Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI SKOÐANAKÖNNUN Rétt tæp sextíu prósent (59,6) vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þetta er rúmlega níu prósentustigum minna en í október. Mun færri sjálfstæðismenn vilja nú að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu heldur en í október. 37,7 prósent vilja nú aðildarumsókn, en 50,5 prósent þeirra vildu slíka umsókn í októb- er. Í millitíðinni tilkynnti Geir H. Haarde að Sjálfstæðisflokkurinn myndi setja á fót nefnd, undir for- sæti Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem myndi endurmeta afstöðu flokksins til Evrópusambandsins í ljósi breyttra hagsmuna og á nefndin að skila af sér fyrir lands- fund flokksins í janúar. Framsóknarflokkurinn hefur jafnframt, frá því í október, til- kynnt endurskoðun á Evrópusam- bandsstefnu sinni fyrir landsfund í janúar. Nú segjast 78,3 prósent framsóknarmanna vilja að Ísland sæki um, tæplega sextán prósentu- stigum meira en í október. Meðal þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk segjast tæplega tíu pró- sent færri nú vilja aðildarumsókn en í október, 58,2 prósent. Stuðningur meðal vinstri grænna hefur einnig dregist saman um tæp tíu prósentustig og segjast nú 45,5 prósent vilja aðild- arumsókn. Nokkuð fleiri lýsa yfir van- trausti á krónuna og segjast vilja taka upp evru í stað hennar, eða 68,0 prósent. Er það 4,5 prósentu- stigum minna en í október. Stuðn- ingur við evruna hefur dregist saman um tæp tíu prósentustig meðal sjálfstæðismanna og er nú 45,5 prósent. Meirihluti stuðn- ingsmanna annarra flokka vill evru í stað krónunnar. Stuðning- urinn við evru hefur aukist meðal framsóknarfólks og er að ná stuðningi samfylkingarfólks. 85,7 prósent framsóknarmanna vilja evru en 90,9 prósent samfylking- arfólks. Um sextíu prósent vinstri grænna vilja evru í stað krónu. - ss/ sjá síðu 4 33,4% 70,7% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Allt sem þú þarft... ... alla daga Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. Sími: 512 500024. nóvember 2008 — 322. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG JARÞRÚÐUR KARLSDÓTTIR Aldargamalt barpíanó uppáhald og sálarheill • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mitt uppáhald og sálarheill er aldargamalt barpíanó sem for- eldrar mínir fluttu inn frá Eng-landi fyrir meira en þrjátíu árum, í þeim tilgangi að gefa okkur systrum tækifæri á tónli ten í þ þetta hljóðfæri. Það hefur lifað með mér alla ævi, frá því ég byrj-aði að glamra á það sem lítið barn og áfram eftir að ég hóf tónlistanám á fi að komast í gegnum ferðina, því annars er ég ómöguleg af þrá ogsöknuði,“ segir J Píanó saknaðar og þrár Í Vesturbænum býr ungt og efnilegt tónskáld í samfélagi við merkilegan ættargrip sem hún gefur sjálfa sig alla og fær drauma sína að launum, en á hljóðfærið spilar hún aðeins tvö lög eftir aðra en sjálfa sig. Jarðþrúður Karlsdóttir við píanó lífs síns, þar sem hún semur mest af tónlist sinni innan um persónulega muni, úrklippur, minnismiða, jóla-skraut, Jesúmyndir og jólaseríur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R MÁLVERK geta kostað skildinginn og kannski ekki allir sem haf ráð á að eyða háum upphæðum í listaverk þessa dagana. Ef listrænir hæfileikar leynast í fjölskyld- unni er því tilvalið að virkja þá núna til að fegra heimilið. STIGAR Allar mögulegar gerðir og stærðirsmíðað eftir óskum hvers og eins Beygjanlegir Handlistar & GólflistarLoftastigar, Innihurðir, GereftiGólflistar, Franskir gluggar í hurðirSmíðum Harmonikkuhurðir eftir máliBílkerrur úr Áli frá Anssems í Hollandi Mex - byggingavörurSími 567 1300 og 848 3215www.byggingavorur.com Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 50% AFSLÁTTUR 90 x 200 cm 120 x 200 cm 150 x 200 cm 180 x 200 cm Verð frá kr. 44.450,- Verð frá Kr. 55.950,-Verð frá Kr. 67.450,- Verð frá Kr. 80.950,- Verðdæmi með afslætti: af öllum rúmum út nóvember VERÐHRUN Patti lagersala A T A R N A Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin áwww.sminor is fyrir FASTEIGNIR Tveggja hæða parhús í Norðlingaholti sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG fasteignir 24. NÓVEMBER 2008 Fasteignasalan Valhöll hefur til sölu parhús á tveimur hæðum í Norðlingaholti. H úsin standa ofan ö hússins 219 fermetrar og þar af er íbúðarrýmið 188,3 fermetrar og bílskúrinn er 30,7. Húsið er í smíð-um og verður fh hús, baðherbergi, þrjú svefnher-bergi og bílskúr sem innanger í ú Útsýni yfir Elliðavatn Húsið er í smíðum en verður afhent fullfrágengið að utan og tilbúið til innréttinga að innan. Grunnur að góðu lífi Fasteignasala :: Lágmúla 7 :: 108 Reykjavík :: sími 535_1000 Þorlákur Ó. Einarsson lögg. fasteignasali Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fasteignasali Telma RóbertsdóttirLöggilt f Allir nánari uppl veitir Telma Róbertsdóttir í 899-5611 eða í 511-5005 Klapparstíg 5 • 101 Reykjavík • sími 511 5005 • www.husin.is HÚSIN Í BORGINNI …ÞAÐ BORGAR SIG • Leitum að 3ja herb íbúð fyrir Stéttarfélag í Lækjarsmára í Kóp í lyftublokk. Góðar greiðslur. • Tvær íbúðir til leigu í Einholti 2ja og 3ja herb leiga 80 -100 þús með rafm+hita. Lausar strax. • Vilt þú skipta þinni eign í aðra eign ? Höfum marga á skrá og margt í boði.