Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 26
26 20. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is SÆNSKI RITHÖFUNDURINN SELMA LAGERLÖF FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1858. „Guð, láttu sál mína ná þroska áður en kemur að uppskerutím- anum.“ Selma Lagerlöf hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1909. Meðal bóka hennar eru Gösta Berlings saga og Jerúsalem. Dómkirkjan sem stendur á Hólum í Hjaltadal var vígð þennan dag árið 1763. Gísli Magnússon vígði kirkjuna. Laurids de Thurah, yfirhúsa- meistari Dana, gerði tillögu- uppdrátt að steinkirkjunni og fól múrarasveininum Johan Christhop Sabinsky að fara til Íslands og stjórna verkinu. Hún var byggð fyrir danskt og norskt gjafafé. Rauði steinninn sem kirkj- an er byggð úr var fenginn úr Hólabyrðu í nágrenn- inu. Meðan á kirkjubyggingunni stóð voru gerðar þó nokkrar breytingar frá tillöguuppdrætti Thurahs og réði þar mestu ýmsar ákvarðanir Gísla biskups. Sú kirkja sem nú stendur er sjöunda kirkjan sem stendur á Hólum og fimmta dómkirkjan. Nokkur menningarsöguleg verðmæti eru í kirkj- unni, meðal annars altar- isbrík sem talið er að Jón Arason hafi gefið kirkjunni í upphafi sextándu aldar, önnur brík í síðgotneskum stíl sem er talin gerð í Nott- ingham í Englandi um 1470 og róðukross í fullri líkams- stærð, í gotneskum stíl, lík- lega frá fyrri hluta sextándu aldar. Altarisbríkin hefur varðveist vel miðað við aldur, en þegar gert var við hana á árunum 1985 til 89 fundust mörg af einkennistáknum líkneskjanna bak við eitt myndverkið og því hefur verið hægt að gera hana sem líkasta upprunalega eintakinu. Lengi var haldið fram að bríkin væri frá Niðurlönd- um en listfræðingar telja hana líkari þýskum brík- um. ÞETTA GERÐIST: 20. NÓVEMBER 1763 Dómkirkjan á Hólum vígð Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Erlendur Steingrímsson Prestbakka 9, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudag- inn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Guðný Björg Guðmundsdóttir Steingrímur Erlendsson Ingibjörg Erlendsdóttir Ómar Ingi Gylfason Henrik Erlendsson Ásgeir Erlendsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Nanna Jónsdóttir frá Mýri í Bárðardal, Rauðumýri 7, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Konráð Erlendsson Gréta Áseirsdóttir Karl Erlendsson Eyrún Skúladóttir Jón Erlendsson Aðalbjörg Erlendsdóttir Stefán Aðalsteinsson Helgi Erlendsson Steinunn Kristjánsdóttir og ömmubörnin öll. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Við hönnum legsteininn að þínum óskum. Komdu við eða kíktu á heima- síðuna og skoðaðu úrvalið. 15% lækkun á innfluttum legsteinum. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Jakobína Guðmundsdóttir (Bíbí) Vatnsstíg 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. nóvember kl. 13.00. Örn Scheving Bragi Reynisson Eulogia Medico Guðrún Hanna Scheving Gísli Hermannsson Sigmar A. Scheving Hjördís Jóhannsdóttir Brynja A. Scheving Karl Jóhann Guðsteinsson Egill A. Scheving Laufey Þórðardóttir og barnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Kvennasögusafn hefur á um- liðnum mánuðum óskað eftir aðstoð almennings við að bera kennsl á konur á mynd- um er settar voru inn í síg- arettupakka frá fyrirtækinu Teofani árin 1929 og 1930. Myndirnar eru 50 að tölu og hefur Kvennasögusafn nöfn á 40 þeirra. Nú birtast mynd- ir í síðasta sinn og óskað er aðstoðar lesenda sem fyrr. Skoða má allar myndirnar á vef Kvennasögusafns Ís- lands: www.kvennasogusafn. is. Kvennasögusafn Íslands þakkar lesendum Fréttablaðs- ins kærlega fyrir aðstoðina. Þekkir einhver þessar stúlkur? MERKISATBURÐIR 1917 Úkraína er úrskurðað lýð- veldi. 