Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 30
30 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI Við verðum einfaldlega að hætta að karpa um það hverjum vandinn sé að kenna. Hann er hvort eð er okkur öllum að kenna meira eða minna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þ að var Þorláksmessa og árið var 1968. Ég var 19 ára menntskælingur og mér fannst tilveran bæði óendanlega spennandi og ógnvekjandi í senn. Það var allsherjarverkfall í landinu og það var haldinn verkfallsfundur í Sigtúni, gamla sjálfstæðishúsinu, og síðan farið í kröfugöngu sem átti að fara upp Bankastrætið og Laugaveginn. Að mati skipuleggjenda átti þetta ekki að vera mikið mál því götunum tveimur var alltaf lokað fyrir bílaumferð á Þor- láksmessu. Þess vegna kom það okkur á óvart þegar við rákumst á fylkingu lögregluþjóna, sem náði yfir Banka- strætið á móts við númer 0, fjögurra manna djúpa. Við gengum upp að þess- ari einkennisklæddu girðingu og þegar við vorum komin innan seilingar létu lögregluþjónarnir í fremstu röð högg- in dynja á okkur með hnúum og vasa- ljósum en að öllum líkindum ekki með kylfum enda flestir eða allir þeirra gott fólk. Ég var við hliðina á Leifi Jóelssyni, rauðhærðum komma og æskulýðsfylk- ingarforkólfi. Hann var barinn í höf- uðið með stóru vasaljósi af myndar- legum lögregluþjóni sem bar viðurnefnið kótiletta en í þá daga þóttu kótilettur fínn matur. Leifur hlaut sár á hvirfilinn og það blæddi reiðinnar býsn úr honum. Ég fylgdi honum á Hreyfilsstöðina við rætur Arnarhóls og bað að hann yrði keyrður á slysa- varðstofuna. Fyrstu viðbrögð voru neitun vegna þess að hann myndi skíta út bílinn með blóði sínu en fljótlega stóð upp eldri maður og sagði: „Auð- vitað keyri ég hann upp á slysavarð- stofu, helvítis kommarnir ykkar.“ Þegar ég kom heim seint um kvöldið settist ég niður og orti ljóð um atburði dagsins. Ég var ofurliði borinn af til- finningum, það man ég, en lítið man ég af ljóðinu utan síðasta erindið sem var svona: Hugrekki vort okkar hrynjandi blóð Þeirra högg sem veitt´engum grið Verða stuðlar og rím sem við leggj- um í ljóð Um lífsins byltingu og frið. Þetta var fyrir 40 árum, næstum nákvæmlega 40 árum og við vorum hnípin fátæk þjóð og áttum greinilega í erfiðleikum með að skipta því litla sem við áttum milli fólksins í landinu. Og 40 árum síðar erum við hér og nú, hnípin þjóð í vanda. Bankarnir gjaldþrota og annað hvert fyrirtæki í landinu á leið í þrot. Það er býsna margt sem hefur gerst í sögu þessarar þjóðar síðan á Þorláksmessu 1968 og flest af því gott. Við lögðum hringveg- inn, kláruðum Hallgrímskirkju og ákváðum að láta hana standa. Við fórum að láta til okkar taka í tónlist úti í hinum stóra heimi. Við jukum frelsi í viðskiptum og urðum flinkari að ávaxta okkar pund. Og svo fórum við fram úr okkur sjálfum, langt fram úr okkur sjálfum. Óheppnar útrásarhetjur – brigðult regluverk Það er áleitin spurning hvers vegna bankarnir fóru á hausinn og við með þeim ofan í skítinn. Einfalda svarið við þessari spurningu er að bankakerfið hafi vaxið hagkerfi þjóðarinnar yfir höfuð. Flóknara svar er að við höfum enn einu sinni lent í vanda vegna þess að við sem þjóð eigum erfitt með að fara að reglum sem aðrir setja okkur og það sama eigi við um okkur sem einstaklinga. Því hefur gjarnan verið haldið fram að þessi anarkismi í sál- inni á forfeðrum okkar hafi verið ástæða þess að þeir tóku sig upp og fluttust yfir á eyjuna fögru við ballar- haf. Eitt er víst að einhverra hluta vegna dugðu ekki þær reglur sem hafa dugað öðrum þjóðum til þess að halda íslensku hagkerfi, íslenskum bönkum og íslenskum athafnamönnum innan marka. Þetta fór allt úr böndum og nú þegar horft er til baka lítur það út, sem við kölluðum útrás í augum útlendinga, sem víkingur þar sem við fórum mik- inn og víða og rændum