Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 22. nóvember 2008 3 „Hjarta hvers leikhúss er sagan sjálf og hlutverk þess að draga áhorfandann inn í annan heim. Því eiga leikhúsgestir von á því að stíga inn í frásögn þar sem karl og kona lýsa upplifun sinni á ástinni í öðruvísi og óvenjulegri ástarsögu, sem talar beint inn í hjarta áhorfandans,“ segir Þór- dís Elva Þorvaldsdóttir Bach- mann, höfundur ástarsögunnar Dansaðu við mig, en Þórdís, ásamt fjórum öðrum, stofnaði síðsumars leikhópinn Leikhús andanna, sem líkast til er nýjasti leikhópur lýðveldisins. „Í raun greip ég hugmyndina frá Höskuldi Sæmundssyni, sem leikur annað aðalhlutverk sýn- ingarinnar, en hann spurði mig í upphafi ársins hvort ég hefði hug á að gera með honum sjálfstætt grasrótarverkefni. Þá hafði ég lengi verið með verkið Fýsn í mótun hjá Borgarleikhúsinu og fann að kitlaði mig hugmyndin um að taka smá sjálfstæða rispu,“ segir Þórdís Elva sem þykir ólíku saman að jafna að sýna leikverk hjá stofnanaleikhúsunum í sam- anburði við sjálfstæðar fjalir. „Hjá stóru leikhúsunum selur maður verkið frá sér og setur í hendur annarra, en í þeim litlu fylgir maður því alveg í höfn, en hvoru tveggja er gaman. Í lista- lífinu er maður opinn fyrir sam- starfi við sem flesta og alltaf opinn fyrir nýjum möguleikum, en vitaskuld þykir mér óskaplega vænt um leikhópinn minn litla,“ segir Þórdís Elva um Leikhús andanna sem frumsýndi Dansaðu við mig í Iðnó fyrr í haust. „Þegar kreppan hófst var okkur sífellt vísað út úr Iðnó vegna ríkis- stjórnarfunda og síðustu tvær vik- urnar var þetta orðinn hálfgerður farsi, en þá var ég alvarlega farin að íhuga að skrifa Geir inn í verk- ið til að geta notað nærveru hans meira,“ segir hún hlæjandi og er afskaplega ánægð með viðbrögð áhorfenda og gagnrýnenda. „Við erum rífandi montin og á mínum ferli sýnist mér mesta hjartað búa í þessari sýningu. Slík er einlægnin, dugnaðurinn og vinnusemin. Það ríkir því mikil væntumþykja og hlýja í litla Leikhúsi andanna,“ segir Þórdís Elva. Nú fer hver að verða síðastur að sjá frumraun leikhópsins í Iðnó, en ein af lokasýningunum verður í samstarfi við Unifem næstkomandi fimmtudagskvöld. „Ég er einlæg áhugakona um afnám ofbeldis gegn konum og munu 1.000 krónur af hverjum miða renna óskiptar til Unifem. Við ætlum að bjóða gestum upp á kokkteil og lifandi tónlist, og munum einnig selja hljóðmynd- ina úr leikritinu, sem er einstak- lega falleg og rómantísk, eftir Jarþrúði Karlsdóttur tónskáld. Það er svo gaman þegar íslensk nýsköpun elur af sér enn meiri nýsköpun.“ Dansaðu við mig er sýnt í Iðnó í kvöld klukkan 20. thordis@frettabladid.is Ansi óvenjuleg ástarsaga Eitt af rómantískari athvörfum borgarinnar má finna í hinu forna leikhúsi Iðnó við Tjörnina, en umgjörð þess er sem sköpuð fyrir eldheitar ástarsögur. Þar dansa nú saman karl og kona í Leikhúsi andanna. Þau eru rómantísk, vetrarkvöldin við Tjörnina og heitar tilfinningar sem bærast innan veggja Iðnós, en þar er nú sýnt nýjasta leikverk Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bach- mann, sem ber nafnið Dansaðu við mig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auglýsingasími – Mest lesið ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLI -OG FRYSTISKÁPAR Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 www.friform.is INNRÉTTINGATILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF 25%-50% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU ! KAUPAUKI Pottasett fyrir spanhellur ( verðmæti kr. 25.000 ) Þegar þú verslar við okkur fyrir a.m.k. kr. 500.000 færð þú vandað STÁLPOTTA- SETT í kaupbæti. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP. TIL AFGREIÐSLU AF LAGER EÐA MEÐ STUTTUM FYRIRVARA ELDHÚS BAÐ FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS 25% AF ÖLLUM NETTOLINE INNRÉTTINGUM NÝ VEFSÍÐA - VELKOMIN 24/7 ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM MÁN. - FÖST. KL. 10-18 LAUGARDAG KL. 11-16 VIÐ BJÓÐUM VISSAR GERÐIR BAÐINNRÉTTINGA OG FATASKÁPA MEÐ 50% AFSLÆTTI. Einnig vissar gerðir raftækja með 40-50% afslætti (ofnar, keramikhelluborð, háfar, gaseldavélar, gashelluborð) NÚ GETUR ÞÚ GERT REYFARAKAUP!!! OPIÐ ( fyrir ofan Smáralind í sama húsi og bílaapótekið ) UNDIRFÖT - SUNDFÖT - NÁTTFÖT - SLOPPAR og margt fl eira! Lagersala Hæðasmára 4 Kópav. Alla laugardaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.