Fréttablaðið - 26.11.2008, Page 1

Fréttablaðið - 26.11.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Jafet S. Ólafsson Með hnullung í skónum 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 26. nóvember 2008 – 49. tölublað – 4. árgangur Ársreikningaskrá Sektað í fyrsta sinn fyrir vanskil reikninga 2 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Bílalán seðlabanka | Banda- ríska viðskiptaráðuneytið ætlar að verja á bilinu 25 til 100 millj- örðum dollara til að auka fram- boð ýmissa neytendalána. Kaupa á skuldvafninga sem innihalda bílalán, kreditkortaskuldir og námslán. Minni fasteignasala | Sala á eldra húsnæði í Bandaríkjunum dróst saman um 3,1 prósent milli mánaða í október. Sölutölur í mánuðinum voru undir vænting- um hagfræðinga. Óseldum eign- um á söluskrá fækkaði þó lítil- lega milli mánaða. Svart útlit í Bretlandi | Hrun hefur orðið í umsóknum um fast- eignalán í Bretlandi, en tölur frá samtökum fasteignalánveitenda sýna að bankar veittu helmingi færri fasteignalán í október en fyrir ári. Minni DVD-sala | Sala á DVD- diskum, sem eru helsta tekju- lind kvikmyndavera í Hollywood, hefur dregist saman um fjögur prósent það sem af er ári. Mestur er samdrátturinn í dýrum nýjum myndum, 22 prósent. Þá er sala á Blue-ray diskum langt undir væntingum. Hætt við kaup | BHP, stærsta námufélag heimsins, er hætt við yfirtöku sína á Rio Tinto, móð- urfélagi álversins í Straumsvík. Forstjóri BHP segir yfirtökuna mjög kostnaðarsama og væri erf- itt að selja eignir upp í skuldir nú um stundir. „Þegar skilanefnd Glitnis tók bankann yfir var til- kynnt að allri erlendri starfsemi yrði hætt. Starf- semin í Bandaríkjunum fór fram í hlutafélagi sem bar nafnið Glitnir Capital Corporation og var með tvenns konar starfsemi; fjárfestingar sem voru bókaðar hjá móðurfélaginu á Íslandi og eru í eigu þess félags og í öðru lagi ráðgjöf til viðskiptavina sem var veitt af starfsmönnum skrifstofunnar,“ segir Magnús Bjarnason, einn fjögurra fyrrver- andi starfsmanna Glitnis, sem hafa tekið yfir rekst- urinn í New York. Jónína Benediktsdóttir athafnakona spurði iðnað- arráðherra út í sölu skrifstofunnar á borgarafundi í Háskólabíói á mánudagskvöld. Hann kannaðist þá ekkert við málið. Magnús segir að eðli málsins samkvæmt sé ráð- gjöf bundin við starfsmennina sem á sviðinu starfi, Jonathan Logan, Ignacio Kleiman, Magnús Bjarna- son og Timothy Spanos. Hafa þeir stofnað fyr- irtækið Glacier Partners til þess að halda þeirri starfsemi áfram. Hann segir útlán og fjárfestingar Glitnis hafa gengið vel í Bandaríkjunum og slíkar eigur séu áfram í eigu gamla Glitnis. Skilanefnd Glitnis sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær, þar sem fram kemur að skrif- stofa gamla Glitnis í New York hafi verið sölu- skrifstofa í leiguhúsnæði með óverulegum eignum. „Ljóst er að ekki var um hátt söluverð að ræða enda eignir óverulegar. Lánasafn var ekki selt með starf- seminni og bankinn losnaði við allar skuldbinding- ar sem skrifstofunni fylgdu. Aðrar eignir, s.s. mál- verk, voru undanskilin í sölunni í samræmi við til- mæli menntamálaráðuneytis og hafa verið send til Íslands.“ - bih Taka yfir Glitni í New York Ingimar Karl Helgason skrifar „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjár- hagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem ber- sýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á til- skipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjár- málafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins.“ Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Frétta- blaðsins um gögn úr bankanum. Blaðið skrifaði forsvarsmönnum Glitnis, Lands- bankans og Kaupþings, auk Fjármálaeftirlits (FME), viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Óskað var gagna eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir hafa þegar svarað, og eru svörin skýr. Upplýsingar verði ekki látnar af hendi, vegna bankaleyndar. Landsbankinn og Glitnir segjast ekki munu láta af hendi nein gögn, nema til komi til- mæli frá Alþingi, í formi laga. Kaupþing bætir við að hæpið sé að lagasetning „geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga“. Þá fullyrða Kaupþingsmenn að verði upplýsingar veittar, gerist starfsmenn sekir um að brjóta gegn lögum um bankaleynd og upplýsingalög. Tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brotum. „Engin heim- ild er til refsilækkunar á grundvelli þess að seðla- bankastjóri telji að bankaleynd eigi ekki við um þessi mál.“ Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við, þegar fjallað væri um aðdraganda bankahruns- ins. Hann fullyrti að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði fengið þúsund milljarða að láni hjá bönkunum. Eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólík- indum langt til að finna út að sami aðili væri óskyld- ur sjálfum sér“. Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankanna námu lán til venslaðra aðila um 275 milljörðum króna. Sam- kvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu lán þeirra til inn- lendra aðila hátt í 5.000 milljörðum króna. Um þriðjungur þess fór til eignarhaldsfélaga. Kaupþing segir í svari við fyrirspurn blaðsins, að lán til tengdra aðila hafi verið komið á framfæri við FME. Þá segir að reglur um friðhelgi um einka- málefni hafi verið kallaðar grundvallarreglur rétt- arríkisins. „Það ástand sem nú ríkir felur ekki í sér réttlætingu á því að slíkum reglum sé vikið til hlið- ar. Þvert á móti hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um slík grundvallarréttindi.“ Bankaleynd ekki aflétt Bankarnir óttast viðurlög, ef þeir segja frá viðskiptum sínum. Kaupþing hyggst ekkert birta nema dómstólar krefjist þess. „Nýi Glitnir hefur tilkynnt Fjár- málaeftirlitinu um meint brot á þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyrirtæki,“ segir Tómas Sigurðsson, yfirlögfræðingur bankans. Tómas vísar til þess að almenn- ingur fékk aðgang að gögnum úr lánabók gamla Glitnis, þegar Morgunblaðið birti hluta þeirra á sunnudag. Þar kom meðal ann- ars fram að helstu stjórnendur Glitnis hefðu, ásamt FL Group, sem var stærsti hluthafinn, brot- ið verklagsreglur við lánveiting- ar. Tugmilljarðalán hefðu verið ákveðin af fáum, án þess að lán- veitinganefnd fjallaði um, eða áhætta væri metin. Tómas segir meint brot tvíþætt: „Í fyrsta lagi er tilkynnt um þá háttsemi að trúnaðarupplýsingar um viðskiptamenn bankans hafi verið afhentar blaðamanni og í öðru lagi þá háttsemi Morgun- blaðsins að birta upplýsingarnar. Lög um fjármálafyrirtæki kveða skýrt á um það að sá sem veit- ir trúnaðarupplýsingum viðtöku sé bundinn þagnarskyldu á sama hátt og starfsmenn bankans. Bankinn stendur vörð um þær upplýsingar sem honum er trúað fyrir af viðskiptamönnum sínum og getur ekki látið það átölulaust að skýlaus ákvæði um þagnar- skyldu séu brotin.“ Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, bendir á að dómar hafi fallið þar sem almannahags- munir væru metnir ríkari en þagn- arskyldan. „Við mátum það svo í þessu tilviki.“ - ikh, bih Glitnir kærir til FME HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS Í REYKJAVÍK. 6 Orðskýringin Hvað er skilanefnd? Vistvæna prentsmiðjan! Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 26. nóvember 2008 — 324. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG SIGRÍÐUR STEPHENSEN Safnaði efni á hátíð heimstónlistar í Sevilla • á ferðinni • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Sigríður Stephensen, dagskrár- gerðarmaður á Rás 1, hefur á síð- ustu árum vakið athygli á heims-tónlist í útvarpsþættinum Til allra átta. Nýlega skellti Sigríður sér á heimstónlistarhátíðina og -ráð-stefnuna Womex á Spáni, þar sem kennir ýmissa grasa í tónlist.