Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 27
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég vinn aðallega úr soðinni ull og ég geri nokkrar týpur af svona jökkum eins og ég er í. Síðan geri ég húfur, grifflur, trefla, hatta og ýmislegt úr ull,“ segir Þórunn Símonardóttir sem starfrækir Textíl Gallerý í Skipholti. „Ég er búin að vera með galleríið í fimm ár en svo hef ég stundað handa- vinnu alla ævi,“ segir Þórunn en hún er að eigin sögn mikil áhuga- manneskja um hvers konar handavinnu. „Ég sauma úr leðri, hnýti körfur, vinn úr gleri og hitt og þetta.“ Þórunn er að stórum hluta sjálfmenntuð en hún var í verk- námi á saumabraut á sínum tíma og hefur sótt ýmis námskeið. „Síðastliðið haust fór ég til Dan- merkur í Skalls Håndarbejde- skole í Viborg á Jótlandi í hálfan mánuð. Það var frábært en ég hef gælt við að fara þangað í ein tíu eða tólf ár og lét drauminn loks rætast,“ segir Þórunn með blik í augum. Þórunn vann auk þess í Virku í tólf ár og er mikil áhuga- manneskja um bútasaum. „Ég geri teppi og púða með bútasaumi en ég hef líka gert púða úr ull.“ Verslunin hjá Þórunni gengur vel og segir hún að í raun gangi alltaf betur og betur. „Ég finn sérstaklega fyrir því núna að mikil vakning er í samfélaginu og áhugi fyrir öllu sem íslenskt er,“ segir Þórunn ánægð. hrefna@frettabladid.is Hlýr og fallegur fatnaður Þórunn Símonardóttir hefur stundað handavinnu nánast frá því að hún man eftir sér en hún rekur Textíl Gallerý í Skipholti þar sem hún framleiðir og selur ullarflíkur undir merkinu Hjá Tótu. Þórunn hannar ullarfatnað og gerir einnig bútasaumsteppi og púða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPILADÓS er skemmtilegt skraut sem skapar notalega stemningu á heimilinu. Spiladósir sem minna á jólin og spila jafnvel þekkt jólalög geta komið öllum í hátíðaskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.