Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 6
6 24. nóvember 2008 MÁNUDAGUR MÓTMÆLI Mistök réðu því að Hauk- ur Hilmarsson var eftirlýstur án þess að hafa um það nokkra hug- mynd. „Vissulega á að boða menn aftur inn til afplánunar ef þeir hafa verið settir út vegna pláss- leysis,“ segir Erna Björg Jón- mundsdóttir, deildarstjóri Inn- heimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar. „Það hins vegar fórst á milli hluta þarna, þar sem það er einsdæmi að maður hafi verið færður til afplánunar eftir að hafa verið settur út. En Haukur hefur verið eftirlýstur í handtöku frá 11. nóvember.“ Haukur hafði fengið sektardóm vegna mótmælaaðgerða. Hann var búinn að afplána hluta refsingar- innar þegar honum var gert að fara, sökum plássleysis. Afstaða, félag fanga, sendi frá sér harðorða tilkynningu í fyrra- kvöld þar sem skýring lögregl- unnar á handtöku Hauks, um að hann hafi verið handtekinn til að afplána vara- refsingu, er dregin í efa. Öll fangelsi séu yfirfull og á þriðja hundrað manns á bið- lista. Afbrota- menn með mun alvarlegri brot á bakinu en Hauk- ur bíði afplán- unar. Haukur sjálf- ur lýsti undrun sinni yfir að hafa verið látinn dúsa á lögreglu- stöðinni við Hverfisgötu. Þetta segir Erna alvanalegt. „Flestir þeirra sem eru settir inn vegna vararefsinga eru fyrst fluttir inn á lögreglustöð. Algengt er að menn séu þar í allt upp undir tíu daga áður en þeir eru fluttir í fangelsi.“ Skýringar lögreglunnar segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, ekki ganga upp. „Haukur er marg oft búinn að hitta lögregluna frá því 11. nóvember. En það var hentugt hjá þeim að taka hann á föstudagskvöldi. Hann á eftir að afplána tvær vikur, þá hefði hann einmitt misst af tveimur laugar- dögum í mótmælum.“ Hún gerir ráð fyrir að Haukur kæri handtök- una. „Haukur hittir Ragnar Aðal- steinsson, lögmann sinn, á morg- un. Þá mun hann taka endanlega ákvörðun um það. En ég tel allar líkur á að hann kæri, til að setja tóninn fyrir það hvað er hægt að leyfa sér að ganga langt gagnvart mótmælendum.“ holmfridur@frettabladid.is Virðing Réttlæti Minnum á desemberuppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is VIÐSKIPTI Snyrtivörur sem Jón Bragi Bjarna- son, lífefnafræðingur frá Háskóla Íslands, hefur þróað úr þorskslógi eru seldar víða um heim meðal annars undir vörumerkinu Dr. Bragi. Í apríl síðastliðnum hlaut Jón Bragi CEW-verðlaunin fyrir þessa framleiðslu en það eru ein þau eftirsóttustu verðlaun sem hægt er að vinna til í snyrtivöruheiminum. Efnið kallar hann Penzyme en það er unnið úr þorskensími. „Innyfli úr þorski eru náttúrulega afurð sem engum dettur í hug að setja framan í sig en þegar vísindin eru búin að meðhöndla þetta þá er þetta niðurstaðan,“ segir Jón Bragi. „Þetta er svona yngingaráburður sem eyðir hrukkum, losar dauðar húðfrumur og bætir næringarflæði til húðarinnar. Þetta er nokkuð sérstakt því þetta inniheldur engin krem eða olíur. Eins eru engin rotvarnarefni, lyktarefni né litarefni sem er mjög til bóta því öll þessi efni geta valdið ofnæmisviðbrögðum hjá sumu fólki. Þetta er mjög græn vara, jafnvel þótt hún sé unnin úr þeim gula,“ segir hann kankvís. Fyrirtæki Jóns Braga, Ensímtækni, framleiðir vöruna hér á Íslandi en hún hefur verið seld undir breska vörumerkinu Dr. Bragi í eitt og hálft ár. Þar að auki hefur hún verið