Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 20. nóvember 2008 45 Madonna, sem opinberaði skilnað sinn við Guy Ritchie nýverið, hefur ráðið Britney Spears frá því að gifta sig aftur. Britney kom fram á Sticky and sweet-tónleik- um Madonnu á dögunum og samkvæmt heimildum vefsíðunn- ar Absolutenow.com áttu söng- konurnar í áhugaverðum sam- ræðum baksviðs. Þegar Britney spurði Madonnu hvort hún myndi giftast aftur, sagðist hún ekki ætla að ganga aftur upp að altarinu og sagði Britney að gleyma hjónabandi. Slíkt virkaði einfaldlega ekki fyrir konur í þeirra stöðu. Sjálf hefur Britney ekki góða reynslu í þeim efnum, því hún var gift fyrrverandi skólafélaga sína í 55 klukkustundir áður en hún giftist Kevin Federline, en þau skildu í fyrra. Ráðleggur Britney GIFTIST EKKI AFTUR Madonna tjáði Britney Spears á dögunum að hún ætl- aði ekki að ganga aftur í hjónaband. Chris Martin, söngvari hljóm- sveitarinnar Coldplay, vill ekki verða gömul rokkstjarna. Söngvaranum, sem er 31 árs í dag, finnst ekki að hljómsveitir eigi að halda áfram eftir að meðlimir þeirra verða 33 ára. Hann vill hætta í tónlistinni á næsta ári, áður en honum finnst hann verða of gamall og segir Coldplay því ætla að koma fram á ótal stöðum næsta árið. Nýjasta plata þeirra Viva La Vida or Death komst á topp sölulista í 36 löndum, en Chris vill þó meina að eina ástæðan fyrir því að hljómsveitin er ein sú vinsælasta í heimi í dag, sé að aðrar stórsveitir eru í fríi. Coldplay að hætta? STUTT EFTIR Chris Martin finnst að hljómsveitir eigi að hætta eftir að meðlimir þeirra verða 33 ára, en hann er sjálfur 31 árs í dag. „Við höfum haldið mán- aðarleg tónleikakvöld undir nafninu Weirdcore þar sem við höfum safn- að saman þeim sem eru að gera eitthvað að viti í rafmúsík,“ segir Svein- björn Þorgrímsson, Biog- en. „Okkur fannst kom- inn grundvöllur til að stíga næsta skref og gera safnplötu. Og miðað við ástandið í plötuiðnaðin- um fannst okkur sniðug- ast að gefa plötuna bara á netinu. Aðalmálið fannst okkur að kynna músíkina og segja: Halló, hér erum við!“ Á plötunni eru ellefu lög, bæði með þeim sem tekið hafa þátt í Weirdcore-kvöldunum og andlega skyldum vinum og kunningjum. „Við eigum marga tón- listarmenn á heimsmæli- kvarða og svo er þetta líka grundvöllur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor. Okkur fannst mikilvægt að halda utan um þetta og koma þessu af stað, enda eru raftónlistarmenn ekki þekktir fyrir að vera mjög framkvæmda- glaðir,“ segir Svein- björn. Meðal flytjanda eru Plastik, Skurken, Tonik, Bix og Dr. Mister. Plötunni má hlaða niður ókeypis af netfanginu www. weirdcore.com. Ókeypis rafmúsik HALLÓ, HÉR ERUM VIÐ! Sveinbjörn Biogen stendur á bakvið safnplötuna Weirdcore. Þriðja sólóplata Beatmakin Troopa, Search For Peace, er komin út. Hljómsveitin er hugarfóstur Pans Thorarensen sem gaf á síðasta ári út plötuna Parallel Island með föður sínum Óskari. Search For Peace átti fyrst að koma út í janúar, svo í sumar en núna lítur hún loksins dagsins ljós. „Ég held ég hafi útbúið sex útgáfur af þessari plötu áður en hún var gerð til að fá heildina og loksins small þetta saman,“ segir Pan. „Það verður að vera rosaleg heild á svona plötu til að hún virki.“ Bætir hann við að hann eigi nú 60 til 70 lög á lager sem hann ætlar að nota í hin ýmsu verkefni í framtíðinni. Afslappaður hiphop-stíll með djössuðu ívafi er í fyrirrúmi á plötunni, sem Pan segir nokkurs konar framhald af Peaceful Thinking sem hann gaf út fyrir þremur árum. „Ég held að það vanti alltaf einhverjar svona plötur á klakann og ég held að hún komi á réttum tíma.“ Framundan hjá Pan er útgáfuhóf í Salt- félaginu á laugardagskvöld. Eftir áramót stefnir hann síðan á að kynna plötuna erlendis með hugsan- lega útgáfu í huga. - fb Heildin skiptir höfuðmáli PAN THORARENSEN Tónlistarmaðurinn Pan Thorarensen hefur gefið út plötuna Search for Peace undir nafninu Beatmakin Troopa. Bólgu í munni og hálsi má lina með því að... Stíflaðar nasir má lina með því að... Þegar maður er með kvef og særindi í hálsi er almennt gott að... Otrivin auðveldar þér andardrátt þegar þú ert með kvef! Strepsils, við særindum í hálsi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.