Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 32
20 24. nóvember 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is RITHÖFUNDURINN LAURENCE STERNE FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1713. „Konur sem tárfella yfir sérhverju lítilræði, hryggjast aldrei af nein- um hlut.“ Þekkasta bók írska rithöfundarins er Líf og skoðanir Tristrams Shandy en hún var valin ein af 100 bestu bókum allra tíma, sem 100 þekktir rithöf- undar völdu. Saga Kongó hefur verið ein hörm- ungarsaga. Landið var undir stjórn Belga en óhætt er að segja að hvergi hafi verið meiri kúgun í Afríku en í þessari nýlendu Belga. Þegar kröfur um sjálfstæði urðu áberandi í Afríku upp úr seinni heimsstyrjöldinni var Kongó ekki undanskilið og var það lýst sjálf- stætt 1960. Ófriður hófst í kjölfarið og árið 1965 tók Joseph-Désire Mo- butu, formaður herráðsins, við völd- um. Hann var sannkallaður einræðisherra, var sá eini í kjöri í kosningum, sankaði að sér auðæfum úr fjárhirslum ríkisins og stjórnaði landinu með of- beldi. Hjálparaðstoð rann beint í vasa Mobutu en á meðan var vegakerfi landsins í molum. Stjórn- völd á Vesturlöndum studdu Mobutu hins vegar því hann var hatrammur andstæðingur kommún- ista. Hann ríkti í 30 ár en var steypt af stóli árið 1997. Þá tók ekki betra við. Frá árinu 1998 hefur ríkt styrjöld í landinu með þátttöku sjö erlendra herja. Fimm og hálf milljón manna hefur látist í stríðinu sem gerir það að mannskæðustu átökum frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Frá 2003 hefur ríkt vopnahlé að nafninu til en átök hafa aukist á ný í landinu að undanförnu. Tíðar nafnabreytingar hafa verið á Kongó. Fyrst hét það Belgíska-Kongó, síðan Kongó. Mobutu nefndi það Zaire en frá 1997 hefur það heitið Lýðræðislega lýðveldið Kongó (République démocratique du Congo) til aðgreiningar frá Lýð- veldinu Kongó sem er mun minna ríki og liggur vestar. Það kallaðist áður Franska-Kongó. Nú eru þessi ríki oft kölluð Vestur-Kongó og Austur-Kongó. ÞETTA GERÐIST: 24. NÓVEMBER 1965 Mobutu nær völdum í Kongó „Það var óskað eftir því af Alþjóða- samtökunum að ég byði mig fram til formanns og ég var nógu vitlaus til að taka það að mér, en þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur er í forsvari fyrir samtökin og í fyrsta sinn sem sjúklingur er formaður,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND-samtak- anna á Íslandi, og nýkjörinn formaður Alþjóðasamtaka MND-félaga til næstu fjögurra ára. Alls eru 49 lönd aðilar að samtökunum. „Verkefnin eru endalaus og ærin, en þetta verður alltaf jafn mikið starf og maður vill að það verði. Mér til aðstoð- ar er starfsmaður í bækistöðvum sam- takanna á Bretlandi sem sér um dag- legan rekstur,“ segir Guðjón og bætir við að útnefning hans sem formanns sé fyrst og fremst viðurkenning á starfi MND-félagsins hérlendis. „Ég hef verið ötull talsmaður þess að við MND-sjúklingar getum vel allt eins og aðrir, ef við fáum til þess að- stoð og þannig hugsa ég að þeir hafi ekki litið á mig sem sjúkling heldur einstakling til að níðast á,“ segir Guð- jón og brosir stríðnislega. „Væntan- lega hafa þeir þó séð sér hag í að nýta eitthvað af hugmyndum okkar Íslend- inga og víst er það upphefð sem ég verð að sitja undir í hjólastólnum.“ Guðjón er glettinn og hress, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm, en hann greind- ist með MND í mars árið 2004. Alls greinast um fimm til sex Íslendingar á hverju ári með MND, en sami fjöldi deyr úr sjúkdómnum og því um 25 sjúklingar á lífi á hverjum tíma. „Helstu baráttumál eru að efla rann- sóknir og finna lækningu við þessum fjanda. Einnig að bæta umönnun og lífsskilyrði fólks með MND um allan heim, því ákaflega mismunandi er að því búið. Á alþjóðavettvangi eru lönd sem hafa nákvæmlega ekkert, hvorki aðstöðu, búnað né hjálpartæki fyrir sína sjúklinga, en það eru vitaskuld grundvallarmannréttindi. Miðað við Mongólíu eru Íslendingar því með lúx- uskerfi, en í samanburði við Dani, Svía og Norðmenn erum við bölvaðir skuss- ar; ekki síst í félagskerfinu,“ segir Guðjón alvarlegur í bragði. Hann segist ekki þreyttur á að vinna fullan vinnudag í Orkuveitu Reykja- víkur og sinna tveimur formannsstörf- um. „Það gefur mér ugglaust mest að geta orðið að gagni og hjálpað öðrum. Fólk skammast í mér að slaka ekki á og segir mig gera of mikið, en þetta er mín líkamsrækt; ég sæki orku í þetta bras. Ég vann áður sem pípari hjá Hita- veitunni en hef síðan þvælst á milli deilda og verkefna eftir því sem getan hefur leyft, og á frábæra yfirmenn og samstarfsmenn sem leyfa mér að taka að mér önnur verkefni.