Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 6
6 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI Geir H. Haarde forsætis- ráðherra segir að núverandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar verði að halda áfram ef fylgja á eftir sam- komulaginu við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn (AGS) um fjárhagslega fyrirgreiðslu. Geir greindi frá þessu mati sínu á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, spurði Geir hvað hann eiginlega meinti þegar hann í þingumræðum í fyrradag sagði að ekki væri hægt að ganga til kosn- inga í landinu þar sem gert hefði verið samkomulag við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. „Er hæstvirtur forsætisráðherra í raun og veru að segja þjóðinni að ríkisstjórn hans sitji nú í skjóli af Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum?“ spurði Stein- grímur. Geir sagði sjóðinn ekki blanda sér í stjórnmál á Íslandi og að frá- leitt væri að halda því fram að hann, með störfum sínum, legði stein í götu lýðræðis í landinu. Sagði hann Vinstri græn vera á móti samstarfinu við sjóðinn og því ótrúverðugt ef flokkurinn hefði forystu um að mynda nýja ríkistjórn. „Annaðhvort fylgja menn henni [áætlun AGS] og þá verður þetta stjórnarsamstarf að halda áfram eða ef menn eru á móti því tekur háttvirtur þing- maður Steingrímur J. Sigfússon til sinna ráða,“ sagði Geir. - bþs Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is fyrir  Dagskóli FjarnámHraðferð nýttutækifærið Skráningerhafin Frumgreinar Undirbúningurfyrirnámáháskólastigi Fru r inar Undirbúningur fyrir nám á háskólastigi Dagskóli - Fjarnám- Hraðferð nýttu tækifærið Skráning er hafi n Prentsmiðjan Oddi ehf., Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík sími 515 5000, www.oddi.is Forsætisráðherra segir núverandi stjórnarsamstarf forsendu efnahagsaðstoðar: Áætlun AGS í óvissu við stjórnarskipti GEIR H. HAARDE STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON EFNAHAGSMÁL Helstu samtök vinnu- markaðarins funda á morgun þar sem sameiginleg lausn í kjaramál- um til næstu missera verður rædd. Ríkur samstarfsvilji er innan hóps- ins og vonir bundnar við að heild- arlausn finnist sem verði mikil- vægt innlegg á þeim óvissutímum sem fara í hönd á næstu mánuð- um. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur afar mikilvægt að samtökin hafi ákveðið að freista þess að stilla saman strengi. „Við höfum verið að funda með Samtökum atvinnulífsins undanfarna mánuði og áttum fundi með opinberum starfsmönnum áður en hrunið varð. Þar kom fram skilningur um að koma sameiginlega að málum og reyna að þroska sameiginlega lausn sem gæti dregið úr óvissu og skapað væntingar í atvinnulífinu. Við sameinuðumst fyrir helgi um að setjast að borðinu og skoða hvort hægt sé að finna sameigin- lega lausn í kjaramálum til næstu missera.“ Álitsgjafar Fréttablaðsins eru sammála um að breiðfylking Alþýðusambandsins, Samtaka atvinnulífsins, Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, Kennarasam- bandsins og Bandalags háskóla- manna geti orðið „mikilvægt hreyfiafl á næstu mánuðum“. Gylfi fellst á að svo geti orðið. „Það hefur sýnt sig að íslensk verkalýðshreyf- ing er óhrædd við að setjast að þessu verkefni og sjá hvert það leið- ir okkur. Það er afar jákvætt að þessi samtök setjist niður til að finna leið sem getur orðið launa- fólki og þjóðinni allri til heilla.“ Þór Sigfússon, formaður SA, segir fundinn snúast fyrst og fremst um framhald kjarasamninga og sátt á vinnumarkaði. „Eins verða rædd- ar aðrar áherslur sem uppi kunna að verða gagnvart stjórnvöldum. Það er mjög mikilvægt að við náum breiðri samstöðu á þessum vett- vangi. Það er partur af þeirri við- spyrnu sem við þurfum til að koma efnahagslífinu á fullan skrið á næstu tveim árum.