Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 32
32 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Þ ar sem tveir Íslend- ingar koma saman í dag er fyrsta mál á dagskrá að tala um kreppuna. Ólafur er ekki fyrr búinn að leggja leðurfrakkann á stólbakið en að ég spyr hann: Ertu búinn að vera duglegur að mæta í mót- mælin á Austurvelli? „Ég er búinn að mæta, já,“ svarar hann. „Mér finnst samt eins og þetta hafi keyrt einhvern hring. Í þriðju mótmælunum var heit og ekta mótmælastemning, en síðast hefði nú mátt gera góðan bisness með pulsuvagn þarna og blöðrusölu. Stemningin var dálítið breytt. En við skulum sjá hvað verður.“ Manstu eftir öðru eins ástandi og við erum í núna? „Tja, ég man eftir ástandi eins og til dæmis árið 1956. Þá var bölv- uð kreppa hérna og ég man eftir smjörlíkis-miðum sem mamma fór með í búðir. Ég átti heima í húsi sem stóð á horni Lindargötu og Frakkastígs og þar sem Lind- argöturíkið var var ávaxtaeinka- sala ríkisins. Um jól, þegar epli og appelsínur komu, voru karl- arnir að taka af bílunum og stund- um dúndruðu þeir kassa og kassa yfir vegginn og inn í portið hjá okkur. Þá braust maður úr kjall- aranum og dró herlegheitin inn. Karlarnir gripu svo í tómt seinna þegar þeir ætluðu sjálfir að sækja góssið.“ Ertu reiður? „Ég var það ekki í byrjun, en þetta er aðeins farið að fara fyrir brjóstið á mér núna. Við Íslend- ingar höfum alltaf vitað sjálfir hvernig við erum. Við höfum alla tíð verið með buxurnar á hælun- um og allt gengið upp og niður. Við höfum þetta fræga mottó: Þetta reddast. Hitt er svo annað mál að veröldin hefur ekki vitað af þessu áður. Nú veit allur heim- urinn. Maður sem var að koma frá Kóreu sagði mér að þar vissu allir um ástandið hérna. Þeir höfðu reyndar ekki hugmynd um hvar Ísland er á landakortinu. Við erum því orðin allrækilega heimsfræg fyrir slóðaskapinn.“ Hvað gerðist eiginlega? „Nú, ef menn hleypa tígrisdýrinu út úr búrinu er frekar líklegt að það labbi ekki bara um og sleiki fólk í notalegheitum.“ Ekki í röðinni Finnst þér þá ástæða til þess núna að þú sem skáld látir til þín taka í þjóðfélagsumræðunni? „Mín afstaða til þjóðfélagsum- ræðna hefur verið sú að mér hefur leiðst hún. Ég man að faðir minn, sem átti mig þegar hann var um sextugt, horfði stundum á pólitískar umræður í sjónvarpi. Þegar vaðallinn hafði staðið lengi sagði hann: Hvernig endast mennirnir til að halda þessu áfram? Eftir að allar fréttir og blöð urðu full af því að einhver væri að selja hlutabréf fyrir tvo milljarða og kaupa þau síðan aftur daginn eftir, fannst mér þetta orðið mjög einhæft. Ég var hálfpartinn orðinn heyrnarlaus fyrir þessu. Ég hafði ekki smekk fyrir að taka eftir þessu og skipta mér af því.“ Málið er, finnst mér, að þeir sem höfðu ekki brennandi áhuga á að græða peninga misstu af stemn- ingunni. Og ef maður gagnrýndi þetta ástand hljómaði maður eins og einhver afturhaldskommatitt- ur, eins og það var kallað. „Já, einmitt, eins og einhver gamaldags leiðindapúki. Ef þannig vildi til að mér var boðið í kokkteilpartí sá ég oft að það voru fimmtán metra raðir að bíða þess að taka í hendurnar á þess- um körlum.“ Þú hefur ekki farið í röðina? „Nei, og ég segi nú bara eins og Keith Richards sagði þegar hann var að pæla í allri þeirri aðdáun sem Maharishi Yogi fékk: I‘m proud of that I never bowed my head to that shit.“ Ferskleikinn Þannig að þú ert hálfgerður Keith Richards íslenskra rithöfunda? „Ég skal ekkert um það segja.“ Það er allavega meira rokk í nýju bókinni þinni en öllum hinum til samans, er það ekki rétt? „Jú, jú. En ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um rokktón- list. Ég man vel eftir þeim áhrif- um sem það hafði á mig að kaupa fyrstu tveggja laga plötuna með Stones. Þá kom allt fyrst í Fálk- ann, jafnvel fyrr en í búðir í Eng- landi. Ég veit ekki hverslags díl Fálkinn hafði eiginlega. Maður var alltaf reddí steddí þarna upp- frá. Frændi minn, Björn Björns- son, var áskrifandi að Melody Maker og NME og varð síðar tón- listarmaður, trommaði með Pónik lengi. Við ætluðum að stofna band og ég átti að verða söngvari. Þegar við vorum aðeins byrjaðir að æfa barst honum tilboð um að vera með í Oríon. Það er ekki nema svona mánuður síðan hann sagði við mig: Mikið djöfulsins svikari var ég að rölta yfir í Oríon og skilja þig einan eftir. Þannig fokkaðist minn hljómsveitarfer- ill upp, en tónlistaráhuginn var samt kominn til að vera. Fersk- leikinn var svo gífurlegur. Ég get enn þá fundið tilfinninguna af þessum ferskleika sem Stones og Bítlarnir komu með, svo ég tali nú ekki um þegar Zeppelin komu með sína fyrstu plötu. Þetta varð til þess að ég varð fastakúnni í plötubúðum og hélt lengi áfram að fylgjast með. Ég var hrifinn af Guns N‘ Roses og Metallica.