Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 58
46 20. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is N1-deild karla í handbolta Akureyri-Haukar 22-34 (10-15) Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggson 7/1 (19/2), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (5), Jónatan Magnússon 3 (8), Oddur Grétarsson 3 (7), Anton Rúnarsson 3/1 (9), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (3), Andri S. Stefánsson (2), Atli Ingólfsson (2). Varin skot: Hafþór Einarsson 11/37 30%, Hörður Flóki Ólafsson 5/13 62% Hraðaupphlaup: 3 (Oddur 2, Heiðar) Fiskuð víti: 3 (Andri, Atli, Hörður) Utan vallar: 10 mínútur Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/2 (10), Andri Stefán 7 (11), Kári Kristján Kristj- ánsson 6 (7), Einar Örn Jónsson 6/2 (9), Freyr Brynjarsson 3 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (2), Elías Már Halldórsson 2 (8), Arnar Pétursson 1 (1), Pétur Pálsson (1), Gísli Jón Þórisson (1), Gunnar Berg Viktorsson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 13/30 43% , Gísli Rúnar Guðmundsson 7/12 58% Hraðaupphlaup: 2 (Elías, Einar) Fiskuð víti: 4 (Einar 2, Sigurbergur, Kári) Utan vallar: 14 mínútur Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, góðir en misstu tökin um tíma. Vináttulandsleikir í fótbolta Malta-Ísland 0-1 - Heiðar Helguson (65.) Þýskaland-England 1-2 Patrick Helmes (63.) - Matthew Upson (23.), John Terry (84.) Holland-Svíþjóð 3-1 Van Persie (33. & 50.), Dirk Kuyt (90.) - Kim Kallström (51.) Írland-Pólland 2-3 Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn. Skotland-Argentína 0-1 - Maxi Rodrigues (8.) Úkraína-Noregur 1-0 Danmörk-Wales 0-1 - Craig Bellamy (77.) Grikkland-Ítalía 1-1 Theofanis Gekan (50.) - Luca Toni (54.) ÚRSLIT Iceland Express-deild kvk Haukar-Hamar 76-73 Stig Hauka: Slavica Dimovska 38 (6 stoðs., 4 stolnir), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 10 (13 frák.), Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Kristrún Sigur- jónsdóttir 7, Telma Björk Fjalarsdóttir 7 (7 frák.), Helena Hólm 4, María Lind Sigurðardóttir 2. Stig Hamars: Lakiste Barkus 20 (5 stoðs.), Julia Demirer 19 (14 frák., 4 varin), Fanney Lind Guð- mundsdóttir 8, Hafrún Hálfdánardóttir 8, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7, Íris Ásgeirsdóttir 6, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir 5. Slavica Dimovska skoraði sigurkörfuna um leið og leikurinn rann út og Haukar á toppinn. Keflavík-Valur 91-69 Snæfell-Grindavík 85-71 > Guðný Björk til Kristianstad Landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir hefur gert munn- legt samkomulag um að ganga í raðir sænska úrvals- deildarliðsins Kristianstad þar sem Elísabet Gunnarsdóttir, fyrrum þjálfari hennar hjá Val, er nú við stjórnvölin. „Mér líst bara mjög vel á þetta og það hjálpaði mér auðvitað að taka þessa ákvörðun að Beta sé þarna,“ segir Guðný Björk sem missti af öllu síðasta tímabili með Val vegna meiðsla. Hún kvaðst þó í samtali við Fréttablaðið vonast til þess að verða komin aftur í sitt besta form í byrjun næsta árs. En þrátt fyrir að vera aðeins tvítug þá var hún búinn að festa sig í sessi hjá A-landsliðinu þegar hún meiddist í apríl síðastliðnum. