Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 4
4 24. nóvember 2008 MÁNUDAGUR SKOÐANAKÖNNUN Rétt tæplega sex- tíu prósent, eða 59,6 prósent, segj- ast vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins. Þetta er rúmlega níu prósentu- stigum minni stuðningur en mæld- ist undir lok október í könnun blaðsins. Það að stuðningur við umsókn dali á þessu tímabili kemur ekki á óvart, þar sem Evrópusam- bandið var í millitíðinni gagnrýnt fyrir að neyða Ísland til samninga um innistæðutryggingar, áður en hægt væri að afgreiða lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Eins og áður er mestur stuðning- ur við aðildarumsókn meðal kjós- enda Samfylkingar og segjast nú 86,8 prósent þeirra vera fylgjandi aðildarumsókn, rúmum sex pró- sentustigum minna en í október. Stuðningur vinstri grænna við aðildarumsókn hefur dalað um tæp tíu prósentustig milli mánaða og segjast nú 45,5 prósent þeirra vera fylgjandi umsókn. Frá síðustu könnun hafa bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur kynnt að landsfundi verði flýtt þar sem kynna á afstöðu flokkanna til Evrópusambandsins. Frá því í síðasta mánuði hefur stuðningur kjósenda Sjálfstæðis- flokks dalað um tæp þrettán pró- sentustig og segjast nú 37,7 pró- sent þeirra styðja aðildarumsókn. Stuðningur við umsóknina er minnstur meðal sjálfstæðismanna. Stuðningur framsóknarfólks eykst hins vegar á milli mánaða um tæp sextán prósentustig og segjast 78,3 prósent þeirra vera fylgjandi umsókn. Meðal þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk dalar stuðningurinn um tæp tíu prósentustig og segjast nú 58,2 prósent þeirra vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Stuðningur við evru í stað íslensku krónunnar hefur ekki dalað jafn mikið og stuðningur við aðildarumsókn. 68,0 prósent segj- ast nú frekar vilja evru en krónu, í stað 72,5 prósenta í fyrra mánuði. 45,5 prósent sjálfstæðismanna styðja nú upptöku evru, sem er tæplega ellefu prósentustigum minna en í október. 85,7 prósent framsóknarmanna styðja upptöku evru og 60,3 prósent vinstri grænna. Mestur er stuðningurinn meðal samfylkingarfólks, 90,9 pró- sent og 72,5 prósent þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk styðja upptöku evru. Hringt var í 800 manns 22. nóv- ember og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Á að taka upp evru í stað íslensku krónunnar? 74,6 prósent tóku afstöðu til þess. Þá var spurt; Á Ísland að sækja um aðild að Evrópusambandinu? 77,6 prósent tóku afstöðu til spurningar- innar. svanborg@frettabladid.is Ríkulega myndskreyttar LÖGREGLUMÁL Nítján ára karlmað- ur var tekinn með fjórtán grömm af amfetamíni, tvær E-töflur og eitt gramm af MMDA-efni við reglubundið eftirlit við komu Herjólfs á föstudagskvöld. Við yfirheyrslu sagðist hann eiga efnin sjálfur og sagði þau vera til eigin nota. Málið telst upplýst, en maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar, bæði vegna fíkniefnamála og annarra afbrota. Fyrr um kvöldið fundust fíkniefni á farþega sem kom með flugi til Eyja. Hann viðurkenndi að eiga efnið, sem var neysluskammtur af kannabisefni og telst málið vera að fullu upplýst. - ag Eftirlit í Vestmannaeyjum: Tveir teknir með fíkniefni LÖGREGLUMÁL Ekið var á gangandi vegafaranda í Reykjavík klukk- an tuttugu mínútur yfir fjögur aðfaranótt sunnudags, en atvikið átti sér stað neðarlega á Hverfis- götu. Ökumaður bílsins var sautján ára karlmaður og er hann grunað- ur um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Vegfarandinn sem ekið var á, tvítugur karlmaður, var fluttur á slysadeild Landspítalans í kjölfar árekstursins og reyndist hann vera lærbrotinn. Ökumaðurinn var ekki með fíkniefni í fórum sínum og var honum sleppt að lokinni skýrslu- töku. - ag Miðborg Reykjavíkur: Ekið á gang- andi mann LÖGREGLUFRÉTTIR Óku undir áhrifum fíkniefna Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði þrjá karlmenn sem óku undir áhrifum fíkniefna um helgina. Þá voru þrír karlmenn stöðvaðir á Vestfjörðum um helgina, einnig grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þeim öllum sleppt að loknum sýna- og skýrslu- tökum. Bílvelta á Snæfellsnesi Jeppi valt við bæinn Hólkot á Snæ- fellsnesvegi upp úr klukkan 13 í gær. Tvennt var í bílnum og sluppu þau með minniháttar meiðsl, en að sögn lögreglu var fljúgandi hálka á vegin- um og mikill vindur. Brotist inn í bíla Þrír aðilar voru handteknir aðfara- nótt laugardags í Vestmannaeyjum fyrir að brjótast inn í bíla og taka þar lausamuni. Þeir voru allir handteknir og vistaðir í fangageymslu, en sleppt lausum á laugardagsmorgun eftir greiðslu sektar. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 19° 6° 5° 0° 2° 3° 5° -1° 1° 4° 21° 7° 9° 23° -1° 6° 15° 1° 2 -1 -1 1 -3 2 0 3 2 Á MORGUN 8-18 m/s, hvassast með morgninum. MIÐVIKUDAGUR 8-13 m/s norðan til annars hægari. 5 3 0 48 -2 -3 -1 3 3 UMHLEYPINGAR Það má segja að það sé gróðrarstía fyrir myndun lægða milli Íslands og Grænlands. Við fi nnum fyrir því með endalausum breytileika í veðrinu. Í dag hvessir vestan til á landinu með slyddu eða rigningu síðdegis enda er hann að hlýna og verður víðast frost- laust í nótt. Sæmilega milt verður á morgun vestan til með rigningu þar síðdegis. Svo kólnar með éljum nyrðra á miðvikudag. -9 10 7 3 5 3 2 3 5 5 13 6 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur 70 60 50 40 30 Jan. ´07 Jan. ´07 Sept. ´07 Feb. ´08 Okt. ´08 34,3% 36,0% 48,9% 55,1% 65,7% 64,0% 51,1 44,9% 31,3% Á ÍSLAND AÐ SÆKJA UM AÐILD AÐ ESB? SKV. KÖNNUNUM FRÉTTABLAÐSINS 68,8% 80 70 60 50 40 30 20 Sept. ´07 Á AÐ TAKA UPP EVRU Í STAÐ KRÓNUNNAR? Feb. ´06 Okt. ´08 62,9% 37,1% Já Nei Nóv. ´08 59,6% 40,4% Nóv. ´08 27,5% 72,5% 32,0% 68,0% 55,9% 44,1% Já Nei Meirihluti vill ESB- umsókn og evru Tæplega sextíu prósent segjast nú vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusam- bandinu, í stað tæplega sjötíu prósenta í október. Tæplega sjötíu prósent vilja að tekin verði upp evra. Voru rúmlega sjötíu prósent í síðasta mánuði. VATÍKANIÐ, AP Fjölmiðlar í Páfagarði hylla nú Bítlana í tilefni þess að fjörutíu ár eru liðin síðan Hvíta albúm hljómsveitar- innar kom út. Pressan í smáríkinu hefur einnig vissar meiningar um þau ummæli sem John Lennon lét falla árið 1966, um að breska bandið væri vinsælla en Jesú. Vatíkanska dagblaðið L‘Osserv- atore Romano minnist þess að ummæli Lennons hafi reitt marga til reiði á sínum tíma, en í sunnudagsútgáfu blaðsins eru ummæli hans afsökuð sem mont ungs manns í átökum við óvið- búna frægð. Einnig er sagt að Hvíta albúmið sýni hve sköpunarglaðir Bítlarnir voru, miðað við það sem þeir kalla „hefðbundna og ófjöl- breytta“ tónlist samtímans. - ag Bítlanna minnst í Páfagarði: Segja Bítlana standa upp úr GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 237,5162 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 140,24 140,90 209,88 210,90 176,51 177,49 23,678 23,816 19,825 19,941 17,152 17,252 1,4729 1,4815 206,97 208,21 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR KABÚL, AP Barack Obama, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, ætlar að beita sér gegn hryðju- verkum í Afganistan í stjórnartíð sinni. Obama og forseti Afgan- istans, Hamid Karzai, ræddust við í síma á laugar- daginn var en þetta er í fyrsta sinn sem þeir ræðast við frá því Obama var kjörinn forseti. Obama sagði baráttuna gegn hryðjuverkum í Afganistan vera eitt af forgangs- atriðum hjá sér. Rúmlega 30 þúsund Banda- ríkjamenn eru nú í Afganistan, en þeim mun fjölga talsvert á næsta ári. Karzai gleðst yfir yfirlýsingu Obama, því Karzai hefur löngum talið stjórnvöld í Pakistan styðja talibana og eiga hlut að árásum þeirra á Afganistan. - ag Barack Obama: Beitir sér gegn hryðjuverkum BARACK OBAMA PALESTÍNA, AP Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas, segist munu boða til forseta- og þingkosninga snemma á næsta ári ef Hamas- samtökin hefja ekki sáttaviðræð- ur við hann á ný. Hamas-samtök- in hafa hafnað þessu og segja að slíkar kosningar standist ekki stjórnarskrá. Hamas-samtökin náðu meiri- hluta í þinginu í kosningum árið 2006. Í júní 2007 náðu samtökin svo völdum á Gazasvæðinu og síðan hefur forsetinn aðeins stjórnað Vesturbakkanum. Abbas var kjörinn forseti til fjögurra ára í janúar 2005, svo kjörtímabili hans á að ljúka í janúar. Hins vegar segir í palest- ínskum lögum að forsetakosning- ar og þingkosningar skuli halda saman, og þingkosningar eiga ekki að fara fram fyrr en í janúar 2010. Abbas hefur gefið til kynna að hann hyggist því sitja sem for- seti í ár til viðbótar. Þetta hefur valdið deilum á milli forsetans og Hamas-samtakanna. Samtökin gagnrýndu ummæli forsetans og segja þau aðeins vera tilraun til að þrýsta á að þau samþykki að hann sitji áfram sem forseti. Þá saka þau hann um að nota sáttaviðræðurnar sem afsökun fyrir því að sitja lengur. - þeb Forseti Palestínu vill hefja sáttaviðræður við Hamas-samtökin á ný: Segist ætla að boða til kosninga FORSETINN Mahmoud Abbas ávarpaði leiðtoga PLO, frelsissamtaka Palestínu, á fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 21.11.08

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.