og rupluðum, ældum upp í gestgjafa okkar og sví- virtum allt og alla. Þetta er ekki falleg Höfuðlausn Fyrir fjórum áratugum var íslenskt samfélag í vanda. Kári Stefánsson minnist þess að hafa fylgt félaga sínum alblóðugum upp á slysavarðstofu, eftir að lögreglan lamdi hann í höfuðið með vasaljósi á verkfallsfundi. Enn á ný erum við í vanda. Kári telur skeyt- ingarleysi um upplýsingaþörf fólksins lítið betra en barsmíðarnar fyrir 40 árum. En hvað er til ráða? mynd og ég held að hún sé alröng. Útrásarhetjurnar eru harðduglegt fólk og eiga hrós skilið fyrir afköst en að öllum líkindum ekki fyrir heppni. Nú hefur það hins vegar orðið að þjóðar- sporti að skammast út í þess pilta fyrir óheppni þeirra og það er sjálfsagt í lagi að skamma menn fyrir óheppni en það skilar ekki miklu í þjóðarbúið. Það sem brennur á okkur er hins vegar sú staðreynd að regluverkinu, sem átti að halda utan um starfsemi bankanna og í gegnum hana utan um fjárfestingar útrásarstrákanna, lánað- ist ekki að sjá til þess að áhættan sem þeir tóku væri á þeirra kostnað og þeirra einna en ekki allrar þjóðarinn- ar. Og þess vegna erum við í þeim vanda sem síst skyldi. Hættið að hlífa okkur Hvað er þá til ráða? Við verðum fyrst og fremst að læra af þessu. Einn lær- dómurinn er sá að það er alltaf best að rækta garðinn sinn heima hjá sér. Ef fjárfestingar erlendis ganga ekki upp skilja þær ekkert eftir í okkar samfé- lagi. Ef fjárfestingar í íslensku sam- félagi ganga ekki upp er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að úr rústum þeirra megi byggja eitthvað nýtt og betra. Útrásin var einfaldlega lang- oftast fjárfesting erlendis á fé sem var tekið að láni með veði í íslensku samfélagi. Og þetta þótti okkur flott meðan önnur samfélög lögðu mikið á sig við að draga að sér fjárfestingar í stað þess að hreykja sér yfir því að þær færu annað. Stjórnvöld verða að halda okkur vel upplýstum um hvað gerðist og hvað sé verið að gera í málunum. Það er réttur okkar, óyggjandi, að fá upplýsingar um það sem er að gerast meðan það er að gerast. Málið er nefnilega forsend- ur lífs okkar í þessu landi og okkar afkomenda. Það er of seint að tilkynna okkur þegar búið er að semja eða láta okkur lesa um örlög okkar í Financial Times. Ég er ekki í nokkrum vafa um að stjórnvöld eru að vinna í þessum málum af heiðarleika, dugnaði og útsjónasemi og ég er líka viss um að flæðið er svona lítið í upplýsinga- sprænunni vegna þess að stjórnvöld vilja hlífa okkur við erfiðum stað- reyndum. En þetta gengur bara ekki. Við viljum enga miskunn. Við viljum vita hvar við erum, hvert ferðinni sé heitið og hvernig menn ætla að kom- ast þangað. Við eigum rétt á því að vita þetta og óvissan og þögn stjórn- valda eru búin að baka ómælda reiði í garð þeirra sem síst skyldi eða þeirra sem eru að reyna að leysa vandann. Þessi þögn og skeytingarleysi um upplýsingaþörf fólksins er sínu verri en hnefahögg og vasaljós fyrir 40 árum. „Það var að flækjast fyrir mér“ Að vissu leyti minnir þessi þögn stórn- valda á þær aðferðir sem skurðlæknar á fyrri hluta síðustu aldar beittu í sam- skiptum við sjúklinga. Sjúklingurinn kom og var skoðaður og síðan skorinn upp og vissi gjarnan ekki hvers vegna eða við hverju. Ég varð fyrir því þegar ég var fimmtán ára að rífa á mér liðþófa á hægra hné og lenti inni á spítala þar sem ein af hetjum íslenskrar læknis- fræði skar mig upp til þess að laga þetta. Í þá daga var gert að liðþófum með því að opna inn á liðinn og því fylgdi rúmlega í allt að þrjár til fjórar vikur. Í dag er þessi aðgerð hins vegar gerð í gegnum liðsjá og menn geta sippað og farið í parís nokkrum dögum síðar. Slíkar hafa verið framfarir læknisfræðinnar á síðustu fimmtíu árum. Meðan ég var á spítalanum lá ég á sex manna stofu og kynntist alls konar karakterum sem deildu henni með mér