Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 12
12 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Í ÞÝSKALANDI Svanahirðar á ánni Alster í Hamborg í Þýskalandi höfðu nóg að gera nýverið þegar kom að árvissum flutningi svana yfir í upphitaða tjörn. Á sumrin eru þeir hins vegar á ánni. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Norska stjórnin tilkynnti á fimmtudag að hún hefði ákveðið að mæla með því að þingið staðfesti að keyptar skyldu bandarískar F-35 „Joint Strike Fighter“-orrustuþotur (JSF) í stað F-16-orrustuþotuflota norska flughersins, sem á að úrelda á árabilinu 2015-2020. Undirbúningur ákvörðunarinnar um þessi umfangsmestu hergagna- kaup Norðmanna í marga áratugi átti sér langan aðdraganda, en aðeins tveir framleiðendur enduðu með að taka þátt í útboðinu, Lock- heed-Martin sem framleiðir JSF- þotuna, og Saab-flugvélaverksmiðj- urnar sænsku sem buðu orrustuþotuna Gripen. „JSF er eina vélin sem uppfyllir allar kröfur sem við gerum. Hún mun eiga þátt í að tryggja öryggi á stórum hafsvæðum og hún er hag- stæðust í innkaupum, rekstri og endingartíma,“ sagði Jens Stolten- berg forsætisráðherra. Samkvæmt frétt Aftenposten er innkaupsverð hverrar JSF-þotu 18 milljarðar norskra króna, miðað við samning upp á kaup 48 þotna. „Líftímakostnaður“ hverrar slíkr- ar þotu – það er samanlagt inn- kaupsverð, vopnabúnaður, íhluta- framleiðsla, hugbúnaður, innviðir, útgerð og rekstur til 30 ára – er sagður nema 145 milljörðum norskra króna á verðlagi ársins 2008. Á núverandi gengi samsvar- ar sú upphæð 2.900 milljörðum íslenskra króna. Óánægja er með ákvörðunina í röðum Sósíalíska vinstriflokksins, flokks Kristinar Halvorsen fjár- málaráðherra. - aa Norska ríkisstjórnin gerir upp hug sinn um orrustuþotukaup: Bandaríska þotan hafði betur F-35 JSF „Það var ekki mögulegt að velja Gripen þar sem sú vél uppfyllir ekki kröfur okkar,“ sagði Stoltenberg. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Samfylkingin á frekar að hætta í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki en sætta sig við að krafa um flatan niðurskurð stefni velferðarkerfinu í hættu. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar félags Samfylkingar- innar í Garðabæ. Samfylkingin á að leiða hreinsun í stjórn- og fjármála- kerfinu og beita sér fyrir því að stjórn og bankaráð Seðlabankans víki. Þá verði að hraða rannsókn á hruninu og eðlilegt að allir sem ábyrgð beri, hvar í flokki sem þeir standa, axli sína ábyrgð, segir í ályktuninni sem samþykkt var á aðalfundi á miðvikudag. - bj Samfylkingin í Garðabæ: Niðurskurður óásættanlegur Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra segir ýmsar þreifingar í gangi við að flytja inn sjúklinga annars staðar frá. Til að mynda hefur danska blaðið Berlingske Tidende fjallað um áhuga lækna á að flytja hingað inn sjúklinga. Hér sé þjónustan góð og eftir efnhags- hrunið sé hægt að fá hér mun ódýrari þjónustu en í Danmörku. Guðlaugur segir að þessi verði gætt að fjölgun slíkra aðgerða bitni ekki á íslenskum sjúklingum og þeir muni ekki niðurgreiða þessa þjónustu. Þá geti fjölgun aðgerða haft í för með sér aukna hagkvæmi á ýmsum sviðum. Nefnir hann sem dæmi að hér á landi sé þekking og tækifæri til mun fleiri nýrnaígræðslna en nú er og fjölgun þeirra verði til þess að hver þeirra verði hlutfallslega ódýrari. Þá felist tækifæri í fjölgun á bæklunar- og augnaðgerðum. ÝMISAR ÞREIFINGAR Í GANGI Björn Zoëga, forstjóri lækn- inga, segir að möguleikar á útflutningi íslenskarar heil- brigðisþjónustu