Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 50
34 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR „Rokkaralega útlitið, djúpa röddin, orðaforð- inn, bítlaskórnir og 18 grýlna jakkinn gerðu það að verkum að fólk var oft búið að ímynda sér pabba allt öðruvísi en hann var í raun og veru. Þegar fólk kynnist honum sá það að hann var mjög mjúkur, hlýr og einlægur maður, algjör húmoristi og stutt í prakkarann. Eftir Skaupið eitt gamlárs- kvöldið ákvað pabbi til dæmis að skella sér út á náttfötunum og sloppn- um og sprengja eina svakalega bombu. Stórfjölskyldan fylgdist spennt með úr glugganum. Áður en hann kveikti í gerði hann sér lítið fyrir, gyrti niður um sig buxurnar og múnaði í áttina til okkar. Hversu margir nágrannar sáu þetta veit ég ekki en bomban var alltaf kölluð „kynbomban“ eftir þetta.“ Íris Wigelund Pétursdóttir, dóttir. Sjálf holdtekja íslenska rokksins Algjör sjúkheit, tvöfaldur geislaplötukassi sem rekur feril Péturs Wigelund Kristjánssonar, kemur út eftir helgi. Pétur fæddist árið 1952 en lést 52 ára að aldri árið 2004. Hann var um árabil helstur íslenskra rokkara, gaf sig allan í málefnið og var óþreytandi í áhuga sínum. Hér rifja samstarfsmenn, vinir og ættingjar upp kynni sín af Pétri. „Það væri að æra óstöðugan að rifja upp allar þær ljúfu samverustundir okkar félaga, hvað þá allar uppákomurnar, en Pétur bar með sér mikla glaðværð, stemningu og stuð hvert sem hann fór. Hann var þekktur fyrir orðaleiki sína, enda orðheppinn með eindæmum og ekki má gleyma „frösunum“, sem enn lifa góðu lífi. Einhverju sinni vorum við að fíflast sem oftar og þá datt úr úr mér nafnið Guðsteinn. Ég var þá að tala um herrafataverslunina sem enn er starfandi á Laugarvegi. Þetta nafn, Guðsteinn, heillaði Pétur óskaplega og hann yfirfærði það strax á allra heilagasta staðinn á karlmönnum og talaði eftir það alltaf um Guðstein, ef hann átti við þennan dýrmæta líkamshluta. Þegar Pétur var svo jarðsunginn, þá minntist presturinn á að Guðsteinn hafði verið Pétri mjög hugleikinn, en vissi auðvitað ekki hvað Guðsteinn var í huga Péturs. Allir kirkjugestir brostu út í bæði, þegar presturinn sagði að Guðsteinn hefði líklega verið hans besti vinur og þeir átt margar góðar samverustundir. Enginn þorði að leiðrétta klerkinn og kista popparans var borinn út við undirleik Vældarans, Wild thing, sem var einkennis- söngur Péturs alla tíð. Guðsteinn var í sömu kistu, blessuð sé minning þeirra beggja!“ Hermann Gunnarsson var góður vinur Péturs. Hemmi tileinkar Pétri útvarpsþátt sinn á Bylgjunni í fyrramálið, fær til sín gesti sem unnu með Pétri og spilar gömul viðtöl við rokkarann. „Við Startarar vorum búnir að fá Pésa til liðs við okkur og hann mætti á sína fyrstu æfingu, of seint að sjálfssögðu – og á tréklossunum. Hann vildi heyra hvað við hefðum tilbúið og helst eitthvað „þönder-rokk“, eins og hann kallaði það. Man ekki hvaða lag ég söng, enda var maður ansi stressaður, en ég þandi barkann sem óður væri, og beið svo auðmjúkur eftir dómnum. Hann gekk að mér, tók mér um axlir og sagði: „Heyrðu kallinn minn, á hvaða vítamínum ert þú? Hvernig væri að deila með frænda?“ Dæmigerður Pétur þetta með að gera sig að „frænda“ svona við fyrstu kynni. Hann stal hjarta mínu þar og þá, og vináttu okkar fær ekki einu sinni dauðinn slitið.