Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.11.2008, Blaðsíða 66
50 22. nóvember 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > SKOTIN Í OBAMA Leikkonan Megan Fox hefur lýst því yfir að henni finnist nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, kyn- þokkafullur. Megan lét fögur orð falla í garð Obama í teiti GQ-tímaritsins, þar sem hann var á lista yfir karlmenn árs- ins sem tímaritið birtir árlega. Hún sagði Obama heillandi í ræðuhöldum sínum og því fylgi mikill kynþokki. Stöð 2 ætlar að hefja Idol- stjörnuleitina til vegs og virðingar á nýjan leik eftir áramót. Ný dómnefnd, nýir keppendur. En hvað skyldi svo hafa orðið um sigurveg- ara síðustu ára. Freyr Gígja Gunnarsson gerði Idol-sög- una upp. Hinir þrír íslensku sigurvegarar Idolsins hafa átt fremur misjöfnu gengi að fagna eftir að tilkynnt var um sigurinn. Hins vegar skyldi enginn vanmeta mátt þess að koma fram í sjónvarpi og syngja því nöfn margra Idol-þátttakenda hafa lifað af þessa gríðarlega miklu athygli sem fólk fær. Fyrsta Idolið varð hálf- gerð sprengja í íslensku þjóðlífi og þremenning- arnir Katrín Anna, Jón Sigurðsson og Kalli Bjarni unnu hug og hjörtu sjónvarps- áhorfenda. Í dómarasætinu sátu síðan Bubbi Morthens, Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjarni. Þjóðin eyddi milljónum í SMS-skeyti til að ná sínu fram en að endingu var það Kalli Bjarni sem stóð uppi með pálmann í höndunum í rauð/hvíta jakkanum sínum. Örlög Kalla voru hins vegar sorg- leg. Fyrsta sólóplatan náði aldrei neinum vinsældum og hann nán- ast hvarf af yfirborðinu. Hann skaust fram á sjónarsviðið aftur fyrir rúmu ári en þá ekki fyrir söng heldur eiturlyfjainnflutning. Kalli Bjarni var stöðvaður í Leifs- stöð í lok maí með tvö kíló af kóka- íni. Fjölmiðlar fóru á fullt og allt í einu var þessi geðþekki Grindvík- ingur aftur kominn í hringiðuna. Hann sagði í samtali við Kastljós- ið skömmu eftir að vera laus úr gæsluvarðhaldi að hann ætlaði að umbylta lífi sínu. Hann var síðan handtekinn aftur á Hótel Vík í lok mars á þessu ári með 64 grömm af amfetamíni. Kalli Bjarni afplánar nú dóm á Kvía- bryggju. Idol númer tvö var ekkert síður vinsælt en fyrsta þáttaröðin. Þar skaust upp á stjörnuhimininn Hildur Vala Einarsdóttir og er ekki ofsög- um sagt að hálf- gert Hildar Völu- æði hafi gripið íslensku þjóðina. Hún vann öruggan sigur á þeim Davíð Smára og Heiðu og fyrsta platan hennar sló umsvifalaust í gegn. Hildur Vala er því kannski besta sönnun- in fyrir því að sigur í Idolinu sé ekki bara ávísun á eiturlyf og áfengi. Reyndar var þessi þátta- röð sú besta því auk þess sem margir frambærilegir söngvarar litu dagsins ljós varð ástarsam- band þátttakendanna Helga Þórs Arasonar og Brynju Valdimars- dóttur á allra vörum meðan á keppninni stóð. Þá má ekki gleyma þætti Helga Rafns sem bræddi ótal hjörtu ungmeyja meðan á keppninni stóð. Þriðji sigurvegarinn var síðan hvíti víkingurinn Snorri Snorra- son. Hann hefur að undanförnu mikið sinnt upptökustjórn og tók meðal annars upp fyrstu sólóplötu keppinautar síns úr Idolinu, Alex- anders Arons, sem er reyndar einkaþjálfari líka eins og Davíð Smári. Snorri hefur hins vegar lítið haft sig í frammi á tónlistar- sviðinu að undanförnu þótt menn velkist ekki í vafa um að hæfileik- arnir hafi verið til staðar. Stjarna þeirrar keppni var hins vegar Ingólfur Þórarinsson úr Ingó