Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 8
8 24. nóvember 2008 MÁNUDAGUR 1. Hvað heitir mótmælandinn sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu fyrir um hálfum mánuði? 2. Fyrir hvaða landi tapaði íslenska kvennalandsliðið í handbolta á Möbelringen Cup-æfingamóti í Noregi á laugardag? 3. Hvert vill Kristján Þórðarson eða Stjáni stuð fara í tilefni af fertugsafmæli sínu á næsta ári? SVÖR Á SÍÐU 34 SAMFÉLAGSMÁL „Mig hefur alltaf langað til Ástralíu og var búin að hlakka svo til að fara,“ segir Elín Bogga Þrastardóttir sem varð að hætta við skiptinemadvöl í Ástral- íu vegna hruns á gengi krónunnar. Í sumar, þegar Elín Bogga sótti um skiptinemadvöl í gegnum AFS, fékk hún þær upplýsingar að ferð- in myndi kosta á bilinu fimm til sex hundruð þúsund krónur. Síðar var gjaldinu breytt í tíu þúsund dollara og því næst féll gengið. Kostnaður- inn í dag er því 1,4 milljónir króna. Elín Bogga útskrifaðist úr tíunda bekk síðasta vor og ákvað að taka sér frí í eitt ár til að vinna og safna sér fyrir ferðinni. „Ég átti að fara núna í febrúar og vera í hálft ár. Ég væri komin með alveg nóg fyrir ferðinni núna, ef verðið hefði ekki breyst.“ En Elín hefur þegar tapað nokkru fé á viðskiptunum. Hún fær ekki endurgreitt staðfestingargjald upp á 115 þúsund krónur. Segist hún þó hafa verið fullvissuð um, og það oftar en einu sinni, að ef ske kynni að hún hætti við fengi hún það til baka. Eyrún Eyþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir að ekki komi til greina að endur- greiða staðfestingargjaldið. „Við sendum bréf til allra í lok septemb- er um að verðinu hafi verið breytt í dollara. Þá gáfum við fólki kost á að fá endurgreitt innan tíu daga. Það heyrðist ekki í þessari fjöl- skyldu fyrr en nú í vikunni. Ef hún hefði hætt við fyrr hefðum við getað notað plássið fyrir einhvern annan.“ Umrætt bréf barst fjöl- skyldu Elínar Boggu hins vegar aldrei. Eyrún segir samtökin finna fyrir erfiðleikunum í þjóðfélaginu. „Við höfum reynt að mæta þessum erf- iðleikum með því að koma betur til móts við fólk, meðal annars með styrkjum og dreifingu greiðslna. Við hvetjum fólk til að leggja í þessa fjárfestingu, því við vitum að hún er vel þess virði.“ Elín Bogga ætlar að hefja nám á ný og stefnir á Flensborg eftir ára- mótin. Hún er þó ekki búin að leggja drauminn um útlönd alfarið á hilluna. „Ef ástandið lagast eitthvað kemst ég kannski út næsta haust. Mig langar að minnsta kosti alveg jafn mikið að komast út, helst eitt- hvert langt í burtu héðan.“ holmfridur@frettabladid.is Skiptinemadvölin þrefaldaðist í verði Sextán ára stelpa varð að hætta við skiptinemadvöl í Ástralíu vegna verðhækk- unar. Hætti við að fara í menntaskóla í haust til að safna fyrir ferðinni. Fær ekki endurgreiddar rúmar hundrað þúsund krónur frá AFS. ELÍN BOGGA ÞRASTARDÓTTIR Tók ákvörðun um að geyma menntaskólann til að vinna og safna sér fyrir skiptinemadvöl í Ástralíu. Varð að hætta við þar sem verðið þrefaldaðist í millitíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÍFFRÆÐI Nýrnaveiki greindist við rannsóknir á bleikju í Elliðavatni í byrjun október. Átján bleikjur voru skoðaðar og reyndust þrjár þeirra hafa sjúkleg- ar breytingar í nýrum. Rannsókn Árna Kristmundssonar frá rannsóknar- deild fisksjúkdóma á Keldum staðfesti grun um að hér væri á ferðinni svokölluð PKD-sýki (Proliferative Kidney Disease) sem smásætt sníkjudýr veldur. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi sjúkdómur greinist hér á landi. