Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 20. nóvember 2008 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París F astur liður í tískuheimin- um síðustu ár er að H&M sendir frá sér tískulínu frá frægum hönnuði um miðjan nóvember. Í síðustu viku kom á markað lína frá hönnuði Comme des Garçons, hinni japönsku Rei Kawakubo. Þrátt fyrir kreppu mátti sjá biðraðir fyrir utan H&M búðir í París líkt og oft áður, til dæmis á Hauss- mann-búlvarði þar sem ein sú stærsta í París er til staðar. Viðskiptavinum var hleypt inn í hollum og sérhannaðir inn- kaupapokar sáust víða. Rei Kawakubo er einn af virtari hönnuðum heims en vildi gefa stærri hópi tækifæri til að kynnast hönnun sinni og hannar því fyrir H&M. Þannig fylgir hún í fótspor Karls Lagerfeld og Robertos Cavalli svo nokkrir séu nefndir. Stella McCartney var hönnuð- ur H&M 2005. Hún er sérstakur stílisti sem hefur tekist að skapa sér nafn á eigin verðleikum þó að Paul McCartneysdóttir sé. Stella hefur frá upphafi þverneitað að nota loðfeldi. Hún notar engar dýraafurðir í hönnun sína, ekki einu sinni leður í töskur og skó heldur gerviefni, enda grænmetisæta frá blautu barnsbeini. Móðir hennar, Linda McCartney, var einnig grænmetisæta og eldaði fyrir fjölskylduna grænmeti sem hún ræktaði sjálf. Stella var að opna fyrstu búðina sína í París en hönnun hennar hefur um langt skeið verið seld í stórverslunum Parísar. Hún framleiðir einnig lífrænt ræktaðar snyrtivörur, Care, því náttúruleg efni eru hennar ær og kýr. Á dögunum seldi ein af samstarfskonum í tískuhúsinu, þar sem ég eyði töluverðu af tíma mínum um þessar mundir, kápu úr skinni með einstaklega stuttum og mjúkum hárum. Kápan kostaði 8.600 evrur og fyrir vikið vakti áferðin athygli mína. Ég fékk þær upplýsingar að feldurinn væri símjúkur vegna þess að skinnið væri af nýfæddu lambi. Ekki nóg með það, móðirin var kviðrist til að ná því út. Þessi flík hefur því kostað mörg líf því það þarf örugglega nokkur lömb í eina kápu. Fyrir vikið opnuðust allar gáttir starfsfélaganna og hver hafði sína dýrasögu að segja. Til dæmis hvers vegna hárin eru oft mjög upprétt á loðfeldi en ekki flöt. Það er vegna þess að feldurinn er tekinn af áður en dýrið er dautt og hræðslan veldur því að dýrið ýfir hárin. Ekki er hægt annað en hugsa til Dýrasögu Ástu Sigurðardóttur. Enn annar sagði að oft væri járnstöng notuð til að koma í veg fyrir að aflífunin gerði göt á dýrmætan feldinn. Stella McCartney segist einmitt vera algjörlega á móti því að nota dýr með þessum hætti til að skreyta ríkar konur þegar önnur efni bjóðast. Skyndilega hækkaði Stella McCartney mikið í áliti hjá mér og spurning hvort ekki sé tími kominn til að endurskoða aðferðafræði tískunnar hvað loðfeldi varðar. bergb75@free.fr Húðflett milli lífs og dauða Glamúrinn var allsráðandi á tískusýningu Victoria’s Secret þar sem fyrirsætur spígspor- uðu innan um blaktandi silfurpálma. Árleg tískusýning Victoria’s Secret fór fram á Miami Beach á laugardag. Yfirskrift sýning- arinnar var afturhvarf til glam- úrsins en glamúr mun einkenna vörur nærfataframleiðandans í ár. Það stirndi á sýningarpallinn sem var alsettur glerbrotum og þurftu fyrirsætur á borð við Heidi Klum og Adriana Lima að stíga varlega til jarðar til að fara sér ekki að voða. Fyrirsæturnar sýndu 68 mis- munandi klæði og þar á meðal fimm milljóna dala svartan dem- antshaldara eftir skartgripa- hönnuðinn Martin Katz. Hann er alsettum svörtum og hvítum demöntum og er hægt að nálgast í gegnum nýjasta sölubækling framleiðand- ans. - ve Gengið á glerbrotum Laugavegi 80, 101 Reykjavík • sími 561 1330 www.sigurboginn.is Vefta • Lóuhólum 2-4 • S: 557 2010 • & Þönglabakka 6 • S: 578 2051 Sparifötin komin. Skoðaðu úrvalið www.vefta.is Hólagarði & Mjódd KRINGLAN SMÁRALIND LAUGAVEGUR FIMMTUDAGS TILBOÐ 40064 00809 Lir: Svart Stærðir: 41 - 47 Country 40084 00809 Lir: Svart Stærðir: 41 - 47 Country 84913 00101 Lir: Svart Stærðir: 37 - 41 Eindhoven 45073 00101 Lir: Svart, Brúnt Stærðir: 36 - 42 Image 14.995 11.995 25.995 19.995 21.995 16.995 24.995 19.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.