Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 43
MÁNUDAGUR 24. nóvember 2008 31 FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur undanfarið látið í ljós að hann hafi hug á að styrkja framherjasveit sína þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Hann talaði um möguleikann á að endurkalla Frazier Campbell úr láni hjá Tottenham og í gær í viðtali við breska götublaðið News of the World virtist skoski knattspyrnustjórinn gefa í skyn að hann hafi ekki sleppt tökunum á framherjanum Giuseppe Rossi sem United seldi til Villarreal á 6,6 milljónir punda í fyrra. „Hann er frábær leikmaður og það var erfitt að láta hann fara á sínum tíma. En þegar Villarreal bauð þennan pening og, það sem meira máli skiptir, með klásúl- unni í samningnum um við gætum keypt hann til baka, þá var þetta of gott boð til þess að hafna því. Við munum nú klárlega skoða möguleikann á að fá hann aftur til Old Trafford og það er enn allt opið hvað það varðar,“ segir Ferguson. - óþ Sir Alex Ferguson, Man. Utd: Gæti reynt að fá Rossi aftur ROSSI Í leik með Manchester United árið 2006. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Fabiano Farah, umboðs- maður hins brasilíska Ronaldos, greindi frá því í gær að þrjú ónefnd félög í ensku úrvalsdeild- inni væru búin að ræða við sig um möguleikann á að fá fram- herjann snjalla í sínar raðir í janúar en Man. City hefur þar fyrir utan opinberað áhuga sinn. „Núna eru fjögur ensk úrvals- deildarfélög að keppast um Ronaldo og ég get staðfest það að hann hefur hug á að bæta ensku úrvalsdeildinni á farsæla ferilskrá sína,“ segir Farah í viðtali við Sunday Mirror. Hinn 32 ára gamli Ronaldo vinnur að endurhæfingu sinni hjá Flamengo í Brasilíu. - óþ Umboðsmaður Ronaldos: Fjögur ensk lið á eftir Ronaldo RONALDO Er enn eftirsóttur ef marka má viðtal við umboðsmann hans í gær. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Barcelona mistókst að vinna sinn tíunda deildarleik í röð þegar Getafe kom í heimsókn á Nývang en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Barcelona í leiknum. Gestirnir í Getafe náðu óvænt yfirhöndinni í leiknum með marki Dels Moral Manu strax á 19. mín- útu. Börsungar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin en lítið gekk hjá þeim framan af leiknum. Framherjinn snjalli Samuel Eto‘o komst næst því að skora fyrir heimamenn í lok fyrri hálfleiks þegar skot hans hafnaði í stöng. Það var ekki fyrr en á 72. mínútu að Seydou Keita náði að jafna metin með góðu skallamarki eftir góða sendingu frá Daniel Alves en stuttu áður var Victor Valdes vel á verði í marki Barcelona og varði skot Juans Albin í stöng. Pep Guardiola, knattspyrnu- stjóri Barcelona, skipti svo Eið Smára inn á mínútu síðar fyrir varnarmanninn Silvinho í von um að glæða frekar upp á sóknarleik heimamanna. Hvorugu liðinu tókst hins vegar að finna leiðina að markinu í loka- kafla leiksins og Getafe náði því að stöðva sigurgöngu Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona voru talsvert langt frá sínu bestu gegn Getafe og liðið saknaði greinilega argentínska snillingsins Lionels Messi sem var hvíldur. Barcelona er þó sem fyrr á toppi spænsku deildarinnar en jafntefl- ið þýðir að Börsungum mistókst að endurheimta fimm stiga forskot sitt á erkifjendurna í Real Madrid sem eru í öðru sætinu, nú þremur stigum á eftir þeim. Getafe er hins vegar í fjórtánda sæti. Atletico Madrid er í sjötta sæti og mistókst að minnka muninn yfir í toppliðin þegar liðið missti unn- inn leik niður í jafntefli á lokamín- útunni gegn Numancia. - óþ Eiður Smári kom inn á sem varamaður í jafntefli Barcelona á heimavelli í gær: Getafe hélt aftur af Barcelona ENN Á TOPPNUM Barcelona er enn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins náð í jafntefli gegn Getafe á heimavelli sínum í gær. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.