Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 2
2 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tveimur mönnum sem grunaðir eru um stórfelld auðgunarbrot og peningaþvætti var sleppt úr haldi í gær. Dómari hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir öðrum, og þótti lögreglu þá ekki ástæða til að halda hinum lengur í varðhaldi. Farið var fram á gæsluvarðhald fram á föstudag yfir Friðjóni Þórð- arsyni, sem gegnt hefur starfi for- stöðumanns verðbréfamiðlunar hjá verðbréfafyrirtækinu Virð- ingu. Tekið skal fram að Virðing er ekki til rannsóknar í málinu. Björn Þorvaldsson, aðstoðar sak- sóknari hjá Ríkislögreglustjóra, segir að farið hafi verið fram á að Friðjón yrði í gæsluvarðhaldi fram á föstudag, til að koma í veg fyrir að hann torveldaði rannsókn málsins. Dómari hafi hins vegar ekki fallist á kröfuna, þar sem ekki hafi verið nægjanlega sýnt fram á grun um refsiverð brot. „Við teljum að þetta geti tor- veldað rannsókn málsins, en við það verður að sitja,“ segir Björn. Tveir menn voru handteknir vegna málsins síðastliðinn föstu- dag, eins og greint var frá í Frétta- blaðinu. Öðrum mannanna var sleppt samdægurs, en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Friðjón var ekki á landinu á föstudag, en var hand- tekinn við komuna til landsins. Björn segir að sá maður hafi verið yfirheyrður fram eftir degi í gær, en látinn laus að yfirheyrsl- um loknum. Ekki hafi verið talið að það þjónaði tilgangi að hafa manninn í varðhaldi eftir að hér- aðsdómur hafnaði varðhaldskröfu vegna Friðjóns. Engum tilgangi þjónar að kæra niðurstöðu héraðs- dóms til Hæstaréttar, segir Björn. Slíkt taki að jafnaði tvo sólar- hringa, og á meðan gangi hinn grunaði laus. Sá skaði sem verið sé að reyna að forðast sé þá þegar orðinn þegar Hæstiréttur komist að niðurstöðu. Björn segir rannsóknina halda áfram, en hún muni fyrirsjáan- lega taka nokkurn tíma. Ómögu- legt væri að segja hvort það muni hafa áhrif á rannsóknina að dóm- ari hafi hafnað kröfu lögreglu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu eru mennirnir grun- aðir um stórfelld auðgunarbrot og peningaþvætti. Friðjón er grunað- ur um að hafa nýtt sér upplýsing- ar sem hann bjó yfir vegna stöðu sinnar til að versla með gjaldeyri, og komið meintum hagnaði undan í vitorði við samverkamann. Hann er einnig grunaður um að hafa millifært háar fjárhæðir af reikn- ingum Virðingar, á persónulega bankareikninga samverkamanns- ins. brjann@frettabladid.is Kröfu lögreglu um varðhald hafnað Dómara þótti ekki nægjanlega sýnt fram á grun um refsiverð brot til að úr- skurða forstöðumann verðbréfamiðlunar hjá Virðingu í gæsluvarðhald. Öðrum manni sem sat í varðhaldi vegna málsins var sleppt eftir yfirheyrslur í gær. GJALDEYRIR Grunur leikur á að forstöðumaður verðbréfamiðlunar hjá Virðingu hafi nýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir til að versla með gjaldeyri, og koma meintum hagnaði undan í vitorði við annan mann. Fyrirtækið Virðing er ekki til rannsóknar í málinu. NORDICPHOTOS/GETTY VIÐSKIPTI Sektir vegna vanskila fyrirtækja á ársreikningum gætu numið allt að hálfum milljarði króna. Ársreikningaskrá ríkis- skattstjóra beitir nú í fyrsta sinn sektarákvæðum eftir að ný reglugerð um skil árs- og sam- stæðureikninga tók gildi í sumar. Guðmundur Guðbjarnason, forstöðumaður Ársreikningaskrár, segir endanlegar tölur þó ekki liggja fyrir. Vanskilafyrirtækjum var í byrjun ársins bent á að í nýjum lögum væru sektarákvæði og bárust í kjölfarið um fjögur þúsund ársreikningar. Í sumar voru samt yfir tvö þúsund fyrirtæki enn í vanskilum vegna ársins 2006. - óká / sjá Markaðinn Ársreikningaskrá og ný lög: Fyrirtæki sekt- uð í fyrsta sinn www.skalholtsutgafan.is FÆST Í KIRKJUHÚSINU OG ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM Sigurbjörn Einarsson biskup er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum. Bókin geymir heildarsafn sálma hans og ljóða. Rúnar, varstu að syngja til félagsmálaráðherra? „Hún var mér nú ekki efst í huga, ég verð að viðurkenna það.“ Söngvarinn Rúnar F. Rúnarsson söng lagið Joanna eftir Kim Larsen í danska raunveruleikaþættinum All Stars og vann sér inn sæti í úrslitaþættinum á föstudagskvöldið. Jóhanna Sigurðardóttir er félagsmálaráðherra. MANNRÉTTINDI „Ástand það sem nú er hér á landi réttlætir ekki að grunnréttindum einstaklinga verði fórnað vegna almennrar reiði í samfélaginu,“ skrifar Brynjar Níelsson hæstaréttarlög- maður í grein í Fréttablaðinu í dag. Brynjar segir að með setningu neyðarlaganna í upphafi fjármálakreppunnar hafi hefðbundnar leikreglur réttarrík- isins verið teknar úr sambandi. Það hafi ef til vill verið misráðið. Hann varar stjórnvöld við að fara á taugum og setja vanhugsaða löggjöf sem kippi úr sambandi grundvallarreglum réttarríkisins. Nú þegar séu komnar