Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 36
24 24. nóvember 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Nýjasta plata Guns N´Roses, Chinese Democracy, er orðin vinsælasta platan í sögu Myspace- síðunnar. Sveitin leyfði aðdáend- um sínum að hlusta ókeypis á plötuna á síðunni á fimmtudag og voru viðbrögðin framúrskarandi. Þegar mest lét var platan spiluð 25 sinnum á sekúndu sem er vita- skuld mjög góður árangur. Hlustun á plötuna er nú yfir þremur milljónum, sem er töluvert meira en fyrri methafinn, Beyoncé Knowles, náði með sinni síðustu plötu. Sautján ár eru liðin síðan síðasta plata Guns N´Roses kom út með nýju efni og hafa margir því beðið eftir Chinese Democracy með mikilli eftirvænt- ingu. Settu met á Myspace AXL ROSE Herbragð Axl og félaga að skella plötunni á Myspace virðist hafa heppnast fullkomlega. Bandaríski rapparinn Kanye West segir að The Red Hot Chili Peppers sé uppáhaldshljómsveit- in sín. Hann segir að góðar melódíur sveitarinnar hafi fyrst og fremst heillað sig. „Góðar melódíur skipta mig miklu máli,“ sagði hann. „Anth- ony Kiedis er ekki besti söngvar- inn í heiminum en þetta er samt uppáhaldshljómsveitin mín.“ West er þessa dagana að ljúka tónleikaferð sinni um Bretland, sem er hluti af heimsreisu hans Glow in the Dark. Red Hot besta sveitin Leikstjórinn Zack Snyder, segir að nýjasta mynd sín Watchmen, verði trú upprunalegu teiknimyndasög- unni sem hún er gerð eftir. „Ég vona að áhorfendur verði yfir sig hrifnir, alveg eins og ég var þegar ég las teiknimyndasöguna,“ sagði Snyder, sem á að baki myndirnar Dawn of the Dead og 300. Höfundur teikimyndasögunnar, Alan Moore, segist ekkert vilja með bíómyndina hafa og vill ekki að nafn sitt komi fram í tengslum við hana. „Alan hefur haft slæma reynslu af Hollywood,“ sagði breski listamaðurinn Dave Gibbons, sem sá um teikningarnar í fyrstu Watchman-sögunni sem kom út árið 1987. Snyder segir að ákvörðun Moores hafi valdið sér vonbrigðum en hann virði hana engu síður. Watchmen, sem verður frumsýnd næsta vor, gerist í Bandaríkjunum á níunda áratugnum þar sem grímu- klæddar hetjur berjast við vondu karlana. Verður trú sögunni WATCHMEN Myndin Watchmen er byggð á samnefndum teiknimyndasög- um frá níunda áratugnum. > JÓLABARN Á LEIÐINNI Usher á von á sínu öðru barni í desember. Barnið er væntanlegt 15. desember og segir söngvarinn það án efa verða bestu jólagjöf sem hann geti hugsað sér. Usher og eigin- kona hans, Tameka Foster, eiga fyrir ársgamlan son, en Usher, sem er 30 ára, segist alltaf hafa viljað eignast börn snemma á ævinni og er því ánægður með hlutskipti sitt í dag. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sem tónlist við leikverk,“ segir Jarþrúður Karlsdóttir sem gefur úr plötu með tónlistinni úr leikritinu Dansaðu við mig, en verkið er sýnt í Iðnó um þessar mundir. Jarþrúður hefur samið tónlist um árabil og meðal annars sungið með hljómsveitinni Thunder cats auk þess sem hún hefur starfað sem hljóðmað- ur í Þjóðleikhúsinu um nokkurt skeið. „Ég hef samið alls konar tónlist í mörg ár, en það var allt öðruvísi að semja tónlist fyrir leikrit því hún þarf fyrst og fremst að falla að verkinu. Það var töluverð vinna, aðallega af því að ég hef svo mikla fullkomnunaráráttu, en rosalega skemmtilegt,“ segir Jarþrúður sem syngur lögin sjálf og sér að mestu leyti um hljóðfæraleikinn á plötunni. „Þetta er frekar minimalísk tónlist, en ég bætti aðeins við undirleik- inn á plötunni svo hún stæði betur ein og sér,“ bætir hún við. Auk tónlistarstarfanna lætur Jarþrúð- ur sig varða þjóðfélagsmálin og er félagi í samtökunum Undirrót sem urðu til í kjölfar kreppunnar. „Kjarninn í hópnum er átta manns og við hvetjum fólk til að mótmæla á friðsamlegan hátt, en allir sem vilja leggja okkur lið eru velkomn- ir. Mér finnst ástandið í samfélaginu það rosalegt að ég