Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 8
8 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR 1. Hverjir hlupu naktir í kring- um Hallgrímskirkju í gær? 2. Hvaða stjórnmálamaður þykir líklegastur til að verða utanríkisráðherra Baracks Obama? 3. Hvaða íslenska hljómsveit mun hita upp fyrir Cold War Kids á tónleikaferð um Evrópu? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 62 UMHVERFISMÁL Skynsamlegast er að fella hvítabirni sem koma hing- að til lands í framtíðinni, að mati hóps sérfræðinga sem fjallaði um bjarnakomur hingað til lands. Tveir birnir gengu á land síð- asta sumar og voru þeir báðir felldir. Reynt var að ná síðari birn- inum lifandi til að flytja hann á ísbreiðuna, en fallið frá því þegar hætta þótti stafa af honum. Þeir sérfræðingar sem hópur- inn leitaði til voru á einu máli um að fella ætti hvítabirni sem kæmu hingað til lands. „Jafnvel var tekið það djúpt í árinni að eina rökrétta viðbragðs- áætlunin hér á landi ætti að vera að fella dýrin enda þau langt frá heimkynnum sínum, ógni öryggi og gætu mögulega verið sýkinga- valdur fyrir önnur dýr hér á landi,“ segir í skýrslunni. Hópurinn, sem skilaði niður- stöðum sínum í lok september, segir að talið sé að um 22 þúsund dýr séu í ísbjarnarstofninum. Vísað er til þess að birnirnir séu veiddir bæði á Grænlandi og í Kanada. Samtals eru veidd um 800 dýr á ári, þar af milli 50 og 60 á Grænlandi. Þá er bent á að birn- irnir sem rata hingað til lands séu yfirleitt í fremur slæmu ástandi, magrir og hungraðir. - bj Niðurstaða hóps sérfræðinga sem fjölluðu um hvítabjarnakomur síðasta sumar er afdráttarlaus: Skynsamlegast að skjóta hvítabirnina Margvíslegan lærdóm má draga af atburðum sumarsins, segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra. Hún segir lög skýr, hvítabirnir séu frið- aðir hér á landi, nema hætta sé talin stafa af þeim. Komið verður á laggirnar viðbragðs- hópi vegna komu bjarna hingað til lands. „Í hvert skipti sem hvítabirnir koma hingað til lands er það óvenjulegur atburður og ber að meta hvert og eitt skipti fyrir sig. Við vitum að það eru miklar líkur á því að fella þurfi skepn- una svo ekki stafi hætta af henni,“ segir Þórunn. Hún segir að koma verði á samstarfi við grænlensk yfirvöld og náttúruverndarsamtök vegna hvíta- bjarna. Ef fella þurfi dýr hér á landi eigi stjórnvöld að kaupa kvóta fyrir veiðum á birni frá Grænlandi, til að tryggja að ekki sé gengið of nærri stofninum. VILL KVÓTA FYRIR FELLDA HVÍTABIRNI VEIÐAR „Það sem er fréttnæmast af rjúpnaveiðinni þetta árið er að siðbót veiðanna hefur fest sig í sessi,“ segir Davíð Ingason, vara- formaður Skotveiðifélags Íslands. „Það er einfaldlega ekki lengur í tísku að stunda magnveiðar.“ Davíð segir að veiðin sé frekar dræm en töluvert sjáist af fugli, helst á Norður- og Austurlandi. Davíð segir að þeir veiðimenn sem hann hafi samband við séu á einu máli um að rjúpnaskyttur sætti sig við ráðlagða veiði upp á sjö til tíu fugla. „Þegar menn eru komnir með þessa veiði hætta menn einfaldlega. Þetta er mjög ánægjulegt og þessi siðbót sem við höfum barist fyrir undanfarin ár hefur náð eyrum manna.“ Davíð segir að líflegast sé á Austfjörðum og á Norðaustur- landi. „Menn hafa komist í stóra hópa í Djúpinu líka og í Eyjafirð- inum. Töluvert sást í Bröttu- brekku fyrir stuttu. Víðast hvar hafa veiðimenn getað glaðst yfir reitingi af fugli, en láta sér nægja að veiða í matinn fyrir sig og sína.