“ Lífslíkur eftir greiningu á MND eru eitt til fimm ár og fer eftir tegund og afbrigði sjúkdómsins. „Við hittumst einu sinni í mánuði og reynum að stappa stálinu hvert í annað, en þetta er alveg ferlegur félagsskapur að halda dampi í því maður er ekki fyrr búinn að kynnast fólki en það kveður. Sumir fara á örfáum mánuðum á meðan aðrir tóra lengur og ég ætla mér að tóra í tugi ára, en það er eins og gengur; eng- inn veit hver er næstur,“ segir Guðjón sem fyrr á árinu var einn fjögurra Ís- lendinga til að prófa nýtt lyf sem mikl- ar vonir hafa verið bundnar við til að stöðva framgang sjúkdómsins. „Hinum þremur gengur mjög vel, en ég þurfti að hætta á lyfinu vegna ofnæmis fyrir því. MND-sjúklingar eru vongóðir um að það finnist lækn- ing við sjúkdómnum og reyndar full ástæða til bjartsýni, því fyrir þremur árum var til aðeins eitt lyf en í dag er á annan tug lyfja í prófun og heilmikið að gerast. Það vantar bara verulegan kraft í rannsóknir á sjúkdómnum því svo mikið er í húfi.“ thordis@frettabladid.is GUÐJÓN SIGURÐSSON: KJÖRINN FORMAÐUR ALÞJÓÐASAMTAKA MND-FÉLAGA Formennskan mín líkamsrækt DUGMIKILL Í ÞREMUR STÖRFUM Guðjón Sigurðsson er nýkjörinn formaður Alþjóðasamtaka MND-sjúklinga. Hann segir það gefa sér kraft að geta orðið að gagni og hjálpað öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1715 Ána Thames í Bretlandi leggur. 1951 Óskalög sjúklinga hefja göngu sína í Ríkisútvarp- inu. Þátturinn er á dag- skrá vikulega til ársins 1987. 1965 Lögreglumaðurinn Jó- hann Löve finnst suður af Skjaldbreið eftir að hafa villst á rjúpnaveiðum og verið týndur í 70 klukku- stundir. 1966 Bítlarnir hefja upptökur á Sgt. Pepper’s. 1969 Apollo 12 snýr aftur til jarðar. 1972 Suðurlandsvegur milli Reykjavíkur og Selfoss er tekinn í notkun eftir að hafa verið endurbyggður og lagður bundnu slitlagi. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Svanhildur Stefánsdóttir Ártúni 22, andaðist 19. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðviku- daginn 26. nóvember kl. 13.00. Guðmundur Rúnar Magnússon Steinn Logi Guðmundsson Ingibjörg Erna Sveinsdóttir Kristbjörg Guðmundsdóttir Magnús Árnason Sigurjón Guðmundsson Kristbjörg Elídóttir Hrönn Guðmundsdóttir Ásgeir Þór Eiríksson Stefán Magnús Guðmundsson Alda Ragna Þorvaldsdóttir og ömmubörn. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, Oddný Jónsdóttir frá Lunansholti, lést föstudaginn 21. nóvember á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Guðrún Jónsdóttir Þuríður Jónsdóttir Björgvin Kjartansson og frændfólk. AFMÆLI EYÞÓR ARNALDS tónlistar- maður er 44 ára. EINAR KÁRASON rithöfundur er 55 ára. KATHER- INE HEIGL leikkona er þrítug. Verðlaun Ferðamálastofu voru afhent nýlega í fjór- tánda sinn. Þau komu í hlut fyrirtækisins Hvalaskoðun Reykjavík ehf/Elding fyrir þá stefnu að vinna að stöð- ugum úrbótum í umhverfis- málum. Össur Skarphéðins- son iðnaðarráðherra afhenti verðlaunagripinn, skúlptúr eftir Aðalstein Svan Sigfús- son myndlistamann. Hvalaskoðun Reykjavík ehf./Elding er stærsta hvala- skoðunarfyrirtæki lands- ins með 42 starfsmenn og fjóra báta sem gerðir eru út frá Reykjavíkurhöfn. Það býður upp á marga afþrey- ingarkosti á Faxaflóasvæð- inu meðal annars hvala- og fuglaskoðun, eyjaferðir og sjóstangveiði. Árið 2006 fengu bátar fyr- irtækisins hið alþjóðlega umhverfismerki Bláfánann og árið 2007 gekk fyrirtæk- ið í samstarf við Íslenska ný- orku og tók þátt í vetnisverk- efninu SMART-H2. Nýlega hlaut það svo fulla umhverf- isvottun hjá Green Globe 21. Einkunnarorð þess eru: Mætum þörfum nútímans án þess að ganga á möguleika framtíðarinnar. -gun Heiður Eldingar Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Grétar Sveinsson, Rannveig Grét- arsdóttir og Vignir Sigursveinsson, öll frá Hvalaskoðun Reykjavíkur - Elding, Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.