsókn þess verður haldið áfram. Húsið sem brann hefur staðið autt síðan um síðustu áramót. Þá komu nágrannar í veg fyrir að eigandi hússins fengi leyfi til að rífa það og byggja fjölbýlishús á lóðinni. Síðustu mánuði hafa nágrann- ar margsinnis kvartað til lögreglu vegna útigangsfólks sem sótti í autt húsið. - kg Bruninn á Baldursgötu: Staðfest að kveikt var í SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.