Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 8
8 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Allir þjónustu- samningar milli Alþjóðahússins og ríkis og sveitarfélaga renna út um áramótin. Enginn þeirra hefur verið endurnýjaður. „Við höfum ekkert fast í hendi frá 1. janúar,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahússins. Tekjur Alþjóðahússins í gegnum þjónustusamninga námu á þessu ári 48 milljónum. Þar af komu þrjátíu milljónir frá Reykjavíkur- borg. Áætlaðar tekjur Alþjóðahússins af annarri þjónustu, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, nema 150 milljónum króna á þessu ári. Öruggt er að þær munu dragast verulega saman á því næsta. „Framlögin hafa ekki dugað til að halda þjónustunni gangandi. Við höfum því fjármagnað stóran hluta þjónustunnar með ýmiss konar sölu á þjónustu, meðal ann- ars til bankanna.“ Aukin framlög séu því nauðsyn- leg til að halda uppi sömu þjón- ustu. „Nú er verið að boða sam- drátt og niðurskurð alls staðar. Við verðum að fá svör til að vita hvaða ráðstafanir við þurfum að gera, meðal annars gagnvart starfsmönnum okkar.“ Á fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag var bréf Einars lagt fram. Í því óskaði hann eftir fram- lengingu á þjónustusamningnum. Afgreiðslu þess var frestað. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, full- trúi Sjálfstæðisflokksins í borgar- ráði, segir ekki annað standa til en að endurnýja þjónustusamninginn fyrir áramótin. „Hvernig það verður útfært og hvar málið verð- ur vistað í kerfinu liggur hins vegar ekki enn fyrir,“ segir hann. Ekki sé unnt að endurnýja samn- inginn fyrr en fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár liggi fyrir. Hún verði rædd á borgar- stjórnarfundum í byrjun og um miðjan desember. „Ég á ekki von á að við missum öll okkar framlög,“ segir Einar. „En ef við þurfum að skera niður í starfsemi okkar mun það strax hafa áhrif í samfélaginu. Það eru viðkvæmir tímar fram undan og það hefur sjaldan verið mikilvæg- ara að koma upplýsingum á fram- færi og veita ráðgjöf.“ Ástand eins og nú er sé mjög líklegt til að ýta undir neikvæðni í garð útlendinga. „Slík merki eru þegar komin fram. Tilvera Alþjóðahússins er mjög mikilvæg þegar slík umræða fer af stað.“ holmfridur@frettabladid.is Óvissa um starfsemi Alþjóðahúss Þjónustusamningar Alþjóðahússins og hins opin- bera renna út um áramótin. Enginn þeirra hefur verið endurnýjaður. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahússins, hefur áhyggjur af stöðu mála. EINAR SKÚLASON Engin svör hafa fengist um hvort þjónustusamningar við Alþjóðahúsið verða endurnýjaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN verða afhent í 15. skipti í janúar 2009 Óskað er eftir tillögum að tilnefningum Skilafrestur til 28. nóvember 2008 Nánari upplýsingar á www.iston.is OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR Hvað gerir bankinn fyrir þig? Opinn fundur á vegum BSRB í dag kl. 16:30 – 18:00 í BSRB – húsinu Grettisgötu 89 Á fundinum munu fulltrúar viðskiptabankanna kynna úrræði sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á til að mæta áföllum heimilanna vegna efnahagsástandsins Framsögu hafa Helgi Bragason Kaupþingi Una Steinsdóttir Glitni Anna Bjarney Sigurðardóttir Landsbanka Atli Örn Jónsson Byr Fundarstjóri Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB Að loknum framsöguerindum verður opnað fyrir spurningar úr sal Auglýsingasími – Mest lesið KONGÓ Sameinuðu þjóðirnar segja jafnt stjórnarherinn í Kongó sem uppreisnarmenn hafa brotið mannréttindi með grófum hætti í átökum síðustu vikur og mánuði. Ban Ki-moon, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, segir í nýrri skýrslu að báðar fylkingarn- ar hafi stundað fjöldamorð, nauðg- anir og pyntingar. Þetta gildir bæði um tútsasveitir og hútúa- sveitir, sem hafa auk stjórnarhers- ins átt í alvarlegum átökum síðan í ágúst í austanverðu landinu. Alþjóðlegu mannréttindasam- tökin Human Rights Watch, sem hafa höfuðstöðvar í New York, hafa einnig gefið út skýrslu þar sem stjórn Josephs Kabila er sökuð um að hafa myrt hundruð andstæðinga sinna í kjölfar kosn- inga árið 2006. Olusegun Obasanjo, fyrrver- andi forseti Nígeríu, hefur reynt að miðla málum undanfarna daga. Hann segir að Laurent Nkunda, leiðtogi uppreisnarsveita tútsa, geri þær kröfur helstar að bæði hann sjálfur og liðsmenn hans verði teknir í stjórnarher lands- ins. Þetta yrði hluti af friðarsamn- ingi, sem einnig kvæði á um vernd minnihlutahópa. Einnig segir Obasanjo að Joseph Kabila, for- seti Kongó, geti hugsað sér að fall- ast á slíkan samning. - gb Sameinuðu þjóðirnar og Human Rights Watch um mannréttindabrot í Kongó: Báðar fylkingar sagðar sekar FÓRNARLÖMB NAUÐGUNAR Tíu ára stúlka, vinstra megin á myndinni, ásamt fleiri fórnarlömbum nauðgana í búðum, sem óháð samtök hafa sett upp í Kongó til að aðstoða þær. NORDICPHOTOS/AFP ALÞJÓÐAHÚSIÐ VIÐ LAUGAVEG Þjónustusamningur borgaryfirvalda og Alþjóðahúss- ins verður ræddur eftir að fjárhagsáætlun borgarinnar liggur fyrir upp úr miðjum desember. EFNAHAGSMÁL Samdrátturinn í hagkerfi Bandaríkjanna á öðrum ársfjórðungi var meiri en áður var talið. Samkvæmt fyrstu áætlun Hagstofu Bandaríkjanna nam samdrátturinn 0,3 prósent- um, en endurskoðaðar tölur sýna að samdrátturinn var 0,5 prósent. Mestu munar um samdrátt í einkaneyslu, en hann var 3,7 prósent. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1991 sem samdráttur verður í einkaneyslu, og stærsti samdráttur hennar síðan 1980. Talið er að einkaneysla dragist enn saman á fjórða ársfjórðungi vegna aukins atvinnuleysis. - msh Endurskoða hagvaxtartölur: Kreppan meiri en talið var LÖGREGLUMÁL Engin ákæra hefur verið gefin út vegna pókermóts sem lögreglan stöðvaði 16. júní 2007. Karl Ingi Vilbergsson, lögfræðingur hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir niðurstöðu að vænta bráðlega um hvort ákært verði í málinu, eða það látið niður falla. Tæpir átján mánuðir eru liðnir síðan lögreglan stöðvaði mótið og gerði verðlaunafé og spilabúnað upptækt. Lögreglan hafði ekki afskipti af pókermóti sem haldið var um síðustu helgi. - bj Enn óvissa um pókermót: Niðurstöðu að vænta bráðlega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.