Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 34
● fréttablaðið ● veljum íslenskt 20. NÓVEMBER 2008 FIMMTUDAGUR4 „Núna á mánudaginn seldi ég fyrsta úrið til Kínverja sem er þar með orðinn eini Kínverjinn í heim- inum sem á svona úr,“ segir Gil- bert Ólafur Guðjónsson úrsmiður, sem hefur framleitt íslensk karl- mannsúr síðustu þrjú ár sem hafa að hans sögn farið sigurför um heiminn. „Núna er stanslaus straumur af útlendingum sem koma til okkar að kaupa. Svo erum við einnig með verslun á netinu sem við auglýsum í Atlantica, bæklingum Icelandair,“ segir hann og bætir við: „Margt fólk pantar hjá okkur úr í gegnum netið og við sendum vöruna út um allan heim. Til dæmis er fullt af ís- lenskum úrum í Ástralíu.“ Hönnunin er öll í höndum Ís- lendinga og smíðar Gilbert úrin úr hlutum sem eru sér-framleidd- ir í verksmiðjum í Sviss og Þýska- landi. Sigurður Gilbertsson, sonur hans, Júlíus Heiðarsson og Grím- kell Sigurþórsson hanna úrin og öskjurnar, en íslenskur listamaður hefur auk þess grafið í þær. Úrsmíðin og frágangurinn tekur rúman hálfan mánuð. „Eftir að við fáum alla hlutina byrjum við að raða saman. Svo fer úrið í alls konar prufur, meðal annars í tæki sem líkist því að vera með úr á hendi og þar er það í tíu til fjór- tán daga.“ Gilbert verður svo með nýja línu til sölu í desember. „Þetta eru tíu karlmannsúr. Aðeins tíu verða gerð og hafa níu þegar verið pönt- uð.“ - aóv Sigurför um heiminn Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmiður og Sigurður Gilbertsson hönnuður. Aðeins tíu úr verða búin til og er þegar búið að panta níu. Úrið kostar 1,3 millj- ónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Glófi ehf. er stærsti prjónavöruframleiðandi á Íslandi. Helstu framleiðsluvörur fyrirtækisins eru sokkar, vettlingar, húfur, hárbönd, treflar og sjöl. Einnig alls kyns flíkur úr íslenskri ull svo sem slár, peysur og kápur ásamt ýmsum vörum úr íslensku lambaskinni. Eigendur fyrirtækisins eru þeir Logi A. Guðjóns- son og Páll Kr. Pálsson en Logi hefur verið viðriðinn prjónaiðnaðinn síðastliðin 40 ár og upplifað bæði upp- sveiflu og miklar lægðir. Um þessar mundir segir hann mikinn meðbyr með íslenskri prjónaframleiðslu. „Iðnaðurinn var um það bil að líða undir lok rétt fyrir síðustu aldamót, eða um það leyti sem við keypt- um Glófa, enda margir af fyrri eigendum komnir á efri ár. Við keyptum nokkur bitastæðustu fyrirtækin og reyndum að púsla þeim saman í heildstæða lífvæn- lega einingu. Nú fer starfsemin fram á þremur stöðum. Á Akureyri er framleiðsla á smávörum og mokkavörum. Á Hvolsvelli eru flíkur og stærri vörur framleiddar og í Kópa- vogi er sölu- og markaðsstarfsemin til húsa,“ segir Logi. Hann segir mikla aukningu í allri starfsemi fyrirtækisins, bæði eigin framleiðslu og framleiðslu fyrir aðra og þá einkum hönnuði og tísku- verslanir. Auk þess selur Glófi af- urðir sínar, sem framleiddar eru undir merkinu Varma of Iceland, hjá hinum ýmsu smásölukeðjum og sérverslunum bæði hér heima og erlendis. - ve Meðbyr með prjónavöru Logi, framkvæmdastjóri Glófa, hefur verið viðriðinn prjóna- iðnaðinn síðastliðin 40 ár en hér er hann ásamt Pamelu J. Svavarsson, sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Glófi framleiðir sjöl, húfur, vettlinga og trefla í úrvali. Á ráðstefnunni Hönnum framtíðina! í Iðnó í dag verður vöngum velt