á kreik hugmyndir sem stangist á við réttarríkið. - bs / sjá síðu 16 Brynar Níelsson lögmaður: Löggjafinn fari ekki á taugum BRYNJAR NÍELSSON VIÐSKIPTI „[B]ankinn [mun] synja um afhendingu gagna nema sam- kvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudóm- stólsins,“ segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins um gögn úr bankanum. Bönkunum þremur, Fjármála- eftirliti, viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra var skrifað og óskað eftir gögnum eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir segi að upplýsingar verði ekki látnar af hendi. Lands- bankinn og Glitnir bíða tilmæla Alþingis. Kaupþing segir hæpið að lagasetning „geti með afturvirk- um hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga“. Svo er rifjað upp að tveggja ára fangelsi geti varðað við brot- um á bankaleynd. Fjármálaeftirlitið segir sér ekki stætt á að veita aðgang að lánabók- um banka og vísar til laga um fjár- málafyrirtæki auk þess sem eftir- litið og starfsmenn þess séu háðir þagnarskyldu. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur sagt að bankaleynd eigi ekki við um aðdraganda bankahruns- ins. Undir það taka dómsmálaráð- herra og formaður viðskiptanefnd- ar Alþingis. - ikh / sjá Markaðinn Bankarnir vísa til bankaleyndar og óttast að þungar refsingar blasi við bankafólki: Áfram óvissa um eigendalán RÍKISBANKARNIR Neita að veita upp- lýsingar til fjölmiðla. SAMSETT MYND TRYGGINGAR Líftryggingamiðstöðin hf. neitar að taka við niðurstöðu erfðarannsóknar sem sýnir að kona sem vildi kaupa líftryggingu hjá félaginu er ekki haldin arfgengri heilablæðingu. Konan sótti um líf- og sjúkdóma- tryggingu hjá Líftryggingamiðstöð- inni en var synjað þar sem móðir hennar hafði látist úr arfgengri heilablæðingu. Konan vildi þá leggja fram vottorð frá Landspítal- anum um niðurstöður erfðarann- sóknar sem sýna að hún ber ekki genið sem veldur sjúkdóminum. Líftryggingamiðstöðin kveður sér hins vegar ekki heimilt að taka við upplýsingunum. Félagið vitnar til lagaákvæðis sem bannar trygginga- félögum að taka við eða hagnýta sér upplýsingar um erfðarannsóknir á einstaklingi sem geta gefið til kynna hættu á að hann þrói með sér eða fái tiltekinn sjúkdóm. Konan skaut málinu til Persónu- verndar. Hún segir skjóta skökku við að tryggingafélög megi taka við erfðaupplýsingum ef þær bendi til tiltekinna sjúkdóma hjá viðkom- andi einstaklingi en taka svo ekki við slíkum upplýsingum þegar þær bendi til hins gagnstæða; að við- komandi sé ekki haldinn umrædd- um sjúkdómum. Persónuvernd segist ekki geta kveðið upp endanlegan úrskurð heldur sé það á valdi Úrskurðar- nefndar í vátryggingamálum. Per- sónuvernd bendir þó á að í lögum sé ekki vikið sérstaklega að heimild tryggingafélags til viðtöku upplýs- inga sem viðskiptavinur veitir að eigin frumkvæði og eru um að erfðarannsókn hafi staðfest að hann sé ekki haldinn tilteknum sjúkdómi. Þá sé bann í lögum við því að trygg- ingafélag notist við slíkar upplýs- ingar ekki algilt. - gar Tryggingafélag tekur ekki við vottorði um að kona beri ekki arfgengan sjúkdóm: Synjað um líftryggingu vegna heilablæðingar móður LÍFTRYGGINGAMIÐSTÖÐIN Félagið segir lög banna því að taka við erfðaupplýs- ingum sem sanni að viðskiptavinir séu ekki með arfgenga sjúkdóma. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÆREYJAR Íslandsheimsókn færeysku ráðherranna, þeirra Jørgens Niclasen utanríkisráð- herra og Jóhannesar Eidesgaard fjármálaráðherra, í síðustu viku hefur dregið dilk á eftir sér í Færeyjum. Í færeyskum fjölmiðlum var fullyrt, og vísað þar í íslenska heimildarmenn, að Eidesgaard hefði verið áberandi drukkinn í matarboði með íslenskum ráðherrum. Það hafi verið „pínlegt“, eins og færeyska dagblaðið Dimmalætting segir. Málið verður tekið upp á færeyska lögþinginu í dag, og hefur einn þingmanna spurt hvort það sé ásættanlegt að færeyskur ráðherra sé áberandi ölvaður þegar hann er í erinda- gjörðum erlendis í umboði Færeyja. - gb Íslandsför Eidesgaards: Drykkjuskapur ræddur á þingi BANKAHRUNIÐ Ekki er unnt að fá upplýst hjá Fjármálaeftirlitinu hvort rannsókn standi yfir á því hvort viðskiptabankarnir hafi með óeðlilegum hætti haldið uppi gengi hlutabréfa í bönkun- um. „Fimmta nóvember birtum við á heimasíðu okkar upplýsingar um að við værum að vinna að rannsóknum sem tengdust viðskiptum í aðdraganda að falli bankanna. Það er ýmislegt sem við erum að kanna þar,“ segir Úrsúla Ingvarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi hjá Fjármálaeftirlit- inu. Að sögn Úrsúlu tjáir Fjármálaeftirlitið sig almennt ekki um mál sem séu til skoðun- ar. Niðurstöður séu hins vegar birtar í samræmi við gagnsæis- stefnu eftirlitsins. - gar Leynd hjá Fjármálaeftirlitinu: Óljós rannsókn loftbólufélaga SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.