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að mikil afföll geta orðið af fiski í náttúrunni af völdum þessa sjúkdóms. Sérstaklega í ungviði laxfiska. Lítið er hægt að segja um útbreiðslu sjúkdómsins hér á landi, eða hvort hann hafi valdið skaða hér. Brýnt er talið, ekki síst í ljósi sjúklegra breytinga í villibleikju, að kanna útbreiðslu sýkilsins í villtum laxfiskum hér á landi og áhrif hans á heilsu fiska. Þessi tegund nýrnaveiki er litin mjög alvarlegum augum til dæmis í Noregi. Það sem telst alvarlegt við þennan sjúkdóm er að hann leggst á allar tegundir; lax, urriða og bleikju. Þetta gerir að verkum að sjúkdómurinn getur breiðst út frá stöðuvatni til ár, til næstu ár með sjóbleikju og sjóurriða sem ekki ganga langt til hafs. - shá Nýrnaveiki, sem litin er alvarlegum augum erlendis, greind í Elliðavatni: Sjúkdómur í Elliðavatnsbleikju FRÁ ELLIÐAVATNI Þrjár bleikjur af átján reindust sýktar við rannsóknina. Rannsóknir á fyrirbærinu eru taldar aðkallandi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA EGYPTALAND, AP Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, ætlar sér að fjölga konum á egypska þinginu á næsta ári. Mubarak ávarpaði báðar deildir þingsins í gær og lofaði að tvö þingsæti hvers héraðs yrðu frátekin fyrir konur. Níu konur sitja á þingi. Fjórar þeirra voru kjörnar en hinar fimm voru skipaðar af forsetanum. Engin þingsæti eru nú frátekin fyrir konur. Kvenréttindafélög í Egypta- landi hafa sagt að meira þurfi að koma til eigi að rétta hlut kvenna í stjórnmálum í landinu. - þeb Forseti Egyptalands: Þingsæti frátek- in fyrir konur Auglýsingasími – Mest lesið NEYTENDUR Lítrinn af dísilolíu kost- ar nú þrjátíu krónum meira en lítri af bensíni. Á útsölustöðum Olís kostaði dísillítrinn 179,60 krónur en af bensíni 149,50. Í Danmörku er olían ódýrari en bensínið. Samúel Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri vörustýringarsviðs hjá Olís, segir skýringuna einfalda. „Það er gríðarlega mikill munur á innkaupsverði á olíu og bensíni. Sama þróun er í gangi í Evrópu almennt vegna þess að eftirspurnin eftir olíu hefur aukist í takt við kröfur um umhverfisvænni bíla. Með aukinni eftirspurn hækkar verðið.“ Árið 2002 var olíugjaldi komið á og síðan hefur dísilolía hækkað mjög í verði. Helgi Hjörvar, for- maður umhverfisnefndar Alþingis, segir sjálfsagt að endurskoða skattaumhverfi. „Það er eðlilegt að forsendur skattlagningar séu endurskoðaðar því það var yfirlýst markmið fjár- málaráðherra og fyrri ríkisstjórn- ar að dísilolían ætti að vera eilítið ódýrari og þannig ætti að hvetja til notkunar hennar. Það er auðvitað fullt af fólki sem keypt hefur bif- reiðar á þeim forsendum og þegar veruleikinn er orðinn svo langt frá því sem upp var lagt með hlýtur að vera eðlilegt að taka það til athug- unar.“ Samúel segir ekkert benda til að olían muni lækka í hlutfalli við bensínið, til þess þurfi að verða stórvægilegar breytingar á heims- markaðsverði. - kóp Dísilolía hefur hækkað mjög í verði síðan olíugjaldi var bætt á: Dísil mun dýrara en bensín DÝRT DÍSIL Dísillítrinn er 30 krónum dýrari en bensínlítrinn. Formaður umhverfisnefndar Alþingis vill endur- skoða skattaumhverfið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VERÐ Í DANMÖRKU Dísilolía er ódýrari en bensín í Dan- mörku. Þar beita yfirvöld sköttum til að hvetja til aukinnar notkunar dísilolíu. Verð hjá Shell í Danmörku: 95 oktan blýlaust 8,72 98 oktan blýlaust 9,01 Dísilolía 8,69 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.