“ En ferskleikinn er löngu farinn, eða hvað? „Ef maður setur Metallica á fón- inn og græjurnar í botn þá er það kannski ekki það sama og þegar maður var fimmtán, en það er helvíti gott engu síður. Ég á tvo unga syni sem voru alveg að gera út af við föður sinn með rappi. Rappið er kannski það eina sem ég hef ekki fílað í botn. Þeir búa beint fyrir ofan hausinn á mér í timburhúsi. Einn daginn þagnaði rappið og það kom sex vikna þögn. Svo einn góðan veðurdag: Zeppelin á fullu!“ Stórfengleg list Að Dimmum rósum aftur. Í bók- inni kýstu að blanda saman sagn- fræðilegum staðreyndum og upp- diktuðum. „Já, ég tók mér það bessaleyfi að mixa aðeins upp úr þessum heimi. Þetta er jú skáldsaga, ekki hart heimildarverk. Það gaf mér líka frjálsari aðkomu að verkefninu. Ég gat leikið mér aðeins með þetta. Gerði það sem mér hugn- aðist. Ég hélt mig svona 95 pró- sent við það sem ég mundi, til dæmis af Zeppelin-tónleikun- um.“ Hvað spilar tímabilið stórt hlut- verk í sögunni? „Nokkuð stórt, en það má svo sem segja að flestar sögur – ef þær hafa sammannleg gildi – geti gerst á öllum tímum. Rokktíma- bilið hugnaðist mér vel til að segja þessa sögu því þar leið mér vel. Maður vinnur í því formi sem maður er hamingjusamur og glað- ur í.“ Og rokkið, það lekur af blaðsíðun- um? „Já, og enn þann dag í dag finnst mér ekki nægur skilningur á því hversu merkileg list þetta er. Mér finnst þetta svo stórfenglegt. Eins og kemistrían hjá Zeppelin þegar þeir voru á toppnum. Þetta er stórfengleg list í sinni blöndu og kemistríu. Þetta er Picasso.“ Allt kemur þetta frá Bandaríkjun- um upphaflega. Þú ert frekar ameríkanseraður í áhugamálum þínum, Kádiljákarnir og ferðin sem þið karlarnir fóruð um Route 66. „Jú, jú, en ég hef alltaf verið mjög hallur undir Rússana líka. Dos- tojevskí, Tolstoj og þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er opinn fyrir öllum kúltúráhrifum. En ég er samt skíthræddur við Evrópusambandið. Eins og stend- ur í Egilssögu: Konungsgarður er víður inngöngu en þröngur útgöngu. Var það ekki í fréttun- um í vikunni að Evrópusamband- ið hygðist engar tilslakanir gera vegna fiskimiðanna? Vilja Íslend- ingar missa sjálfstæðið? Einhver fugl stakk upp á því að við ættum að breyta stefnu sambandsins hvað varðar þessi mál þegar við værum gengin í það. Hver viti- borinn maður hlýtur að sjá að þetta er brjálsemi; svipuð heim- speki eins og að segja að gott væri að komast í helvíti vegna þess að maður gæti haft svo góð áhrif á djöfulinn.“ Ef maður setur Metallica á fóninn og græjurnar í botn þá er það kannski ekki það sama og þegar maður var fimm- tán, en það er helvíti gott engu síður. VIÐ ÍSLENDINGAR HÖFUM ALLTAF VERIÐ MEÐ BUXURNAR Á HÆLUNUM Veröldin hefur bara ekki vitað af þessu fyrr en núna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Keith Richards íslenskra rithöfunda Út er komin Dimmar rósir, ný skáldsaga Ólafs Gunnarssonar. Hún gerist á hippaárunum, í forgrunni er ungt fólk og löðrandi rokk. Tónleikar Led Zeppelin í Höllinni 1970 spila til að mynda stóra rullu. Dr. Gunni hitti Ólaf yfir flatkökum á BSÍ. ÓLAFUR GUNNARSSON - BEST Í HEIMI Besta platan: Led Zeppelin 1 Besta lagið: Gimme Shelter af plötu Rolling Stones, Let it Bleed. Bestu tónleikarnir: Led Zepp- elin í Laugardalshöll, 22 júní 1970 Besta bókin: Glæpur & Refsing; Dostoevsky. Besta tímaritið: Playboy 1965 - 1975. Besti veitingastaðurinn: Hótel Chelsea í New York. Besta bíómyndin: The Wild Bunch eftir Sam Peckinpah (1969) Besta tækið: Fornbílinn minn; 1959 Pontiac Bonneville Best í heimi: Félagskapur góðrar konu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.