• Átt þú íbúð og viltu taka bíl upp í ? STUÐNINGUR VIÐ ESB AÐILDARUMSÓKN Nei 40,4% Já 59,6% SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 22. 10 ´08 STUÐNINGUR VIÐ EVRU SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 22.10.´08 Nei 32,0% Já 68,0% Sigurjón fram- leiðir SAS-mynd Sigurjón Sighvats- son gerir kvikmynd eftir bók Sir Ranulph Fiennes. FÓLK 34 MÁNUDAGUR Eastwood hættur Eftir hálfa öld á hvíta tjaldinu er Clint Eastwood hættur. FÓLK 24 Viðurkenning á starfinu Guðjón Sigurðsson er fyrsti Íslendingurinn til að taka við formennsku Alþjóðasamtaka MND-félaga. TÍMAMÓT 20 3 VÆTA ÚR VESTRI Í dag verður vaxandi sunnanátt vestan til, 8-15 m/s síðdegis. Hægari annars staðar. Hlýnandi veður með rigningu eða slyddu vestan til síðar í dag en léttir þá til eystra. VEÐUR 4 2 -1 -3 2 Íslandsmeistara- mót í sundi Íslandsmet féllu á ÍM í 25 metra laug í Laugardalslaug í gær. ÍÞRÓTTIR 30 TÓKU SPORIÐ Nýútkominni ævisögu Sæmundar Pálssonar, eða Sæma rokk, var fagnað í Iðnó í gær. Sæmi og fyrrverandi dans- félagi hans, Jónína Karlsdóttir, tóku sporið, Raggi Bjarna söng og í bakgrunninum má sjá Lúdó og Stefán sem héldu uppi góðri stemningu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sjötíu prósent vilja evru Tæplega sextíu prósent vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Stuðningur minnkar mest meðal sjálfstæðismanna. Tæplega sjötíu prósent vilja nú falla frá íslensku krónunni og taka upp evru. STJÓRNMÁL Umræða verður um vantrauststillögðu formanna stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í dag. Tillagan gerir ráð fyrir að Alþingi lýsi yfir vantrausti á ríkisstjórnina og þing verði rofið í seinasta lagi 31. desember. Efnt verði til þingkosninga í framhald- inu. Útvarpað og sjónvarpað verður frá umræðunni. Hún hefst klukkan 13.30 og henni lýkur um 18.30. Atkvæðagreiðsla um tillöguna verður í beinu framhaldi. Steingrímur J. Sigfússon sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að ríkisstjórnin ætti ekki annað skilið. - hhs Umræður á Alþingi: Vantrausts - tillaga verður tekin fyrir í dag TRÚMÁL „Ef þetta er fagnaðarer- indi Fríkirkjunnar finnst mér það heldur þunnt,“ segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, verkefn- isstjóri á Biskups- stofu, um orð Hjartar Magna Jóhannessonar. Við messu í gær, sem útvarpað var í Ríkisútvarpinu, sagði Hjörtur Magni meðal annars að það væru góð tíðindi fyrir kristni í landinu hversu margir hefðu sagt sig úr Þjóðkirkjunni á undanförn- um árum. Steinunn Arnþrúður vildi að öðru leyti ekki tjá sig um orð Hjartar. Hún hafi verið í messu sjálf og því ekki heyrt predikun hans. - hhs Hjörtur Magni messar: Fríkirkjuprestur fagnar flótta úr Þjóðkirkjunni HJÖRTUR MAGNI JÓHANNESSON SKEMMTUN Pókermót var haldið á veitingastaðnum Gullöldinni í Grafarvogi í gær. Það var Pókersamband Íslands sem stóð fyrir mótinu og að sögn Ellerts Magnasonar, forseta sambandsins, mættu 63 spilarar til leiks. Lögregla stöðvaði fyrsta opinbera pókermótið sem haldið var hér á landi í fyrra sumar. Það var ekki á vegum Pókersambandsins. „Lögreglan hefur aldrei stöðvað mót á okkar vegum,“ segir Ellert. „Þetta er annað mótið sem við höldum. Lögreglan kom þegar við vorum með fyrsta mótið en svo fór hún bara aftur þegar hún sá að hér er enginn þriðji aðili sem er að hagnast á einu eða neinu. Það er frítt húsnæði hér og enginn að hagnast,“ segir hann. Því séu lög ekki brotin, en samkvæmt hegning- arlögum má ekki hafa atvinnu af því að stunda eða hvetja til fjárhættuspils eða halda úti spilavíti. Rannsókn lögreglu á pókermótinu sem var stöðvað í fyrra lauk í september og er sem stendur hjá ríkissak- sóknara. Dómsmálaráðherra skipaði nefnd í febrúar á þessu ári til þess að fara yfir þær reglur sem gilda um pókerspil hér á landi. - þeb Lögregla mætti ekki á opinbert pókermót Pókersambands Íslands: Fjöldi á friðsamlegu pókermóti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.