“ Eiríkur Hauksson var með Pétri í hljómsveitinni Start. „Það var aldrei leiðinlegt í kringum Pétur, hann var svo léttur og hafði góðan húmor fyrir öllu í kringum sig. Hann sagði einu sinni frá því að hann hefði verið í Ameríku með hljómsveit sem átti að „meika það“. Það var svo heitt að hann ákvað að kaupa sér stuttbuxur. Hann fann fínar skræpóttar buxur en eitthvað var nú skrítið hvað glápt var á hann, já eiginlega meira en venjulega, en skítt með það. Svo hló Pétur hátt þegar hann útskýrði „ég keypti óvart boxer nærbuxur“. Hann gekk semsagt í nærbuxunum út um allt og fannst það bara fyndið.“ Oddný B. Halldórsdóttir starfaði með Pétri í plötudeild Karnabæjar/Steinars á áttunda og níunda áratugnum. „Ég man eftir óteljandi uppákomum sem sýna Krókinn í réttu ljósi. Þó langar mig að skjóta á ykkur samtali úr veislu sem Pétur og Linda héldu nokkrum vinum. Díalóg- urinn byggði á mónólógum Péturs og viðbrögðum Lindu, því Pétur sagði kannski: „Linda, skjóttu smá dúndri útá kantinn.“ Við þessi orð bætti Linda í glösin. Og þá sagði Pétur: „Linda, skjóttu smá sjúkheitum á vænginn.“ Við þessi orð rétti Linda fólki meiri kartöflur. Og Pétur sagði: „Linda, vippaðu dúndri útá kantinn.“ Þá stóð Linda upp og sótti sósu. Og Pétur sagði: „Linda dúndraðu smá skoti á línuna.“ Þá bætti Linda í glösin. Kristján Hreinsson skrifaði ævisögu Péturs í bókinni Pétur Poppari. „Ógleymanleg er ferð okkar Eyjólfs Kristjánssonar til Rómar 1991 (Nína), en Pétur var þar í fylkingarbrjósti fyrir hönd útgáfunnar. Að vanda var hann hrókur alls fagnaðar og sópaði að honum. Einn daginn skoðaði hópurinn Péturskirkjuna. Pétur gekk röggsamleg fram við að smala liðinu inn í helgidóminn. En þegar röðin kom að honum að ganga yfir þröskuldinn meinuðu verðir honum inngöngu á þeirri forsendu að hann væri í Iron Maiden stuttemabol. Eins og þeir sem til þekkja, þá eru merki og íkon þeirrar sveitar allt annað en guðdómleg og reyndar frekar í hina áttina. Pétri voru settir þeir afarkostir að klæða af sér bolinn eða standa fyrir utan. Fyrst Pétur var kominn alla þessa leið, líkt og Guðríður forðum, þá afréð hann að fara að fyrirmælunum og hjúpaði sig gallaskyrtu, hnepptri upp í háls. En hneppti síðan lauslega frá þegar inn var komið og spókaði sig um á marmaranum með Járnfrúarskrímslið hálfhulið. Nafni hans, sá er kirkjan heitir eftir, hefði þó líkast til fyrirgefið honum þetta. Það var nefnileg erfitt að vera reiður Pétri. Það var í þessari sömu ferð sem Pétur keypti 18 grýlna jakkann sem hann átti eftir að skrýðast oft næstu árin. Og reyndar keypti hann annan 12 grýlna í sömu verlsun. Ég var með honum í þeim innkaupatúr. Það var líka gaman. En það er önnur saga.“ Stefán Hilmarsson söng „Krókinn“ með Pétri og Sálinni. „Undir það síðasta vorum við saman í hljómsveitinni Gargið og spiluðum mikið í Fjörukránni í Hafnarfirði. Pétur bjó í Grafarvogi og þar sem ég er hættur að drekka var ég hálfgerður einkabílstjóri hans. Hann var alltaf seinn, enda mjög óstundvís. Ég er alveg á hinum endanum, vil helst vera mættur of snemma. Ég var farinn að stúrdera það hvernig hann hálfpartinn einbeitti sér að því að vera alltaf of seinn. Þegar ballinu lauk hófst sama rútínan aftur. Oft þekkti hann helming gestanna og þurfti að kveðja alla með kossi, enda þótti honum vænt um vini sína. Þegar ég var farinn að ókyrrast brosti hann bara þessu fræga brosi sem bræddi alla, kyssti mig á kinnina og sagði: Eigum við að fara að koma okkur, kallinn minn. Við vorum báðir miklir mathákar og oft stofnuðum við til átveislu í Grafarvoginum þegar við komum loksins þangað eftir böll. Þótt það væri hávetur fór hann jafnvel út að grilla, enda kölluðu nágrannarnir hann „vorboð- ann“!“ Jón Ólafsson bassaleikari var með Pétri í ótal hljóm- sveitum í gegnum tíðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.