„Womex er aðalhátíðin þar sem allur tónlistarbransinn kemur saman. Ekki aðeins tónlistarmenn heldur líka útgefendur, umboðs- menn, fjölmiðlafólki einu þannig að maður fær rétt svo smjörþefinn af hverju og einu atriði. Dagskráin er fjölbreytt eftir því, allt frá kyrrlátum og lág-stemmdum atriðum upp í rokk, salsa og stuð. Íslendingur tróð meira að segja upp, Ólöf Arnalds, og vakti mikla athygli,“ útskýrir hún og bætir við að nokkrir tón-listarmenn hafi staðið upp úr á hátíðinni. Með l Sigríður segist hafa nýtt tímann til að safna efni fyrir plötusafn Ríkisútvarpsins, mynda tengsl við þátttakendur og gesti og hlýða á fyrirlestra sem fluttir voru af sér- fræðingum í heimstónlist. „Fyrir- lestrarnir, sem fara flestir fram á daginn, eiga sinn þátt í að aðgreina hátíðina frá öðrum viðburðum afþessum toga þ á Allir heimsins hljómarSigríður Stephensen, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, brá sér nýverið á heimstónlistarhátíðina og -ráð- stefnuna Womex á Spáni. Þar koma saman áhugaverðir tónlistarmenn héðan og þaðan úr heiminum. Sigríður heldur upp á heimstónlist og fékk útrás fyrir áhugann á Womex-hátíðinni og ráðstefnunni á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓLAGJAFIR til barna og unglinga eru meðal þess sem mæðrastyrksnefnd í Hafnarfirði tekur á móti fyrir jólin til þess að létta byrðar þeirra sem minnst mega sín um jólahátíðina. Tekið er á móti gjöfunum í Jólaþorpinu. FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR HÆGUR Í dag verður hæg norðlæg átt. Stöku él norðanlands og hætt við snjómuggu allra syðst. Frost víðast 0-8 stig, kaldast til landsins nyrðra. Hvessir með snjókomu norðanlands í kvöld og nótt. VEÐUR 4 -4 -5 -5 -1 0 ANDRI FREYR VIÐARSSON Rekinn fjórðu jólin í röð Brottreksturinn boðar komu jólanna. FÓLK 30 Ólafía sýnir boli sína Jónína Ben meðal sýningarstúlkna í Kassanum á fimmtudags- kvöld. FÓLK 30 Sláandi líkur James Taylor Stefán Hilmarsson fer ekki í felur með aðdáun sína á umslagi jólaplötu James Taylor. FÓLK 30 Menningarstund í Salnum Félag eldri borgara í Kópavogi heldur upp á 20 ára afmæli í dag. TÍMAMÓT 18 BANKAHRUNIÐ Til hliðar við skilanefndir bankanna voru í fyrstu vikunni eftir hrunið skipuð sérstök teymi endurskoðenda til að rannsaka viðskipti inni í bönkunum. „Teymin fengu umboð til að skoða allt sem tengist starfsmönnum, fyrrverandi eigendum, stjórnar- mönnum og innherjum. Þetta varð mjög stórt mengi þegar búið var að skilgreina alla þá sem gætu hafa verið með einhverja óeðlilega aðkomu að hlutum. Það er verið að skoða alla fleti,“ segir Árni Tómas- son, formaður skilanefndar Glitnis. „Upphaflega héldu menn að hægt væri að ljúka þessu á þremur vikum eða einum mánuði en svo sögðu þeir að ekki væri nóg að skoða aðeins þá sem lagt var upp með heldur þyrfti líka að athuga ættingja og aðra tengda aðila. Á endanum voru þúsundir einstaklinga komnar til skoðunar. Þetta er ekki síður gert starfsmannanna vegna svo þeir þurfi ekki að liggja undir óréttmætum grun,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna reyna endurskoðendateymin að rannsaka allar leiðir sem hugsanlegt sé að menn hafi notað við eitthvað misjafnt innan bankanna. Gríðarlegt magn af ýmsum skilgreiningum og upplýsingum aftur í tímann sé samkeyrt í tölvufor- ritum. „Ég tek það fram að við höfum engar vísbending- ar um eitthvað óeðlilegt,“ ítrekar Árni. - gar Endurskoðendur í risavöxnu verkefni við skoðun á viðskiptum innan bankanna: Þúsundir manna í rannsókn FÓLK Valur Þór Gunnarsson missti vinnuna um síðustu mánaðamót. Í stað þess að leggjast í þunglyndi ákvað hann að finna sér eitthvað að gera. Niðurstaðan varð Kreppuspilið sem kemur út fyrir jólin. Þetta borðspil verður allt hið kreppulegasta, selt ódýrt og framleitt á Íslandi. Almenningur getur nú hjálpað til við