hafi verið til athugunar. Landspítalinn verði þó fyrst og fremst að huga að heimamarkaðnum. Svigrúm sé þó fyrir einhvern útflutning á þjónustu og sé þegar í gangi svo sem fyrir Færeyringa og Grænlendinga. Báðar þjóðirnar vilji að læknisverkum sem hægt sé að sækja hingað til lands sé fjölgað svo þjóðirnar þurfi í minni mæli að leita lækninga í Kaupmannahöfn. Grænlendingar hafi óskað eftir tvöfalt fleiri læknisverkum en þeir hafa áður fengið hér á landi. Þá sé von á hópi lækna frá Færeyjum í byrjun desember sem ætli að kanna aðstæður með það í huga að fjölga þeim verkum sem þeir geti sótt hingað til lands. „Við lítum okkur því næst fyrst,“ segir Björn. Hann bætir auk þess við að Íslendingar hafi gert nokkrar aðgerðir á offeitum Norðmönnum með góðum árangri og ábata fyrir íslenskt samfélag. FLEIRI NORÐURLANDABÚAR VILJA LÆKNINGU Á ÍSLANDI HEILBRIGÐISMÁL „Grunnur- inn hér á landi fyrir rann- sóknartengda heilbrigðis- þjónustu er geysilega góður. Það er ekki spurn- ing,“ segir Róbert Wess- man, fyrrverandi forstjóri Actavis og eigandi fjár- festingafyrirtækisins Salt Investments, sem vinnur að því að ná samningum við eina af leiðandi sjúkrastofnun- um Bandaríkjanna í rannsóknar- samstarfi við Háskólann í Reykja- vík og íslenskar heilbrigðisstofnanir. Róbert minnir á að samningum hafi ekki verið náð enn en von sé á ákvörðun innan tíðar. Heilbrigðis- stofnunin sé með fjóra aðra mögu- lega samningsaðila til skoðunar. Hann sé þó bjartsýnn enda Ísland löngum verið tengt heilbrigði auk fjölda annarra kosta málinu tengdu. Róbert fór ásamt konu sinni í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gær. Hann segir heimskóknina hafa verið tengda hugsanlegu verkefni. Það hafi þó einnig tengst því að hann hafi lengi haft áhuga á flestu því sem tengd- ist heilbrigðismálum. Hann og kona hans hafi til að mynda styrkt rannsóknarverkefni í tengslum við brjóstakrabbamein. Von sé á niður- stöðum úr því innan skamms. Sigurður Ýr Jens- dóttir, læknir á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja, hafi kynnt þeim aðstæður á stofnuninni. Róbert segir að náist samningar gætu atvinnu- skapandi tækifæri skapast á Íslandi. Eigi að stefna að því að fjöldi útlendinga leiti sér lækninga hér á landi og skapa efnhagslegan ávinning um leið þurfi að byggja upp starf sem þetta áður. Hann sagði erfitt að tjá sig nákvæmlega um hugmyndir að samstarfinu strax en þær væru á fremur víðtæku sviði. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu þarf að draga saman útgjöld í heilbrigðiskerfinu um tólf milljaða eða um tíu prósent af árs- veltu. Samkvæmt Víkurfréttum á Suðurnesjum þýðir niðurskurður- inn að Heilbrigðisstofnun Suður- nesja þurfi að draga saman kostnað um 200 milljónir, þá þurfi að loka skurðstofu auk þess sem þjónusta á fæðingardeild verði skert mjög. „Það væri mjög gleðilegt að koma að uppbyggingu starfs sem þessa hér á landi,“ segir Róbert og bætir við að það sé sérstaklega mikilvægt í ljósi stöðunnar sem nú blasir við íslensku samfélagi. karen@frettabladid.is Áhugi á heil- brigðisþjón- ustu á Íslandi Leiðandi sjúkrastofnun í Bandaríkjunum hefur áhuga á því að vinna víðtækt starf hér á landi. Ró- bert Wessman segir ýmis tækifæri geta skapast. BJÖRN ZOEGA RÓBERT WESSMAN Setti slys strik í þinn reikning? Við könnum rétt þinn á bótum! Slys breyta aðstæðum í lífi okkar og starfi. Fáðu greiddar þær bætur sem þú átt rétt á. Fulltingi þér við hlið / www.fulltingi.is / sími 533 2050 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.