Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 30
 20. nóvember 2008 FIMMTUDAG- 4 „Númer eitt er að hafa yfirsýn yfir fjármálin og að fólk viti í hvað það er að eyða. Það er fyrsta skref- ið og það stærsta. Svo er hægt að skoða útgjöldin.“ Þetta eru þeir sammála um, Einar Már Birgisson og Örvar Jens Arnarson sem stofnuðu fyrirtækið Fjárvit í sept- ember síðastliðnum og reka þar alhliða fjármálaráðgjöf fyrir ein- staklinga. Sáu þeir fjármálahrun- ið fyrir? „Nei,“ fullyrða þeir. „Við sáum hins vegar þörf fólks af yngri kyn- slóðinni fyrir ráðgjöf og almenna fræðslu um fjármál. Svo kom bankakreppan og þörfin varð enn brýnni. Margir eru með yfirdrátt, Visakort og bílalán í rugli. En hingað kemur líka fólk með allt í góðum farvegi og vill bara læra meira um peningamálin.“ Beðnir um sparnaðarráð stend- ur ekki á þeim. „Sem neytendur eigum við að taka þátt í virkri samkeppni og leita bestu fáanlegu kjara á föst- um útgjaldaliðum eins og trygg- ingum, síma, internetþjónustu og yfirdráttarvöxtum. Fólk á að vera óhrætt við að fá tilboð í þessa liði reglulega, sýna þau tilboð svo hjá sam- keppnisaðilunum og spyrja hvort þeir bjóði betur. Þetta getur munað nokkrum þúsund- köllum á mánuði. Heimabankinn er reyndar gott tæki til að fylgjast með stöðu fjár- málanna í stað þess að láta allt eiga sig þar til krafan frá lögfræðingnum kemur. Eitt ráð til að spara er að sleppa því að fá greiðsluseðla senda heim. Þeir kosta 250 kall stykkið. Þannig sparast nokkrir þúsundkall- ar á mánuði. Svo er sniðugt að gera áætl- un fram í tímann yfir falda kostnaðarliði eins og afmæli, jól og ferðalög. Þá er hægt að spara fyrir þeim og losna við yfirdrátt, vísareikning og óþarfa kostnað. Við ráðleggjum fólki að gera innkaupalista fyrir vikuna og fara eina ferð í lágvöruverslun til að kaupa inn það sem er á listanum. Þá veit það að til er matur í öll mál. Þetta sparar aukaferðir í dýrar klukkubúðir, skyndibita- kaup og bensíneyðslu. Við mælum líka með nesti í skólann og vinn- una,“ segja þeir félagar. Reikna þeir sem sagt með að eldað sé heima öll kvöld? „Já, það er lykil- atriði ef á að spara,“ segja þeir ákveðnir og bæta við glettnir: „Eða fara í mat! Góðir foreldrar og tengdaforeldrar eru auðvitað gulls ígildi.“ gun@frettabladid.is Lykilatriði að elda heima Heimilishald kostar sitt og á erfiðum tímum getur reynst þrautin þyngri að ná endum saman. Þeir Einar Már Birgisson og Örvar Jens Arnarson í fyrirtækinu Fjárvit kunna þó ýmis ráð. Sjá www.fjarvit.is „Sniðugt er að gera áætlun fram í tímann yfir falda kostnaðarliði eins og afmæli, jól og ferðalög. Þá er hægt að spara fyrir þeim og losna við yfirdrátt og visareikning,“ segja þeir félagar í Fjárviti, Einar Már og Örvar Jens. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BARNARÚM sem hægt er að stækka er mjög hagkvæmur kostur inn í barnaherbergið. Rúmið vex þá með barninu og ekkert mál er að minnka það aftur þegar næsta barn tekur við því. Jólatré til skreytinga fyrir fyrirtæki og stofnanir Alla föstudaga www.tskoli.is Rafeindavirkjun Menntun í rafeindavirkjun gefur mikla atvinnu- möguleika í raf- og hátækniiðnaði. Menntun í raf- eindavirkjun er góður undanfari fyrir rafmagns- tækni- eða rafmagnsverkfræðimenntun. Tölvur, netkerfi, staðarnet, víðnet, hub, switch, router, rauntímanet, IP, VHF, GPS, radar, AIS Linux, Windows, jaðarbúnaður, loftnetskerfi, fjarskiptakerfi, iðnstýringar, radíófjarskipti, sjónvarp, hljóð, video streaming, miðlun, hátækni, LCD, Plasma, CanOpen, I2C, forritun. Grunnám rafiðna - Hraðdeild Undirbúningur fyrir framhaldsnám í rafiðngreinum. Tekur tvær annir í stað fjögurra. Inntökuskilyrði er stúdent eða sambærileg menntun. Rafvirkjun Menntun í rafvirkjun gefur mikla atvinnumögu- leika í raf- og hátækniiðnaði. Menntun í rafvirkjun er góður undanfari fyrir nám á hærra skólastigi. Raflagnir, stýringar, lýsing, segulliðar, PLC tölvur, forritanlegt raflagnaefni, tengi, dósir, kló, innstunga, lekaliði, útsláttaröryggi, símkerfi, tölvulagnir, reglugerðir um raforkuvirki, tæknilegir tengiskilmálar, raflagna- teikning, loftstýringar, rökrásastýringar, stjórnbúnaður, rafalar, rafmótorar, spennar, rafdreifikerfi. Spennandi nám, miklir atvinnumöguleikar Raftækniskólinn kynnir www.tskoli.is/skolar/raftaekniskolinn/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.