Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 22. nóvember 2008 — 320. tölublað — 8. árgangur VAMPÍRUR OG VÆTTIR tískuhönnuðir sækja innblástur í gotneskar hryllingssögur 48 Þolir ekki Atla Bollason SNORRI HELGASON Í SPRENGJU- HÖLLINNI YFIRHEYRÐUR 36 LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu- stjóra rannsakar meint tugmilljóna króna peninga- þvætti. Tveir menn voru handteknir vegna málsins í gær, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst fóru menn úr efnahagsbrotadeildinni í húsleit í verðbréfafyrir- tækið Virðingu hf. í gær eftir að upp hafði komið grunur um ofangreint athæfi starfsmanns sem gegn- ir stjórnunarstöðu þar. Virðing hf. er verðbréfafyrir- tæki sem leggur áherslu á að þjónusta fag- og stofn- anafjárfesta. Fyrirtækið á engan hlut að máli. Umræddur starfsmaður hafði ekki verið hand- tekinn í gær, en í fyrirtækinu lögðu efnahagsbrota- deildarmenn hald á ýmis gögn til frekari rannsókn- ar á málinu. Grunur leikur á að um auðgunarbrot sé að ræða og síðan peningaþvætti. Tveir menn voru svo handteknir og yfirheyrðir í gær. Þeir eru ekki starfsmenn verðbréfafyrirtækis- ins, en eru grunaðir um að vera vitorðsmenn í hinu meinta auðgunarbroti og peningaþvætti. - jss Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra handtók tvo menn í gærdag: Grunur um milljóna peningaþvætti VÍÐA FROSTLAUST Í dag verður suðlæg átt. Hvöss með morgninum vestan til og á hálendinu annars hægari. Lægir í dag. Rigning á vest- urhluta landsins annars slydda eða snjókoma. Úrkomulítið í kvöld. VEÐUR 4 4 2 -2 2 5 Opið 10 -18 FÓLK „Ætli maður fylgi ekki bara Big Mac í framtíðinni,“ segir leikarinn Gísli Örn Garðarsson. Til stendur að framleiða leikföng í kringum stór- myndina Prince of Persia: Sand of Time sem hann leikur í um þessar mundir. Ef allt gengur að óskum verður Gísli því væntanlegur í líki illmennisins The Vizier í allar betri leikfangabúðir þegar kvikmyndin hefur verið frumsýnd sumarið 2010. Meðal mótleikara Gísla í myndinni er sir Ben Kingsley. Gísli segist hafa verið smeykur við atriðin með honum. „Ég hafði heyrt alls kyns tröllasögur af honum, að hann væri erfiður í umgengni. Þetta gekk hins vegar stóráfallalaust fyrir sig.“ -fgg/sjá síðu 62 Gísli Örn í stórmynd: Verður til sölu í leikfangabúðum Ellefu marka tap Fram Róbert Gunnars- son skoraði átta mörk í 38-27 sigri Gummersbach gegn Fram. ÍÞRÓTTIR 56 Keith Richards íslenskra rithöfunda Ólafur Gunnarsson gefur út skáldsögu sem gerist á hippaárunum FÓLK 32 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2008 ● HEIMILIÐ Gefi n fyrir gamla muni● INNLIT Litadýrðin ræður ríkjum● HÖNNUN Markaður í miðjum skógi Ge ð Á ils.is getur þú: VEÐRIÐ Í DAG FY LG IR Í D A G GRÆNLENSK SVEIFLA Það var líf og fjör í Norræna húsinu í gær þegar hátíðin suður-grænlenskir dagar var opnuð. Emil Guð- mundsson og Edda Lyberth svifu um gólfið en Jeremias Saninluniak fylgdist með, kátur á svip. Kristján L. Möller samgönguráð- herra setti hátíðina. Frekari kynning á Suður-Grænlandi verður í dag og hún hefst klukkan eitt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GÍSLI ÖRN GARÐARSSON Segja breytingar eftirlauna ekki ganga nægilega langt Þingmaður Vinstri grænna og varaþingmaður Samfylkingar segja breytt eftirlaunafrumvarp vera kattar- þvott. Í sama streng tekur forseti ASÍ. Formaður Samfylkingar segir breytingarnar taka helstu agnúa af. STJÓRNMÁL „Það kemur mér sann- ast sagna á óvart að þau skuli hafa þá ósvífni til að bera að voga sér að setja þetta fram – og það meira að segja í þjóðmenningarhúsinu,“ segir Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstri grænna og formað- ur BSRB, um breytingarnar á eftirlaunafrumvarpinu sem for- menn stjórnarflokkanna kynntu í gær. Samkvæmt þeim er aldurslág- mark þingmanna, ráðherra og hæstaréttardómara til eftirlauna hækkað úr 55 árum í 60 ár. Girt verður fyrir að þessir hópar njóti samtímis eftirlauna og launa frá ríkinu. Ennfremur er réttinda- ávinnsla þingmanna og ráðherra skert samkvæmt breytingunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir for- maður Samfylkingarinnar, segir að breytingarnar taki helstu agnúa af hinu umdeilda eftirlaunafrum- varpi. „Þau eru búin að liggja yfir því í tuttugu mánuði að reyna að finna út hvað þau komist upp með að skerða eigin sérréttindi lítið,“ segir Ögmundur. „Og þetta er niðurstað- an. Það liggur fyrir frumvarp í þinginu og hefur lengi legið, fyrst frá Valgerði Bjarnadóttur og nú frá þingflokki VG, um afnám þess- ara réttinda alveg. Að farið verði með þingmenn, ráðherra og svo- kalla æðstu embættismenn inn í almennt lífeyriskerfi starfsmanna ríkisins. Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum það er ekki gert.“ „Þetta er náttúrulega ekkert annað en kattarþvottur,“ segir Val- gerður Bjarnadóttir, varaþingmað- ur Samfylkingar sem lagði fram breytingar á eftirlaunafrumvarp- inu á síðasta þingi. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti yfir vonbrigðum í kvöldfrétt- um Sjónvarpsins yfir því að ekki hafi verið gengið lengra þannig að þingmenn og ráðherrar væru með sambærileg réttindi og aðrir opin- berir starfsmenn. „Fólk telur réttlætismál að þetta verði skoðað og nú hefur það verið gert svo ég vona að nú sé deilum um þetta mál lokið,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Ég er síðan alltaf tilbúinn að ræða það hvort færa eigi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna nær því sem gerist á almennum markaði.“ - jse/- hhs sjá síðu 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.