“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, telur mikilvægt skref vera stigið með fundinum og vilja til að finna heildstæðar lausnir sem gætu gagnast þjóðfélaginu í heild sinni. „Það eru svo mörg spurningar- merki um hvert stefnir. Horft er til áforma stjórnvalda hvað varðar samfélagsþjónustu, skatta- og milli- færslukerfisins, atvinnustigsins og velferðarkerfisins í heild. Allt hefur þetta áhrif á kjör fólks.“ Guðlaug Kristjánsdóttir, formað- ur BHM, segir að verið sé að stefna saman fólki til að ræða aðgerðir til næstu mánaða. „Það er svo eitt að launþegaarmurinn stilli sig saman því spyrja verður gagnvart hverju það er gert. Við vitum til hvers ætl- ast er til af okkur en við verðum að vita hver stefna stjórnvalda er.“ Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, bindur vonir við samstarfið. „Það er full ástæða til að setjast að þessu borði. Ástandið í samfélaginu er einfaldlega þannig.“ svavar@frettabladid.is Ræða sameiginlega lausn í kjaramálum Helstu samtök vinnumarkaðarins funda á morgun um möguleika á sameigin- legri kjarastefnu og aðrar áherslur gagnvart stjórnvöldum til næstu tveggja ára. Bundnar eru vonir við að samtökin myndi mikilvægt hreyfiafl gegn kreppunni. ÞÓR SIGFÚSSON ÖGMUNDUR JÓNASSON GYLFI ARN- BJÖRNSSON GUÐLAUG KRISTJÁNS- DÓTTIR EIRÍKUR JÓNSSON Þórarinn V. Þórarinsson telur samstarf samtaka geta orðið gæfuspor: Geta skapað sýn til framtíðar „Óróinn í samfélaginu sýnir að það er þörf á leiðarstefi í samfélaginu sem hefur breiðari skírskotun en ríkisstjórnin, í óbreyttri mynd, er líkleg til að geta veitt. Það er krafa uppi um sýnilega breytingu í forystusveit samfélagsins. Að það komi fleiri og nýir aðilar að mótun sam- félagssáttmála um áherslur í okkar efnahagslífi og þjóðmálum fyrir næstu ár,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson, lögmaður og fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambands Íslands. „Aðilar vinnu- markaðarins eru býsna vel til þess fallnir ef þeim lánast að vinna saman.“ Þórarinn, sem þekkir vel til samstarfs aðila vinnumarkaðarins sem einn lykilmanna í þjóðarsáttar- samningunum árið 1990, tekur undir að breið- fylking samtaka vinnumarkarins geti haft mikið um það að segja hvernig til tekst með lausn aðsteðjandi efnahagsvanda. „Ég var spurður að því í sumar hvort ég teldi að þessir aðilar væru líklegir til að leiða, en ég taldi svo ekki vera. Síðan hafa aðstæður gjörbreyst. Kannski ekki síst fyrir það að hinn breiði fjöldi manna vill fá farveg til að láta rödd sína heyrast. Það er mikið leitað að leiðsögn inn í framtíðina; sátt um það hvernig við getum byggt upp samfélagið á nýjan leik. Það yrði afar mikilvægt ef hægt væri að móta samstarf þessara félagasamtaka um sameiginlega sýn inn í framtíðina.“ - shá ÞÓRARINN V. ÞÓRARINSSON INGÓLFSTORG Þúsundir Íslendinga sækja borgarafundi þessa dagana og krafan um breytingar og leiðsögn er hávær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er afar jákvætt að þessi samtök setjist niður til að finna leið sem getur orðið launafólki og þjóðinni allri til heilla. GYLFI ARNBJÖRNSSON FORSETI ASÍ Fórst þú á eða fylgdist með borgarafundi í Háskólabíói? 62,6% 37,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að kaupa jólagjafir fyrir lægri upphæð en undan- farin ár? Segðu skoðun þína á visir.is SKÁK Armenar urðu ólympíu- meistarar í skák þegar þeir unnu Kínverja í lokaumferð Ólympíu- skákmótsins í Dresden í gær. Ísrael lenti í 2. sæti og Bandarík- in og Úkraína í 3. til 4. sæti. Armenar voru ríkjandi ólympíumeistarar en þeir unnu einnig fyrir tveim árum í Tórínó. Aðeins þrjár milljónir manna búa í Armeníu og var lið þeirra í níunda sæti á styrkleikalista Alþjóðaskáksambandsins. Íslenska landsliðið lenti í 64. sæti og er það versti árangur þess frá upphafi. Í kvennaflokki varð Georgía ólympíumeistari en Ísland lenti í 60. sæti. - pal Ólympíumótið í skák: Armenar urðu aftur efstir KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.