gat ekki bara setið heima og gert ekki neitt,“ segir Jarþrúður að lokum, en plata hennar er væntanleg í verslanir í næstu viku. - ag Gefur út tónlist úr leikriti GEFUR ÚT SJÁLF Jarþrúður sér sjálf um útgáfu tónlistarinnar úr leikverkinu Dansaðu við mig sem kemur út í næstu viku. Verðhrun Jakkar kr. 2.500 Pils og buxur kr. 1.500 Kápur kr. 5.000 Úlpur kr. 3.000 Ármúla 38Opið mánud. til föstud. frá kl. 12.00 - 18.00 Útsölumarkaður Verðlistans allt á borð i kr. 1.0 00 Allra síðas ta vik a Verðhrun Reese Witherspoon finnst of snemmt að giftast kærasta sínum, leikaranum Jake Gyllenhaal. Reese, sem á tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Ryan Phillippe, segir skilnaðinn hafa breytt skoðun sinni á hjónaböndum. „Fjölskyldan er allt sem við eigum í lífinu en ég veit ekki hvað mér finnst um hjónaband. Það er of stutt síðan ég skildi til að ég sé farin að leiða hugann að því að gifta mig aftur,“ segir leikkonan í viðtali við tímaritið Parade, en hún hefur aldrei gefið upp ástæðuna fyrir skilnaði hennar og Ryans Phillippe. „Stundum er erfitt að átta sig á af hverju hlutirnir gerast, en maður verður að bera ábyrgð á sínum eigin ákvörðunum,“ bætti hún við. Bíður með brúðkaup HAMIGJUSÖM Allt virðist leika í lyndi hjá Reese Witherspoon og kærasta hennar Jake Gyllenhaal, en Reese segist ekki vera farin að íhuga brúðkaup. NORDICPHOTOS/GETTY JAKE GYLLEN- HAAL Þarf að bíða enn um sinn. Clint Eastwood hefur tilkynnt að hann sé hætt- ur að leika. Kvikmyndin Gran Torino verður síðasta kvikmynd þessarar spag- ettivestrahetju. Gran Torino segir frá uppgjafa- hermanni frá Kóreustríðinu sem tekur vandræðaungling upp á sína arma eftir að táningurinn reynir að stela djásni hermannsins, 1971 árgerð af Gran Torino. Reyndar fóru margar sögur á kreik í kring- um þessa kvikmynd. Því marga hefur dreymt um að hinn 78 ára gamli Eastwood myndi endurtaka leikinn í síðasta sinn sem Dirty Harry. „Maður á alltaf að hætta á toppnum. Mig langar ekkert að verða eins og hnefaleikakappi sem stendur í hringnum og er kominn langt frá sínu besta,“ segir Eastwood í sam- tali við Sunday Express. Hann tók hins vegar skýrt fram að hann hygðist ekki leggja kvikmynda- gerð á hilluna. Hann ætlaði að sitja áfram í leikstjórastólnum. Eastwood virðist síður en svo eitt- hvað vera farið að förlast í þeim stólnum því nýjustu kvikmynd hans, Changeling, hefur verið hampað af bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Kannski má segja að kjaftasög- urnar um endurnýjað samstarf Clints og Dirty Harry segi hvað mest um tiltrú manna á leikaran- um. Þrátt fyrir að vera að nálgast níræðisaldurinn virðist trúin á Eastwood nánast ódrepandi. Eng- inn sá neitt athugavert við það að sjá mann á þessum aldri, eltast við glæpamann með risavaxna skammbyssu að vopni. Svo lengi sem það og hið sama gamalmenni væri Clint Eastwood. Síðastliðna hálfa öld hefur East- wood verið ímynd karlmennsk- unnar og táknmynd hörkunnar í bandarískri kvikmyndagerð. Honum gekk reyndar ekki vel í upphafi ferilsins en frammistaða hans í ítölsku spagettívestrunum opnaði honum leið inn í drauma- verksmiðjuna á nýjan leik. Frammistaða hans sem Dirty Harry varð síðan til þess að tryggja veg og vegsemd hans í Hollywood. Eastwood kom síðan öllum á óvart þegar hann hóf að leikstýra en hæfileikar hans á því sviði eru ótvíræðir. Kvikmyndir á borð við Bird, Unforgiven og Million Doll- ar Baby segja alla söguna. Eastwood hættir að leika ÁFRAM LEIKSTJÓRI Clint Eastwood ætlar að halda áfram að vera leikstjóri þó að leikaraskórnir hafi verið lagðir á hilluna. EFTIRMMINNILEGAR PERSÓNUR Spag- ettivestrahetjan Blondie úr kvikmynd Sergio Leone, Hinn góði, sá slæmi og hinn ljóti og byssuglaði rannsókn- arlögreglumaðurinn Harry Callahan eru meðal þekkustu persóna CLints Eastwood.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.