yfir nýsköpun í hönnun. „Hefði ég ekki orðið rithöfundur væri ég sennilega arkitekt en þegar ég var yngri að velja mér ævistarf ríkti kreppa og þá las ég í viðtali við Steve Christer, arkitekt ráðhússins við Tjörnina, að hann hefði teikn- að einn bílskúr síðan hann teikn- aði ráðhúsið. Ég veit ekki hvort það voru ýkjur, en fannst þá liggja bein- ast við að fara að skrifa. Þannig er maður líka frjálsari og getur byggt sína loftkastala án þess að setja traust sitt á verktaka,“ segir rithöf- undurinn Andri Snær Magnason, einn sjö frummælenda í Iðnó í dag. „Undanfarin ár hef ég deilt skrif- stofu með arkitektum og þeir plat- að mig til að taka þátt í hönnunar- keppnum með sér. Þannig hef ég getað nært þennan áhuga um leið og við höfum unnið nokkrar keppn- ir, eins og Krikaskóla sem nú rís í Mosfellsbæ og Íslandsbankakeppn- ina um endurhönnun fallega frysti- hússins á Kirkjusandi,“ segir Andri Snær, sem í hlutverki rithöfundar hefur einnig mikla skoðun á bóka- hönnun. „Hönnun og nýsköpun hverfa oft fyrst þegar slaknar á atvinnulífinu, en eru þó lykill að endurreisn í alls kyns greinum. Á sama tíma snýst þróunin við og í stað þess að hanna eftir pöntun, þurfa hönnuðir að ger- ast uppfinningasamir á nýsköpun,“ segir Andri Snær og bætir við að 90 prósent nýrra íbúða nú séu eft- iröpun og lítil sem engin hönnun í gangi. „Nú þurfum við að endurhugsa borgarlandið okkar, því borgin fór algjörlega úr böndum í bullinu. Mikið af nýuppbyggðum hverfum eru ekki eins vel gerð og við hefð- um viljað gera þau og því þurf- um við að endurmeta hlutina, svo þeir standist tímans tönn og séu til sóma,“ segir Andri Snær og minnir á að borgin hafi oftast byggst upp á góðæristímum, en í kjölfarið komið svo djúpar lægðir að menn geti vart ímyndað sér að byggt verði aftur í Reykjavík. „Og svo verða menn svo fegnir þegar eitt hús verður byggt að þeir gera engar kröfur og þannig varð Borgartún til. Þá fær verktakinn svo mikil völd að hann byggir eftir eigin höfði og sveitarfélögin þora ekki að standa í lappirnar vegna innbyrðis samkeppni um verkefni. Þannig hefur myndast vítahringur sem við þurfum að komast út úr,“ segir Andri Snær sem í fyrirlestri sínum ætlar einnig að róa á önnur mið. „Við eigum svo margt til, sem nú er tími til að sinna; hvort sem það er vetrarferðamennska eða sérstaða okkar í forngripum. Nú er tímabært að huga að framsetningu á menn- ingar- og náttúruarfi okkar, sem enn hefur ekki verið gert gagnvart skólakerfi og í söfnum. Þjóðminja- safnið er flott, en öll náttúruvísindi eru enn óframsett, sem og fram- setning á handritum Íslendinga, sem ætti að vera á miklu stærra sviði; eitthvað í ætt við Smithsoni- an-söfnin. Nú er því góður tími til að vera viðbúin þegar við getum farið að byggja aftur og hafa þá einhverja sýn. Því við höfum farið óhannaðar leiðir inn í framtíðina og því miður ekki ólíklegt að tekin verði Hringbrautarnálgun á næstu stórframkvæmd, því skortur er á vinnu fyrir vélar og verktaka. Ein- göngu af því við höfðum aldrei tíma til að hugsa.“ Ráðstefnan Hönnum framtíðina! stendur frá 16 til 18 í dag. - þlg Spekingar hanna framtíðina Andra Snæ Magnasyni rithöfundi fannst skynsamlegt að kveðja arkitektadrauminn og hefja ritstörf þegar arkitektar höfðu úr litlu að moða í síðustu kreppu. FRÉTTABLAÐIÐ/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.