“ Óvænt þróun hefur orðið í rjúpnastofninum að mati Náttúru- fræðistofnunar. Fækkunarskeið er afstaðið eftir aðeins tvö ár, kyrrstaða er um landið vestan- vert en á austari hluta lands er fjölgun í stofninum. Að mati stofn- unarinnar gætir hér hugsanlega áhrifa af þeirri miklu sóknar- skerðingu sem ákveðin var haust- ið 2006 en veiðidögum var þá fækkað í átján. Einnig er talið að veiðimenn hafi hlýtt hvatningu um að sýna hófsemi í veiðum. Náttúrufræðistofnun ráðleggur að heildarveiði á þessu ári fari ekki yfir 57 þúsund rjúpur. - shá Rjúpnaveiðin er frekar dræm en helst sjást stórir hópar fyrir norðan og austan: Magnveiði heyrir sögunni til RJÚPUR Í KJARNASKÓGI Yfirgnæfandi meirihluti veiðimanna sættir sig við að veiða í matinn fyrir sig og sína. FRÉTTABLAÐIÐ/KK H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 8 – 0 7 4 5 NOREGUR Norðmenn hafa þungar áhyggjur af áhuga Íslendinga á Evrópusambandsaðild og snýst umræðan einkum um það hvaða afleiðingar það hefði fyrir Norð- menn ef Íslendingar gengju í ESB. Strax og það gerðist myndi það skapa vandamál fyrir Norðmenn, að mati Janne Haaland Matlary, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann í Ósló, í norska blaðinu Aftenposten. Haft er eftir Percy Westerlund, sendiherra framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, að búast megi við að Íslendingar sæki um aðild að ESB jafnvel fyrir jól. Áhersla verði á snögga afgreiðslu og hugsanlega aðild strax árið 2010. „Fiskur verður á dagskrá samningaviðræðna og ESB hefur sínar kröfur sem hratt munu koma hreyfingu á norska hagsmuni. Ísland mun semja úr stöðu hins deyjandi manns, í raun sem þrotabú,“ segir Matlary í Aftenposten og veltir fyrir sér hvaða áhrif þetta hafi á norskan sjávarútveg sem sé ekki hluti af EES-samningnum. Matlary bendir jafnframt á að EES-samningurinn sem slíkur verði einnig fyrir áhrifum. Liecht- enstein hafi aðeins 34 þúsund íbúa og flokkist varla sem fullgildur aðili að samningnum. Norsk stjórnmál standi á þeim grunni sem EES-samningurinn gefi. Strax og Íslendingar sæki um í ESB komi brestir í þann grunn og það þurfi norskir stjórnmálamenn að horfast í augu við og ræða. Annars komi raunveruleikinn eins og köld vatnsgusa framan í þá. Åslaug Haga, þingmaður utan- ríkisnefndar stórþingsins, er sam- mála því að innganga Íslands í ESB hafi áhrif á sambandið milli Noregs og ESB og leggur til að Norðmenn geri tvíhliðasamning beint við ESB í staðinn fyrir EES- samninginn. Norðmenn eiga í samningavið- ræðum við ESB um framlög í þró- unarsjóð fyrir árin 2009-2013. ESB hefur krafist verulegrar aukning- ar en Norðmenn vilja draga úr þessum framlögum. Leiðarahöf- undur Dagbladet vill nota efna- hagsástandið á Íslandi, auknar líkur á uppsögnum í norsku atvinnulífi og hátt vaxtastig sem rök gegn fjárstuðningi EFTA-EES- landanna við þróunarsjóði ESB. Tæplega 70 prósent Íslendinga eru fylgjandi því að láta reyna á aðildarviðræður við ESB. Í Noregi er meirihluti kjósenda andvígur aðildarviðræðum. ghs@frettabladid.is ESB-aðild sem köld vatnsgusa í Noregi Norðmenn hafa áhyggjur af inngöngu Íslendinga í Evrópusambandið og afleið- ingum þess fyrir norska hagsmuni. Meirihluti Norðmanna er andvígur aðildar- viðræðum. Ísland gengur til samninga sem þrotabú, að mati norsks prófessors. KEMUR HREYFINGU Á NORSKA HAGSMUNI Norskur prófessor í stjórnmálafræði, Janne Haaland Matlary, telur að það komi sem köld vatnsgusa framan í norska stjórnmálamenn þegar raunveruleikinn og norsk innanríkispólitík mætast við inn- göngu Íslands í ESB. VILL ANNAN SAMNING Åslaug Haga, þingmaður utanríkisnefndar Stórþings- ins, vill gera tvíhliðasamning beint við ESB í stað EES-samningsins. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.