seld til fyrirtækja frá Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. - jse Yngingaráburður unninn úr þorskinnyflum selst víða um heim: Græn vara unnin úr þeim gula JÓN BRAGI BJARNASON AÐ EINANGRA ENSÍMIÐ Það dettur ekki mörgum í hug að maka framan í sig þorsk- innyflum nema þá að vísindamaðurinn sé búinn að eiga við þau. Hér er Jón Bragi á vinnustofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Fannst þér mótmælendur ganga of langt í mótmælunum við lögreglustöðina við Hlemm? Já 61,1% Nei 38,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fannst þér lögregla ganga of langt með því að nota piparúða á mótmælendur á laugardag? Segðu þína skoðun á vísir.is Hálftíma bið eftir sjúkrabíl Tæpur hálftími leið frá því að lögreglan beitti piparúða á mótmælendur þar til sjúkrabílar mættu á svæðið til að veita þeim aðstoð. Flestir þeirra höfðu þá bjargað sér sjálfir eða þegið hjálp annarra þegar tvo sjúkrabíla bar að. Sjö manns nýttu sér hjálp í þeim. „Ég gat ekki opnað augun og þetta var alveg rosalega sársaukafullt. Ég var ekki búin að jafna mig fyrr en um níu leytið í gærkvöldi,“ segir Þórunn Ólafs- dóttir, ein þeirra sem varð fyrir úðanum. Hún komst heim með hjálp vina. Hjá slökkviliðinu í Reykjavík fengust þær upplýsingar að sjúkrabílarnir hafi verið sendir af stað skömmu eftir að fyrstu tilkynningarnar komu inn á Neyðarlínuna, eða klukkan 17.09. Lögreglan beitti piparúðanum klukkan 16.45 og fullyrtu mótmælendur að þá strax hefði verið haft samband við Neyðarlínuna. Það fékkst ekki staðfest hjá Neyðarlínunni í gær. - hhs Mistök urðu þegar boða átti í afplánun Haukur Hilmarsson hafði verið eftirlýstur frá 11. nóvember. Hann hafði ekki hugmynd um það sjálfur. Mistök af hálfu starfsmanns, segir Erna Björg Jón- mundsdóttir, deildarstjóri Innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar. EVA HAUKSDÓTTIR Á ÞAKI ÞINGHÚSSINS Haukur Hilmarsson flaggaði Bónusfánanum á þaki Alþingis- hússins fyrir rúmum tveimur vikum á meðan á mótmælum stóð á Austurvelli. Hann var einmitt handtekinn í vísindaferð í Alþingishúsinu síðastliðinn föstudag, Það olli mikilli reiði. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi rannsakar nú sérkennilegt mál sem snýst um notaða bílvél. Maður sem keypti umrædda vél nýlega í Hvera- gerði komst að því þegar hann fór að skoða hana betur að hann hefði verið að kaupa vél sem stolið var frá honum fyrir nokkrum árum. Þá handtók lögreglan á Selfossi karlmann nýverið vegna innbrots í Hveragerði. Hann viðurkenndi innbrotið og að hafa stolið verkfærum og munum fyrir nærri eina milljón króna. Við húsleit hjá honum í Hafnarfirði fundust svo nýir hjólbarðar að verðmæti um 700 þúsund krónur sem mun hafa verið stolið af dekkjalager á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess voru þar tvö torfæruvélhjól sem grunur leikur á að hafi verið stolið. Maðurinn var látinn laus að yfirheyrslu lokinni. Auk þessa hefur lögreglan haft í nógu að snúast því brotist var inn í sumarbústaði í Grímsnesi og í Bláskógabyggð. Úr bústöðunum var stolið smíða- verkfærum og flatskjám. Engar vísbendingar eru um hverjir þarna hafa verið að verki og eru málin í rannsókn. - jss Fjölmörg innbrot og þjófnaðarmál í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi: Keypti bílvél sem hann átti KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.