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson var tiltölulega sáttur með 1-0 sigurinn gegn Möltu við erfiðar vallar- aðstæður í gær en hefði þó viljað sjá íslenska liðið nýta betur yfirburði sína. Heiðar Helguson skoraði eina mark leiksins. „Ég var náttúrulega fyrst og fremst ánægður með að vinna. Við vorum reyndar með góð tök á leiknum og stjórnuðum honum ágætlega en hefðum í raun átt að skapa okkur fleiri afgerandi færi en við ef til vill gerðum. Hvað varðar það að halda boltanum innan liðsins þá var ég ekki alveg nógu sáttur en það var samt margt fínt í þessu og það verður að taka það fram að völlurinn var þungur og erfiður og það verður að taka það með í reikninginn,“ segir Ólafur. Íslendingar voru að mæta Maltverjum í annað skiptið í vináttulandsleik á þessu ári en fyrri leikurinn tapaðist á æfingarmóti á Möltu í byrjun febrúar. „Það er nú bara þannig að við eigum náttúrulega að vinna lið eins og Möltu og menn eiga að fara inn á völlinn með því hugarfari að við séum að fara að vinna og ætlum að stjórna leiknum og það gekk sem betur fer eftir núna,“ segir Ólafur. Nokkrir leikmenn fengu að spreyta sig sem lítið eða ekkert hafa verið að spila með landsliðinu undir stjórn Ólafs og hann var sérstak- lega ánægður með þeirra framlag í leiknum. „Sölvi Geir stóð sig mjög vel og vörnin reyndar í heild sinni. Ég notaði líka báða markverðina, Gunnleif og Árna Gaut, sem héldu náttúrulega hreinu og það er jákvætt. Garðar var að spila sinn fyrsta landsleik og kom líka fínn inn í leikinn og ég var ágætlega sáttur með hans framlag. Garðar leysti það hlutverk sem við vorum að skoða hvort hann gæti leyst og það var ánægjulegt að sjá,“ segir Ólafur. Næsti skráði landsleikur Íslands er í byrjun apríl í undan- keppni HM 2010 gegn Skotlandi. „Við erum að vinna í því að fá leik í febrúar fyrir það fyrsta og það er dálítið snúið en við vonum það besta. Síðan sjáum við til með seinni leikdaginn en hann er á miðvikudegi fyrir leikinn á laugardegi gegn Skotum,“ segir Ólafur að lokum. ÓLAFUR JÓHANNESSON: VAR FYRST OG FREMST ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ VINNA VINÁTTULANDSLEIKINN Í GÆR Við eigum náttúrulega að vinna lið eins og Möltu Þér er boðið að gerast félagi í öflugasta stuðningsmannaklúbbnum á Íslandi. Fyrir aðeins 2500 kr. árgjald færðu eftirfarandi: 4 glæsileg tölublöð af Rauða Hernum - tímariti Liverpoolklúbbsins Forgang í ferðir sem klúbburinn skipuleggur í samvinnu við Úrval / Útsýn Barmmerki klúbbsins Dagatal Glæsilega jólagjöf Fallegt og eigulegt félagsskírteini Afslátt á Liverpoolvörum í Jóa útherja Tækifæri til að láta gott af sér leiða í skemmtilegum félagsskap þar sem menn vinna að sameiginlegu áhugamáli Ertu orðinn félagi? Það er ekki eftir neinu að bíða - skráðu þig strax í dag! Vertu með í að gera stóran klúbb enn stærri. Nánari upplýsingar er að finna á www.liverpool.is FÓTBOLTI Sigurður Jónsson var í gærkvöld rekinn sem þjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgarden. Sigurður stýrði liðinu í tvö ár. Fyrra árið gekk vel hjá Sigurði en liðið hafnaði þá í fjórða sæti. Á þessu tímabili gekk allt á afturfótunum hjá Sigurði og félögum en liðið hafnaði í tólfta sæti og tapaði fimm síðustu leikjum sínum í deildinni. - hbg Breytingar hjá Djurgarden: Sigurður rek- inn sem þjálfari SIGURÐUR JÓNSSON Hefur lokið keppni hjá Djurgarden. HANDBOLTI Haukar sýndu styrk sinn með mögnuðum leik gegn Akureyri norðan heiða í gær. Þeir spiluðu frábæran handbolta og kafsigldu Akureyringa. Þeir unnu tólf marka sigur, 22-34. Fyrri hálfleikurinn var jafn fyrstu fimmtán mínúturnar, Haukarnir þó alltaf skrefi á undan. Í stöðunni 7-8 hrökk vörn Hauka í gang og Akureyringar skoruðu aðeins þrjú mörk út hálfleikinn. Haukar náðu upp þægilegu for- skoti sem fór mest í sex mörk. Það var lýsandi fyrir Akureyri að í stöðunni 10-15 þegar þeir voru tveimur mönnum fleiri í eina mín- útu skaut Árni Þór himinhátt yfir úr vítakasti og Oddur skaut svo í stöng úr hraðaupphlaupi í næstu sókn. Staðan 10-15 í hálfleik og eftirleikurinn auðveldur fyrir