1940 Ungverjaland, Rúmen- ía og Slóvakía ganga til liðs við öxulveldin í seinni heimsstyrjöldinni. 1945 Nürnberg-réttarhöldin hefjast í Þýskalandi. 1959 Viðreisnarstjórnin, sam- steypustjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, tekur við völdum. Hún situr til ársins 1971. 1993 Atkvæðagreiðsla er um sameiningu sveitarfélaga. Þeim hefði getað fækkað úr 196 í 43 en aðeins ein tillaga af 32 er samþykkt. 1998 Afganskir dómstólar úr- skurða Osama bin Laden syndlausan mann eftir sprengjuárásir á bandarísk sendiráð í Kenía og Tans- aníu sama ár. Hlýlegt húsnæðið vekur athygli þegar komið er inn í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands við Skóg- arhlíð. Þar er bókasafn, tölvuaðgang- ur og þar er líka boðið upp á veiting- ar. Það besta er þó auðvitað hinn and- lega hressing sem þær Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur og Gunnjóna Una Guðjónsdóttir fé- lagsráðgjafi veita þeim sem á þurfa að halda en þær sinna einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra. Ráðgjafarþjónustan fagnar eins árs afmæli um þessar mundir. Hún var sett á fót sem tilraunaverkefni til þriggja ára og hefur sannað gildi sitt því um 3.000 manns á aldrinum níu ára til níræðs hafa þegar notið góðs af henni. Það er Ragnheiður sem verður fyrir svörum þegar forvitnast er um starf- semina. „Að greinast með krabbamein hefur mikil áhrif á líf fólks og við að- stoðum það við að ná jafnvægi á ný og takast á við breyttar aðstæður. Við leggjum áherslu á einstaklingsmið- aða þjónustu sem byggist á viðtölum, fræðslu, hvatningu, stuðningi og ráð- gjöf. Oft eiga nánustu aðstandendur og vinir enn erfiðara en sá sem grein- ist og við kappkostum við að styðja þá. Það er andleg líðan fólks sem mik- ilvægast er að sinna,“ segir hún. Ragnheiður lýkur lofsorði á þjón- ustu Landspítalans við krabbameins- sjúka en segir að þegar meðferð ljúki skapist stundum tómarúm. Þá séu þær Gunnjóna til staðar. „Það er allt mögulegt sem kemur inn á okkar borð. Samskipti innan fjölskyldunnar breytast, oft eru gömul mál sem þarf að leysa og átak getur verið fyrir fólk að fara aftur í vinnu. Einmanaleiki og dapurleiki kemur oft upp eftir svona áföll. Þá getur verið gott að koma til einhvers og ræða málin á hlutlausu svæði.“ Ragnheiður segir samskipti við skjólstæðingana bæði fara fram á staðnum en einnig gegnum síma og tölvupóst. „Við förum út á land og höldum fyrirlestra fyrir almenning. Svo þjónustum við Íslendinga erlend- is, hvort sem það eru aðstandendur eða sjúklingar. Stundum eru það að- standendur einhvers sem er veikur hér heima.“ Í Skógarhlíðinni er opið virka daga frá 9 til 16 og á kvöldin og um helgar eru oft námskeið og fyrirlestrar. „Við erum með hádegisfyrirlestra tvisvar í mánuði sem ýmist tengjast krabba- meini eða ekki,“ tekur Ragnheið- ur fram. „Þangað eru allir velkomnir enda hafa mætt um 30 til 100 manns hverju sinni. Í gær var séra Hólm- grímur Bragason hjá okkur og talaði meðal annars um hvernig á að halda í vonina.“ Þess má geta að ráðgjafarþjón- usta Krabbameinsfélagsins er ókeyp- is. „Það á engin hindrun að vera fyrir fólk að leita til okkar,“ segir Ragnheið- ur. „Hvorki búseta né fjárhagur.“ gun@frettabladid.is RÁÐGJAFARÞJÓNUSTA KRABBAMEINSFÉLAGS ÍSLANDS: FAGNAR EINS ÁRS AFMÆLI Það á engin hindrun að vera fyrir fólk að leita til okkar HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG HJÁLPARHELLA „Það er sorglegt þegar maður heyrir fólk segja að það hafi ekki fengið stuðning sem það þurfti á að halda af því að það hefur ekki vitað af þessu úrræði,“ segir Ragnheiður Alfreðsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.