Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 40
● heimili&hönnun „Ég hef í rauninni allt frá barn- æsku haft mikinn áhuga á útstill- ingum. Áhuginn jókst svo eftir að ég byrjaði sem afgreiðsludama í Debenhams og núna vinn ég þar sem útstillingardama ásamt því að vera í námi,“ segir Silvía Kristjánsdóttir, fyrsta árs nemi í útstillingum í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Silvía er að eigin sögn litaglöð að eðlisfari og gefin fyrir gamla hluti eins og íbúð hennar ber vitni um. „Ég hrífst af öllum regnbog- ans litum og stóran hluta innbús- ins hef ég annaðhvort fengið frá fjölskyldunni eða keypt í Góða hirðinum.“ Hún nefnir sem dæmi að sófa- settið í stofunni sé hún með í láni frá systur sinni, en viti þó ekki hvernig henni áskotnaðist það og þekki ekki uppruna þess. „Sófaborðið og lampinn eru síðan gersemar úr Góða hirðinum og mamma mín saumaði jólagard- ínurnar í eldhúsinu, upphaflega fyrir sjálfa sig en gaf mér þær svo.“ Útstillingargína í íbúðinni vekur sérstaka athygli blaða- manns og fæst Silvía til að segja frá tilurð hennar: „Sagan á bakvið gínuna er sem sagt sú að ég var að vinna í herradeildinni í Deben- hams eitt sumarið. Þegar ég hætti fannst yfirmanni mínum alveg ómögulegt að ég hefði eytt heilu sumri í herradeildinni án þess að ná mér í karlmann. Hún ákvað því að gefa mér gínuna að gjöf svo ég færi ekki úr herradeildinni kær- astalaus.“ Silvía nefndi gínuna svo Hall- grím eftir Hallgrími Péturs- syni, þar sem glittir í Hallgríms- kirkju út um stofugluggann henn- ar. „Hallgrímur er eiginlega bara húshjálpin mín og ég passa að hann sé alltaf vel skreyttur,“ segir hún og hlær. -aóv Draumaprinsinn úr plasti ● Silvía Kristjánsdóttir, nemi í útstillingum við Iðnskólann í Hafnarfirði, heldur upp á gamla muni og vill hafa litríkt í kringum sig eins og sést á heimili hennar í miðbænum. Gardínur, sem móðir Silvíu saumaði, prýða eldhúsgluggann. Stofan er búin húsgögnum sem Silvía hefur keypt í Góða hirðinum eða fengið frá vinum og vandamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hallgrímur, ættaður úr Debenhams, tekur á móti gestum á Njarðargötu. Silvía hefur innréttað heimili sitt af mikilli kostgæfni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jólaskreytingarnar eru komnar upp. Silvía vill hafa litríkt í kringum sig. GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir Amerískir GE kæliskápar GE svartur kæliskápur verð frá kr.: 249.000 Ármúla 19 • Simi: 553-9595 www.gahusgogn.is • gahusgogn@gahusgogn.is Íslensk hönnun og sérmíði. Smíðum sófa og hornsófa eftir máli. 22. NÓVEMBER 2008 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.