að semja spjöldin sem fylgja spilinu á Netinu. - drg / sjá síðu 22 Kreppuspilið í ár: Endurspeglar þjóðarsálina HÖFUNDAR KREPPUSPILSINS Fólki gefst kostur á að hjálpa til við semja spjöldin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Fjárfestingafélagið Gift skuldar á annan tug milljarða króna umfram eignir. Skilanefnd Eignarhaldsfélagsins Samvinnu- trygginga, sem Gift er stofnað úr, hefur skilað umboði sínu og kallað fulltrúaráð félagsins á fund. Þetta gerði nefndin eftir að hún frétti um slæma stöðu, eftir því sem næst verður komst. Þetta hefur ekki fengist staðfest. Um 55 þúsund manns hafa búist við hlut í Gift frá því í fyrrasumar. Samvinnusjóðurinn átti um 40 prósent. Aðrir minna. Eigið fé Giftar var 30 milljarð- ar króna í fyrrasumar. Félagið mun hafa tapað á fimmta tug milljarða á Kaupþingi og Exista. - ikh Tugþúsundir biðu til einskis: Ekkert lengur til skiptanna EFNAHAGSMÁL Stærstu samtök vinnumarkaðarins funda á morgun um sameiginlega lausn í kjaramál- um til næstu missera. Miklar vonir eru bundnar við að samráð á breið- um grunni verði mikilvægt innlegg til lausnar þess mikla vanda sem íslenskt samfélag á við að eiga. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að breiðfylking Alþýðusambandsins, Samtaka atvinnulífsins, Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, Kennarasam- bandsins og Bandalags háskóla- manna geti orðið „mikilvægt hreyfiafl á næstu mánuðum“. Fund- urinn á morgun sé fyrsta skrefið til að stilla saman strengi og síðan verður rætt við hið opinbera. Gerð er sú krafa að yfirstandandi kjara- samningar verði til lykta leiddir á sambærilegum nótum og var gert hjá öðrum fyrr á árinu. Á það aðal- lega við samninga á milli sveitarfé- laga og viðsemjenda þeirra. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur afar mikilvægt að samtökin hafi ákveðið að freista þess að stilla saman strengi. „Verkefnið er að finna leið sem getur orðið launa- fólki og þjóðinni allri til heilla,“ segir Gylfi. Þór Sigfússon, formað- ur SA, segir mikilvægt að breiðri samstöðu verði náð á þessum vett- vangi. „Það er partur af þeirri við- spyrnu sem við þurfum til að koma efnahagslífinu á fullan skrið á næstu tveim árum.“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, segir mörg spurningarmerki um hvert stefni í samfélaginu. „Horft verður til áforma stjórn- valda hvað varðar samfélagsþjón- ustu, skatta- og millifærslukerfið, atvinnustigið og velferðarkerfið í heild. Allt hefur þetta áhrif á kjör fólks.“ - shá / sjá síðu 6 Samtök vinnumark- aðar ræða samstarf Öll stærstu samtök vinnumarkaðarins funda á morgun um sameiginlega lausn í kjaramálum til næstu ára. Gæti orðið mikilvægt hreyfiafl í kreppunni. Á SJÚKRABÖRUM FYRIR UTAN HLEMM Hinn slasaði lenti í átökum á Hlemmi sem lauk með því að hann var stunginn nokkrum sinnum með hnífi. Hann kom sér sjálfur af Hlemmi og inn á lögreglustöðina við Hverfisgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Karlmaður á miðjum aldri var fluttur í lífshættu á slysadeild eftir að hann var stunginn með hnífi á Hlemmi laust fyrir klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Maðurinn komst sjálfur af Hlemmi yfir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann gerði vart við sig. Lögreglan kallaði til sjúkrabíl sem flutti manninn á slysadeild Landspítal- ans. Maðurinn var særður nokkrum sárum, meðal annars á brjóstholi. Hann var á gjör- gæsludeild í nótt. Meintur gerandi, rúmlega tvítugur karlmaður, var handtekinn skömmu síðar. Aðdragandi árásarinnar er óljós en lögreglan ræddi við fjölda vitna að árásinni í gær. Málið er í rannsókn. - ovd Maður fluttur á gjörgæslu: Stunginn með hnífi á Hlemmi Á sigurbraut William Gallas sneri aftur í lið Arsenal og liðið komst áfram í Meistaradeild- inni. ÍÞRÓTTIR 26

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.