og veðurguðunum en honum hefur tekist ágætlega upp með að við- halda orðspori sínu frá Idol-dög- unum. Ástir og örlög íslenskra Idol-stjarna VEÐURGUÐ Ingólfur Þórar- insson hefur náð að fylgja eftir velgengni Idolsins með hljómsveit sinni Veðurguðirnir. Þrátt fyrir að stjarna Leonu Lewis fari rísandi segist hún vera mjög einmana. Leona, sem er 23 ára, bar sigur úr býtum í breska X-factor þættinum árið 2006 og sló síðar í gegn með laginu Bleeding Love beggja vegna Atlantshafsins. Í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail segist söngkonan hafa verið sérstaklega einmana við gerð sinnar fyrstu plötu, Spirit. „Það getur verið mjög einmanalegt í Los Angeles. Mér fannst það sérstak- lega þegar ég var að gera fyrstu plötuna mína því þá var ég ekki með neinum nema fjölmiðlafull- trúanum mínum,“ segir Leona og viðurkennir að hún óttist að heimsfrægðin taki snöggan endi. „Ég óttast að hlutirnir fari ekki eins og ég vil og velti því oft fyrir mér hvað ég myndi gera ef eitthvað kæmi fyrir röddina. Ég er eflaust ein stressaðasta mann- eskja sem ég veit um, en ég er dauðhrædd um að eitthvað gerist og sleppi því oft að fara út að skemmta mér til að þurfa ekki að tala í kapp við háa tónlist,“ segir söngkonan. Einmana stórstjarna í borg englanna RÍSANDI STJARNA Leona Lewis nýtur mikilla vinsælda beggja vegna Atl- antshafsins, en óttast að frægðin taki snöggan endi. Gene Simmons, hinn tungu- lipri bassaleikari Kiss, er undrandi á því að sveitin hafi ekki verið innvígð í Frægðar- höll rokksins. „Það eru diskó- sveitir, rappsveitir og jidd- ískar þjóðlagasveitir í Frægðarhöll rokksins en ekki Kiss,“ sagði Simmons. „Ég held að við eigum fleiri gull- plötur í Bandaríkjunum en nokkur önnur hljómsveit en svona er þetta bara.“ Kiss gaf út sína fyrstu plötu árið 1974 og er því gjaldgeng í höllina því til þess þurfa 25 ár að hafa liðið síðan fyrsta smáskífa eða plata flytjandans kom út. Kiss er ekki á meðal þeirra sem eru tilnefndir í ár. Í stað þeirra eru meðal annars Metallica, Jeff Beck og sálar- söngvarinn Bobby Womack. Fimm hundruð manna dóm- nefnd úr tónlistarbransanum ákveður síðan í janúar hvaða fimm flytendur verða inn- vígðir. Simmons er ekki sáttur við þá sem ráða tilnefningunum en á meðal þeirra er Jann Wenner, útgefandi tímarits- ins Rolling Stone. „Margir af þessum náungum í stjórninni geta farið og náð í samlokuna mína þegar ég vil og ég meina það á fallegan hátt,“ sagði hann. Vill komast í Frægðarhöllina KISS Hljómsveitin Kiss hefur aldrei verið vígð inn í Frægðarhöll rokksins í Bandaríkjunum. ATHYGLISVERT ÁSTARSAMBAND Það vakti mikla athygli þegar Helgi Þór Arason og Brynja Valdi- marsdóttir fóru að stinga saman nefjum meðan á keppninni stóð. MYND:SÍMON JÓN BIRGISSON KYNTÁKN Helgi Rafn heillaði ófáar stúlk- urnar upp úr skónum með frammistöðu sinni í Idolinu. HÁLFGERT ÆÐI Önnur þáttaröðin af Idol varð hálfgert æði. Fjöldi góðra söngvara spratt fram eins og gorkúlur en óum- deilanlegur sigurvegari var hins vegar Hildur Vala. SORGLEGT Örlög Kalla Bjarna hafa verið sorgleg síðan hann sigraði í Idol- stjörnuleit. Hann afplánar nú dóm fyrir fíkniefnainnflutn- ing á Kvía- bryggju. Forstjóri dagsins hefur að geyma tólf póstkort með myndum af forstjóranum í amstri hversdagsins – að forstjórasið, að sjálfsögðu! ó, þú auðmjúki forstjóri!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.