Hauka. Birkir gaf tóninn með tveimur vörslum í fyrstu sókninni og vörn Akureyrar var áfram léleg. Sama vörn og hefur verið aðalsmerki liðsins í vetur. Haukar skoruðu að vild og niðurlægðu Akureyringa á þeirra heimavelli. Lokatölur 22-24 og Haukar geta því brosað alla leið til Ungverjalands þangað sem þeir héldu í morgun. Haukar vildu fresta leiknum vegna mikils álags en Akureyri hafði ekki áhuga á því. „Við komum hingað trítilóðir. Við hefð- um viljað fresta leiknum en þeir helltu olíu á eldinn með því að vilja það ekki. Fyrir vikið förum við nánast beint út héðan. Við komum því bara bandbrjálaðir og sýndum hvað í okkur býr,“ sagði Birkir. Hann segir að engin þreytu- merki hafi verið á liðinu í þessum leik, en ástæðan fyrir því að liðið sé búið að tapa fjórum af átta leikjum í deildinni sé einfaldlega álagið. „Það er meira en að segja það að spila í Meistaradeildinni. Þessi ferðalög taka á, þau eru erfið og sitja í mönnum,“ sagði Birkir. Jónatan Magnússon var með svar á reiðum höndum aðspurður hvað gerðist hjá toppliðinu í leikn- um. „Það er nokkuð einfalt. Við gátum ekki spilað vörn, fyrir vikið fengum við enga markvörslu og við gátum ekki spilað sókn,“ sagði Jónatan og afgreiddi leikinn með einni stuttri setningu. „Það var bara keyrt yfir okkur, við áttum ekki möguleika. Þrátt fyrir að spila illa vorum við inni í leiknum framan af en svo spiluð- um við rassinn úr buxunum með óskynsamlegum leik. Haukarnir voru í öðrum gír en við, þeir eru með hörku lið. Það var leiðinlegt að svona fór fyrir framan frábæra aðdáendur,“ sagði Jónatan. Það vantaði ekki stemninguna í Höllina á Akureyri í gær. Tæplega 1.000 manns troðfylltu húsið en auk þess að bjóða upp á karlakór Akureyrar fyrir leik hafði félagið grafið upp trommuleikarann sem fór mikinn þegar KA varð Íslands- meistari síðast á gullaldarárum félagsins. Það dugði þó engan veginn til. Stemningin virtist mikil meðal leikmanna sem fyrr framan af en Haukar höfðu einfaldlega mikla yfirburði þegar kom að handbolt- anum. - hþh Brotlending hjá Akureyringum Topplið Akureyrar brotlenti harkalega í gær þegar Íslandsmeistarar Hauka komu í heimsókn. Það voru engin þreytumerki á Haukum en Akureyri spilaði sinn slakasta leik. Neitun um frestun kveikti í Haukum. STERKUR Kári Kristján Kristjánsson átti fínan leik fyrir Hauka á Akureyri í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Fjöldi vináttulands- leikja fór fram í gærkvöldi. Þar bar hæst stórleiki í Berlín og Glasgow þar sem B-lið Eng- lendinga skellti Þjóðverj- um, 2-1, og Argentína lagði Skota í sínum fyrsta landsleik undir stjórn Diego Armando Maradona. Hið meiðslum hrjáða lið Englands gerði sér lítið fyrir og lagði Þýska- land. Upson kom þeim yfir með skoti af stuttu færi og þannig stóðu leik- ar í hálfleik. Þjóðverjar jöfnuðu eftir um 20 mínútur í síðari hálf- leik eftir einstakan klaufa- skap hjá vörn og markverði Englendinga, Scott Carson. Það kom þó ekki að sök því John Terry tryggði gestun- um sigurinn með glæsi- legu skallamarki sex mín- útum fyrir leikslok og þar við sat. Það var sannkallað Maradona-æði í Glasgow er Diego Maradona stýrði arg- entínska landsliðinu í fyrsta skipti. Stoltið leyndi sér ekki fyrir leik hjá Mara- dona er hann stóð í göngun- um og gerði sig kláran í að uppfylla enn einn drauminn á sínum ferli. Frumsýning Maradona tókst vel því hans menn lögðu Skota, 0-1. - hbg England vann Þýskaland og Maradona byrjar vel: Draumabyrjun Maradona HETJURNAR John Terry og Matthew Upson fagna hér mark þess síðarnefnda í gær. Maradona sést síðan stoltur á hliðarlínunni hér að neðan. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.