Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 34
22 24. nóvember 2008 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég held að það væri stórsniðugt ef við tækjum niður eitthvað af þessum rimlum. Það myndi opna pleisið og gefa því nýja vídd. Olræt! Venjulega læt ég náttúruna ráða för, en fyrst það er helgi ... ... og ég ætla út á lífið ... ... smá góð lykt! Best fyrir ... Oj! Þar fór það! Halló, er það herra Dalberg? Jamm. Eruð þér ánægðir með gæði utan- bæjarsímtala yðar? Ekki aldeilis. Ég verð var við truflanir við mikil langlínusímtöl. Sérstak- lega þau sem ná lengra en Venus og Júpíter. Símasölumenn þola ekki þegar röddin mín fjarar út. Það lítur út fyrir að þetta verði erfiður dagur! Verði?! Hugleiðingar úr dýraat- hvarfinu Palli kanína Fólki finnst kanínur eins og ég vera sætar. Þess vegna kaupa margir mig til að gefa, læsa mig inni í litlu búri, taka mig svo og sleppa mér út í náttúruna. Virkilega sætt. Ég lendi alltaf í hálfgerðri togstreitu á hverju ári þegar búðirnar fyllast af jólavörum, um hvenær ég á að leyfa mér að kaupa fyrstu malt og appelsíndós- ina og hvenær ég á að baka fyrstu smákök- urnar. Jólahlaðborð valda mér líka alltaf hugarangri, því eins mikið og mig langar að fara og gúffa í mig gómsætum jólamat finnst mér það á sama tíma vera svik við hina einu sönnu jólamáltíð á aðfangadags- kvöld. Togstreitan nær líka til jólaskrautsins, því ég er alin upp við að aðventu- ljósin lýsi þar til tréð er sett upp og húsið skreytt á Þorláksmessu. Ég hef því yfirleitt reynt að hemja mig fram að aðventu, en byrja þá aðeins að skreyta. Í ár er annað andrúmsloft í samfélaginu en fyrir undanfarin jól. Þunginn í fólki leynir sér ekki, enda ekki við öðru að búast miðað við það sem á undan er gengið. Þegar ég fór að hugsa út í það um helgina sá ég enga ástæðu til að bíða með að setja upp jólaljósin og tengdi allar tiltækar jólaseríur, nema þær sem verða að bíða eftir jólatrénu þangað til í desember. Á þrettándanum hef ég líka alltaf fengið verk fyrir hjartað þegar ég horfi á eftir öllum ljósunum sem mér finnst ekki hafa fengið nægan tíma, svo það er aldrei að vita nema þau fái að lýsa út janúar í þetta skiptið. Jólin verða óhjákvæmilega erfiðari tími fyrir marga nú en oft áður. Í svartasta skammdeginu er auðvelt að leyfa áhyggj- um og svartsýni að ná yfirhöndinni svo jólaljósin hafa kannski aldrei gegnt jafn veigamiklu hlutverki og akkúrat í ár. Okkur veitir ekki af orkunni frá ljósadýrðinni til að byggja upp gleðiforða fyrir komandi mánuði, svo nú er um að gera að njóta jólaljósanna í allri sinni dýrð. Ljós í allri sinni dýrð NOKKUR ORÐ Alma Guð- mundsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.