Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 32
 20. NÓVEMBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Fyrirtækið Valfoss og hönnuðurinn Sigga Heimis ætla að láta ágóða af hönnun þeirrar síðarnefndu renna óskiptan til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur fyrir jólin í ár. Hönn- unin er hvítur borðklútur með svartri, rauðri eða grænni áprent- un sem er í laginu eins og Ísland og er meðal hluta í jólagjafakössum sem útbúnir eru af Valfossi. Í jólagjafakössunum er áherslan á íslenska hönnun, íslenska matvöru og vandaðar hönnunarvörur. Meðal innihalds er íslenskt kjöt, meðlæti frá Ora, kex frá Frón, kertin frá kertaverksmiðjunni Heimaey og súkkulaði frá Nóa og Sirí- us, ásamt skandinavískri hönnunarvöru. Sigga Heimis var hönnuður hjá Ikea um árabil og starfar í dag hjá Fritz Hansen. Valfoss er fyrir- tæki í fararbroddi í sölu og þróun á vandaðri gjafavöru og meðal vöru- merkja eru Erik Bagger, Stelton, Menu og Rosendahl. Að auki mun Valfoss láta hluta af ágóða af öllum seldum matarköss- um renna til mæðrastyrks- nefndar með von um að sem flest- ir geti átt gleðileg jól því mæðra- styrksnefnd út- hlutar mat og fötum til þeirra sem eiga í fjár- hagserfið- leikum. -gun Gefa hönnun og mat Borðklútarnir hennar Siggu Heimis eru listaverk út af fyrir sig. Matarkassarnir frá Valfossi eru með ýmsu móti en allir innihalda þeir íslenska framleiðslu. Fyrirtækið 66° Norður á sér langa sögu í íslensku samfélagi og hefur hróður þess borist víða. Mikil aukning hefur verið í sölu til ferðamanna. Sögu fyrirtækisins 66° Norður má rekja til ársins 1926 þegar Sjó- klæðagerð Íslands hóf starfsemi sína í bakhúsi við Laugaveg. „Þá hannaði fyrirtækið og framleiddi skjólfatnað fyrir sjómenn. Síðan var farið í almennan vinnufatnað en ævintýrið hófst á Suðureyri við Súgandafjörð,“ útskýrir Halldór Gunnar Eyjólfsson, forstjóri fyr- irtækisins. „Fyrirtækið flutti til Reykjavík- ur nokkrum árum eftir stofnun og störfuðu þá 150 manns við fram- leiðslu á almennum vinnufatnaði,“ segir Halldór. „Síðar flutti fyrir- tækið í nýtt hús við Skúlagötu, sem félagið byggði, og var þar í fjölda ára. Einnig voru reknar saumastof- ur með verktaka um allt land.“ Fyrirtækið hóf að hanna útivist- arfatnað um þrjátíu árum síðar. „Um 1977 til 1979 litu fyrstu útivist- arflíkurnar dagsins ljós. Á þessum árum hafði fjöldi fyrirtækja sam- einast og árið 1986 runnu þau end- anlega saman í það snið sem nú er,“ segir Halldór og nefnir að síð- astliðin þrjátíu ár hafi fyrirtækið haldið áfram framleiðslu á vinnu- fatnaði og komið stöðugt með nýj- ungar. „Við höfum meðal annars framleitt fatnað fyrir Landsbjörg í tæp fjörutíu ár.“ Áherslur breyttust í hönnun úti- vistarfatnaðar hjá 66° Norður fyrir um fimm árum en þá var farið að bjóða upp á hversdags- legri fatn- að. „Við höfum kall- að þessa línu Ice- landic Li- ving, eða Ís- lenskur lífs- máti, sem er meiri götufatn- aður,“ útskýrir Halldór. Útflutning- ur á sjófatn- aði hófst fyrir 21 ári. „Út- flutning- ur á nýja útivist- arfatnað- inum hófst hins vegar fyrir um sex árum,“ út- skýrir Halldór og segir þau viðskipti hafa vaxið mikið síð- ustu ár. Framleiðslan var flutt til Lettlands árið 2001 þar sem erf- itt var að fá vinnuafl á Íslandi auk þess sem tækniþekkingin í iðnað- inum hafði dalað hér árin á undan. „Fyrirtækið keypti eigin verk- smiðjur í Lettlandi og hefur rekið frá árinu 2002 með um 180 starfs- menn. Það hefur gengið vel en sú afkastageta hefur ekki dugað. Því hefur fyrirtæk- ið líka farið út í fram- leiðslu í Kína.“ Ferðamönnum sem kaupa vörur af 66° Norður hefur fjölgað frá í fyrra. „Aukning- in í október var 123 prósent en það er líka vegna þess að varan er enn mjög ódýr hjá okkur á Ís- landi miðað við hvað hún kostar er- lendis,“ segir hann og nefn- ir sem dæmi vinsæla Parka- úlpu með skinnhettu sem kostar í dag 53.000 krónur á Íslandi en 79.000 krónur í Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi og New York. Hann viðurkennir að vörurnar eigi óhjákvæmilega eftir að hækka í verði miðað við núverandi gengi. - hs Mikill vöxtur síðustu ár Halldór G. Eyjólfsson segir mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að eitthvert lag komist á gengismálin en að óbreyttu munu vörur óhjákvæmilega hækka í verði. Þrjátíu prósenta vöxtur hefur þó verið hjá 66° Norður á hverju ári síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Til er falleg barnalína hjá 66°Norð- ur. Nýi útivistarfatn- aðurinn hentar vel til dag- legra nota. Grundvöllur tækifæra „Við hugsum smiðjuna fyrir smáframleiðslu matvæla og snýr hugmyndin helst að bænd- um, útgerðaraðilum og þeim sem eiga hráefni,“ útskýrir Guð- mundur H. Gunnarsson, deild- arstjóri hjá Matís á Hornafirði sem opnaði á dögunum Mat- arsmiðjuna fyrir þá sem vilja koma eigin matvælaframleiðslu á markað. Fyrir hráefnisframleiðend- ur getur það verið stórt stökk að þróa afurðir fyrir neytenda- markað. Stofnkostnaður er mik- ill og nokkur áhætta fólgin í að markaðsetja óþekkta vöru. Guð- mundur segir hlutverk Matar- smiðjunnar að brúa þetta bil. „Framleiðandi þarf að yf- irstíga tvær kostnaðarsamar hindranir. Í fyrsta lagi þarf að- stöðu með sérhæfðum tækja- búnaði og svo að eiga við reglu- gerðir og lög sem snúa að mat- vælaframleiðslu. Fólk lætur oft milljóna króna stofnkostn- að stoppa sig. Stóra spurningin er líka: Mun varan seljast? Hug- myndafræðin á bak við Matar- smiðjuna er að útvega fólki það sem þarf til að byrja í húsnæði sem uppfyllir allt regluverkið.“ Hráefnisframleiðendur alls staðar á landinu geta sett sig í samband við Matís með hug- myndir sínar og í framhaldinu leigt sér aðstöðu í Matarsmiðj- unni. Þar fá þeir aðgang að sér- þekkingu fagaðila við fram- leiðslu og þróun vörunnar en Matarsmiðjan er eina aðstaða sinnar tegundar á landinu. „Ef vel gengur getur fólk síðan farið út í stofnkostnaðinn við eigið fyrirtæki.“ - rat Hráefnisframleiðendur geta nú leigt sér aðstöðu til að þróa neytendavæna vöru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.