um lengri eða skemmri tíma. Einn af þeim var maður milli tvítugs og þrítugs sem var lagður inn vegna kviðslits og skorinn upp. Nokkrum dögum eftir aðgerðina staulaðist hann í fyrsta skiptið fram á salerni og kom til baka í miklu uppnámi. Hann hafði greinilega gert uppgötvun sem honum líkaði heldur illa. Hann hringdi á hjúkrunarkonu. Á þeim tíma voru allar hjúkrunarkonur konur og enginn hafði heyrt heitið hjúkrunarfræðing- ur, hvað þá fest það á pappír. Þegar hjúkkan kom krafðist strákur þess að fá að tala við lækninn sem hafði skorið hann upp en hann hafði ekki sést síðan á aðgerðardaginn. Seint og um síðir kom skurðlæknirinn sem var eldri maður með fingur eins digra og úlnlið- irnir á mér. Hann gekk rakleitt að rúmi stráks og sagði svo hátt að allir á stofunni heyrðu: „Ég tók úr þér annað eistað í leiðinni, það var að flækjast fyrir mér í aðgerðinni.“ Rétturinn til að fylgjast með Ég held að það skipti íslenska þjóð miklu máli að hún vakni ekki eftir þær efnahagslegu björgunaraðgerðir sem stjórnvöld standa fyrir og átti sig á því að það sé búið að fjarlægja úr henni líf- færi án þess að hún hafi verið vöruð við. Það má vera að það þurfi að fjar- lægja úr okkur líffæri meðan á aðgerð- unum stendur en við viljum ekki þurfa að komast að því þegar við loksins staulumst á fætur. Við viljum treysta stjórnvöldum, við erum í þeirra liði, við viljum fá að taka þátt, við viljum fá að fagna þegar vel gengur og ausa með stjórnvöldum þegar gefur á bátinn. En til þess að svo megi vera verða stjórnvöld að deila með okkur öllu því sem þau vita, vilja og ætla. Við getum tekið því, við eigum rétt á því. Þetta á líka við þegar stjórn- völd vita ekki. Við þurfum að vita það svo við getum stutt þau í óvissunni. Stjórnvöld þurfa líka það aðhald sem felst í því að fólkið í landinu fylgist með. Án þess aðhalds er hætta á því að það sem rísi úr öskunni verði ekki þjóðin sem slík heldur sukkið og svall- ið í höndum þeirra sem gerðu út á veik- leika hennar fyrir hrunið. Eignarhald á fjölmiðlum landsins gerir það að vísu að verkum að það er erfitt að koma óbeygluðum fréttum af ástandinu til fólksins í landinu. Það vill nefnilega svo til að fyrir utan ríkisút- varpið eru allir fjölmiðlar landsins í eigu þeirra sem eiga hvað mest undir því hvernig sagan er sögð. Ég er alls ekki að halda því fram að eigendur fjölmiðlanna séu viljandi að fikta í sögu líðandi stundar en vegna þess hvað þeir eiga mikið undir er á stund- um erfitt að taka fjölmiðla þeirra alvarlega. Erum þar sem við erum Við verðum einfaldlega að hætta að karpa um það hverjum vandinn sé að kenna. Hann er hvort eð er okkur öllum að kenna meira eða minna. Sumir kreistu þúsund milljarða út úr banka- kerfinu, sem er glæpsamlega há upp- hæð, aðrir dáðust að þeim fyrir það. Og engum tókst að gera nokkurn skap- aðan hlut við því. Við erum þar sem við erum án tillits til þess hverjum það er að kenna. En staðurinn sem við erum á er vondur að flestra mati og við kom- umst ekki á betri stað með því að troða á sökudólgum. Við gerum það með því að snúa saman bökum, þjappa okkur saman, hlúa hvort að öðru, yrkja jörð- ina, stunda sjóinn og gera út á hugvit ungs fólks. Þetta kunnum við, þetta getum við. Eins og stendur er myrkur úti og það eru alls konar skepnur í svölulíki fyrir utan gluggann okkar með hávaða og læti. Okkar verkefni er að hundsa þær eða hrekja þær í burtu og einbeita okkur að því að vinna okkur inn réttinn til þess að halda því höfði sem á herð- um okkar situr. Höfundur er forstjóri Decode. Ég held að það skipti íslenska þjóð miklu máli að hún vakni ekki eftir þær efnahags- legu björg- unaraðgerðir sem stjórn- völd standa fyrir og átti sig á því að það sé búið að fjarlægja úr henni líf- færi án þess að hún hafi verið vöruð við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.