Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 24. nóvember 2008 23 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 24. nóvember ➜ Dans 20.00 Tangóævintýrafélagið stendur fyrir tangókvöldi á 22, Laugavegi 22, II hæð, þar sem boðið verður upp á ókeypis kennslu í argentískum tangó. Allir velkomnir. ➜ Fyrirlestrar 12.30 Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistar- maður, fjallar um eigin verk í húsnæði myndlistardeildar Listaháskólans, stofu 024 að Laugarnesvegi 91. ➜ Menningardagskrá 20.00 Málið, músíkin, og myndlistin Menningardagskrá helguð Steini Stein- arri í Listasafni Árnesinga. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, Hveragerði. ➜ Sýningar Ungblind og Utan-garðs Í Gerðubergi hafa verið opnar tvær sýningar. Annars vegar ljósmyndasýning Björns Sigurjóns- sonar og hins vegar sýning á olíumál- verkum eftir Halldóru Helgadóttur. Opið mán.-föst. 11-17 og um helgar 13-16. Gerðuberg, Gerðubergi 3-5. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Nú færðu rjómann frá MS á 20% lægra verði í næstu verslun. Gerðu það gott með rjóma frá MS. Höfum það notalegt í skammdeginu. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Í dag hefst leikför Möguleikhússins um Norðurland en flokkur á þess vegum sýnir nyrðra leiksýninguna Hvar er Stekkjarstaur? Sýnt verður í grunn- og leikskólum á Blöndu- ósi, Sauðárkróki, Siglufirði og Akureyri, en leikferðir sem þessi eru einn veigamesti þátturinn í starfi Möguleikhússins nú þegar leikhúsið hefur brugðið búi við Hlemm. Leikritið, sem er eftir Pétur Eggerz, var frumsýnt fyrir jólin 1996, en hefur síðan verið á dagskrá Möguleikhússins með reglulegu millibili og notið mikilla vinsælda. Eru sýningar á verkinu orðnar rúmlega 200 talsins. Í leikritinu segir frá því þegar það gerist eitt sinn að jólasveinninn Stekkjarstaur skilar sér ekki til byggða á tilsettum tíma hinn 12. desember. Þegar aðalpersóna leikritsins, Halla, fer að athuga hvernig á því stendur kemst hún að því að jólasveinunum er orðið svo illa við allan ysinn og þysinn í mannheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin. Spurningin er hvort Höllu takist að fá þá til að skipta um skoðun. Tveir leikarar taka þátt í sýningunni, en það eru þau Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz. Leikstjóri er Pétur Eggerz en leikmynd og búningar voru unnin í samvinnu leikhópsins og Helgu Rúnar Pálsdóttur. - pbb Leikför um Norðurland Útgáfutónleikar Tómasar R. Einarssonar vegna geisladisksins Trúnó verða í Iðnó á miðvikudags- kvöldið kl. 20.00. Þar mun hljóm- sveit Tómasar og söngvararnir Ragnheiður Gröndal og Mugison flytja lög Tómasar við ljóð yngri og eldri skálda, auk hans eigin texta. Hljómsveitina skipa auk bassaleik- arans Tómasar, Ómar Guðjónsson gítar, Davíð Þór Jónsson píanó og hammondorgel, Matthías MD Hemstock trommur og slagverk og Óskar Guðjónsson saxófón. Það sem sungið er um á Trúnó eru ástin í öllum sínum myndum, einsemdin, timburmannaraunir og tilvist guðs. Skáldin sem eiga ljóð á geisladisknum eru Halldór Kiljan Laxness (Hjarta mitt), Ingibjörg Haraldsdóttir (Nú eru aðrir tímar, Sumarkvöld við Hvalfjörð), Kristín Svava Tómasdóttir (Klof vega menn, Náungar mínir), Steinn Steinarr (Veglaust haf), Sveinbjörn I. Baldvinsson (Örljóð langþreytta drykkjumannsins, Vor) og Vilborg Dagbjartsdóttir (Þú). Tómas á sjálfur þrjá texta (Stolin stef, Morgunn, Alls óvænt). Trúnó var plata vikunnar á Rás 2 10-16. nóvem- ber. Tónleik- arnir í Iðnó verða þeir einu sem allur Trúnóhóp- urinn verður á sviðinu. - pbb Trúnó í Iðnó LEIKLIST Pétur Eggerz, höfundur verksins um Stekkjar- staur sem norðlensk börn njóta næstu daga. MYND FRÉTTABLAÐIÐ /STEFÁN TÓNLIST Tómas R. Einarsson fylgir plötu sinni eftir með tónleikum á morgun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.