Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 10
 20. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR Greiða þarf götu sjálfstæðra framleiðenda Minnka og einfalda þarf regluverk og ryðja hindrun- um úr vegi svo hægt sé að nýta sérstöðu hvers framleiðanda og fullvinna vöru. Líta þarf á landbún- aðarframleiðslu sem fyrirtækjarekstur og auka skilvirkni og sérstöðu einstaka framleiðenda, héraða og atvinnusvæða. Fjárfesta þarf í matvælageiranum á fjölbreytilegan hátt, en líta ekki á hann sem magnframleiðslu undir stjórn ríkis og bændasam- taka. Aukið þverfaglegt samstarf Hvetja þarf til þverfaglegs samstarfs frá upphafi framleiðslu. Framleiðendur þurfa að vera óhræddir við að leita sérfræðiaðstoðar s.s. til vöruhönnuða, tæknimanna, markaðsfræðinga, fjárfesta og þeirra sem þekkja hindranir og tækifæri hvers framleiðslu- ferlis. Virkja þarf atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og viðskiptatengla til að styðja við rannsóknir og þróun í framleiðslu á gæðamatvælum. Menntastofnanir bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi þurfa að leggja aukna áherslu á menntun sem styður við matvælarannsóknir, þróunarstarf, framleiðslu og markaðssetningu matvæla og auka þarf samstarf rannsóknarsamfélagsins svo sem MATÍS, háskólanna og atvinnulífsins í heild. Styrkjum smáframleiðendur Vinna þarf með ferðaþjónustunni að því að bjóða íslenskan mat úr gæðahráefni hringinn í kringum landið. Nýta hefðina og hugmyndaflugið við að bjóða upp á fjölbreytilegan kost. Skyr, söl, íslenska geitin og sólþurrkaður saltfiskur getur verið dæmi um slíkt. Líta þarf heildrænt á hvert framleiðslusvæði fyrir sig og auðvelda sameiginlega markaðssetningu og sölu á smáframleiðslu. Markvisst þarf að kynna starf eins og samtakanna Beint frá býli sem hafa beitt sér fyrir gerð kynningar- og kennsluefnis um helstu þætti framleiðslu og markaðssetningar smáframleiðenda. Jafnframt þarf að líta til þeirra klasa smáframleiðenda í matvælaiðnaði sem hafa verið stofnaðir í kringum landið, til dæmis Ríki Vatnajökuls, Toskana Suðurlands og kræklingaeldi, þorskeldi og kísil- og þörungavinnsla á Vestfjörðum. Erlendar stefnumótanir í nafni „Slow food“ eru góðar fyrirmyndir í stað „fast food“. Mikilvægi vottunar Kortleggja þarf vottunarmáta, íslenska sem og alþjóðlega, auðvelda aðgengi að vottun með einfölduðu reglukerfi og hvetja framleiðendur til að sækja sér vottun sem lið í að ná alþjóðlegri viðurkenningu. Vekja þarf til meðvitundar um að vottun á bæði við um einstaka framleiðslu og um framleiðslusvæði, til dæmis hefur vottunarstofan Tún vottað ræktunarland á Vestfjörðum, en slík lönd verða æ verðmætari þegar eftirspurn eftir lífrænni framleiðslu eykst. Holl fæða á Íslandi Ná þarf upp vakningu og neytendapressu um hollt gæðafæði. Fjölmiðlar gegna þar lykilhlutverki t.d. fræðsluþáttur um matvælaframleiðslu hjá RÚV þar sem saga og sérstæði hvers framleiðanda fyrir sig er rakin og gefin innsýn í forsendur framleiðslunnar. Slíkt fræðsluefni væri síðan hægt að nota sem kynningarefni um Ísland erlendis. Einnig þarf að bæta matarkost í flugvélum sem fljúga til landsins. Matur er landsins megin Björk Guðmundsdóttir boðaði til vinnufunda 12. og 19. október síðastliðinn í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Klak, nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, og vefinn nattura.info. Um hundrað sérfræðingar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar réðu ráðum sínum og gerðu drög að átta tillögum um úrbætur í jafnmörgum málaflokkum. Fréttablaðið birtir tillögurnar næstu daga. Nánari upplýsingar má finna á nattura.info. NEISTAR AF NEISTA: Matur á Íslandi Grein 7 af 8 Matvælaframleiðsla á Íslandi getur orðið mikilvæg stoð undir íslenskt hagkerfi á næstu árum. Fram- leiðslugeta og þekking er til staðar í matvælageiran- um, en aukið samstarf og samráð þarf að eiga sér stað í tengslum við endursköpun framleiðslu- og þekkingarumhverfis og tengsla við aðra geira. Mat- vælaframleiðsla á Íslandi getur orðið þekkt fyrir gæði, hreinleika, sjálfbærni, lífræna framleiðslu, rekjan- leika (uppruna), frumleika og gott siðgæði. Tækifæri Íslendinga í matvælaframleiðslu liggja helst á sviðum sjávarfangs, jarðhitaræktaðs grænmetis og ávaxta, lambakjöts auk annarrar gæða-kjötframleiðslu og sérstæðra mjólkurafurða. Matvælaiðnaður er sjálfbær grein sem getur verið lykill í því að byggja upp sjálf- bært samfélag á Íslandi. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróun- arsviðs H.R., hafði umsjón með samræðu og vinnslu útgangspunkta á vinnuborði um mat. Í HNOTSKURN: F í t o n / S Í A afsláttur 29% Toppasett 39 stk. 3/8" í áltösku Verð nú 7.490 kr. Verð áður 10.580 kr. 889 H02A339 afsláttur 45% afsláttur 46% afsláttur 20% Rain-x móðueyðir Verð nú 790 kr. Verð áður 1.460 kr. 067 81199200 Skrúfvél Shall 3.6V Verð aðeins 3.100 kr. 060 1024110-9 Scott DVD ferðaspilari Verð aðeins 14.900 kr. A358 85060598 3T rofatengi, hvítt. Verð nú 498kr. Verð áður 623 kr. 063 2001152320 Skralllyklasett M/lið 8–19 mm Verð nú 12.950 kr. Verð áður 23.540 kr. 889 H03FC012M Tilboð um allt land N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9 SÍMI 440 1000 WWW.N1.IS N1 verslanir um allt land: Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Akranesi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Höfn, Reyðarfirði og Ólafsvík. Þessi tilboð, og miklu fleiri, færðu í næstu N1 verslun um land allt. Kynntu þér málið á N1.is. Smiðjuvegi 5 + Höfðabakka 3 Borgartúni 29 + Glerárgötu 34 sala@a4.is + www.a4.is Sími: 515 5100 Sköpun – Þroski – Samvera Prentarablek og ljósmyndapappír fyrir myndina í jólakortið. Vönduð spil og þroskandi leikföng fyrir ánægjulegar samverustundir með fjölskyldunni. Gefðu myndarlegar og vandaðar jólagjafir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.