Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 10
10 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR RÚSSLAND, AP Verjandi eins þeirra þriggja sakborninga, sem grunað- ir eru um morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaja, segir að í ákæruskjalinu á hendur þeim sé því haldið fram að morðið hafi verið framið að undirlagi rússnesks stjórnmálamanns. Lögmaðurinn, sem heitir Murad Musajev, segir að nafn stjórn- málamannsins sé ekki nefnt í ákæruskjalinu, en þar komi fram ásakanir um að morðið hafi verið hefndaraðgerð fyrir gagnrýnin skrif blaðakonunnar. Á síðasta ári hélt Júrí Tsjaíka, aðalsaksóknari Rússlands, því fram að fyrirskipanir um morðið hefðu borist að utan, og virtist gefa í skyn að rússneski auðkýf- ingurinn Boris Beresovskí, sem býr á Englandi í óþökk rússneskra stjórnvalda, hafi staðið á bak við verknaðinn. Beresovskí hefur harðneitað þeim ásökunum. Saksóknarar í málinu krefjast þess nú að Jevgení Zubov, dómari málsins, víki og segja hann óvil- hallan. Ef skipta þarf um dómara myndi það enn draga málið á lang- inn, en það hefur tafist mjög af ýmsum ástæðum. Zubov hefur nú frestað réttarhöldunum þangað til næsta miðvikudag meðan þessi beiðni saksóknaranna er skoðuð. Anna Politkovskaja hafði í skrifum sínum gagnrýnt rússn- esk stjórnvöld harðlega, ekki síst fyrir mannréttindabrot í hinni stríðshrjáðu Tsjetsjeníu. Hún var skotin til bana fyrir utan blokkar- íbúð sína í Moskvu haustið 2006. Stuttu eftir morðið gaf Vlad- imír Pútín, núverandi forsætis- ráðherra en þáverandi forseti Rússlands, í skyn að rússneskir andstæðingar sínir erlendis hefðu látið myrða hana til þess að „skapa bylgju Rússlandsandúðar í heim- inum“. Sakborningarnir þrír, sem nú sitja fyrir dómi í Moskvu, eru Sergei Kadsjikúrbanov, fyrrver- andi lögreglumaður í Moskvu, og bræðurnir Ibragim og Dsjabraíl Makmudov. Þriðji bróðir þeirra, Rustam, er sagður flúinn úr landi, en hann er talinn hafa hleypt af skotinu sem varð Politkovsköju að bana. Bæði fjölskylda hennar og verj- endur sakborninganna vilja að réttarhöldin verði opin almenn- ingi en saksóknarar málsins vilja að þau verði haldin fyrir luktum dyrum. Zubov dómari leyfði almennan aðgang að réttarhöldunum, þegar þau hófust í síðustu viku en ákvað fljótlega að hafa þau lokuð. Nú hefur hann endurskoðað þá ákvörðun sína og ætlar að halda þau fyrir opnum tjöldum. gudsteinn@frettabladid.is Morðið sagt hefndarverk Rússneskur stjórnmálamaður er sagður hafa lagt á ráðin um morðið á Önnu Politkovsköju haustið 2006. Saksóknarar vilja að dómarinn víki. MURAD MUSAJEV Lögmaður eins hinna ákærðu ræðir við fjölmiðla fyrir utan dóms- hús í Moskvu. NORDICPHOTOS/AFP STÆRSTA VÉLHJÓL HEIMS Gregory Dunham frá Kaliforníu er harla stoltur þar sem hann sýnir risastóra mót- orhjólið sitt á bifreiða- og vélhjóla- sýningu í Þýskalandi. Vélhjólið er hið stærsta í heimi, samkvæmt staðfest- ingu frá heimsmetabók Guinness, og mælist 6,2 metrar á lengd og heil 500 hestöfl. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segist hafa staðið fyrir því að upp úr stjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafi slitnað eftir alþingiskosningar í fyrra. Bjarni lýsir atburðarásinni í nýju greinasafni. Hann segist hafa verið sá eini af sjö þingmönn- um Framsóknar sem setti sig á móti samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Hefðu áhrifamenn utan flokksins haft í hótunum við hann vegna þessa. Bjarni vill ekki upplýsa hvaða menn það voru eða hverju þeir hótuðu. Um afstöðu sína skrifar Bjarni að mestu hafi skipt að tryggja átti mönnum sem ekki náðu kjöri á þing áframhaldandi ráðherrastóla og kalla hafi átt inn varamenn fyrir þingmenn sem tækju að sér ráðuneyti. „Þar með hefði flokkn- um tekist að halda liðlega tíu manna þingflokki þrátt fyrir fylgistap,“ skrifar Bjarni. „Ég gat ekki tekið þátt í þeim leik.“ Bjarni kveðst að lokum hafa sett félögum sínum afarkosti: Annaðhvort tæki Helga Sigrún Harðardóttir við þingsæti hans eða þá að hætt yrði við áframhald- andi stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki. Hafi þá Jón Sigurðsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, slitið viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Í greininni segist Bjarni enn sannfærður um að hann hafi breytt rétt. Í viðtali við Fréttablaðið eftir alþingiskosn- ingar 2007 hafði Bjarni aðra sögu að segja. Um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk sagði hann: „Þó svo að ég telji að mörgu leyti hag Framsóknarflokksins betur borgið utan þeirrar stjórnar, þá gerði ég mönnum ljóst að ef til þessa stjórnarsamstarfs kæmi stæði ég með því.“ - bs Bjarni Harðarson kveðst hafa komið í veg fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarf: Sagðist víkja ef ríkisstjórnin héldi BJARNI HARÐARSSON Fannst Framsóknarflokkurinn reyna að hundsa fylgistap í kosningum. EFNAHAGSMÁL „Við munum senda Frjálsa fjárfestingarbankanum erindi og spyrjast fyrir um þetta,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, um skilmálabreyt- ingar bankans á frystum lánum. Bankinn býður viðskiptavinum sínum með erlend lán upp á lána- breytingar, að greiddar séu fastar greiðslur í allt að tíu mánuði. Á heimasíðu bankans segir að þetta sé gert vegna sögulegrar lægðar íslensku krónunnar og aukinnar greiðslubyrði erlendra lána. Í skil- málabreytingum segir hins vegar að erlend upphæð á gjalddaga, afborgun og vextir, umreiknist yfir í íslenskar krónur miðað við sölu- gengi kröfuhafa á útreikningar- degi. Þórunn Anna segir Neytenda- stofu hafa borist ábendingar vegna skilmálabreytinganna. „Við erum að kanna þetta. Það er spurning hvort þetta sé eðlileg breyting,“ segir Þórunn Anna sem býst við að fyrirspurn verði send Frjálsa fjár- festingarbankanum í dag. „Fólk hefur ekki verið að fá frystingu með þessum hætti fyrr og við höfum ekki fengið þessar fyrir- spurnir varðandi skilmálabreyting- ar hjá hinum bönkunum.“ - ovd Skilmálabreytingar lána Frjálsa fjárfestingarbankans: Miða við sölugengi VERSLUN Útlendingar hafa nýtt sér gengi krónunnar til að koma í verslunarferðir til Íslands. Hjá Sony Center í Kringlunni fást þær upplýsingar að sérstaklega hafi borið á Dönum og Færeying- um að kaupa dýra en fyrirferðar- litla hluti. Icelandair hefur að undanförnu auglýst 25 prósenta afslátt á flugi til Íslands frá hinum Norðurlöndunum og segir að það sé í þakklætisskyni fyrir lán sem þessar þjóðir hafi veitt Íslendingum. Norrænir fjölmiðl- ar, sérstaklega norskir, hafa fjallað um hve hagstætt sé að versla á Íslandi til jólanna. - ghs Verslun á Íslandi: Útlendingar kaupa dýrt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.