Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 26. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Hluthafar í bandaríska samheita- lyfjafyrirtækinu Barr Pharma- ceuticals samþykktu um helgina yfirtökutilboð írsaelska lyfjafyr- irtækisins Teva. Bæði fyrirtækin öttu kappi við Actavis um fyrirtækjakaup á síðastliðnum tveimur árum. Barr hafði betur í baráttunni um króatíska samheitalyfjafyr- irtækið Pliva árið 2006 en Teva blandaði sér í baráttuna um sam- heitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck í fyrra. Bæði Actavis og Teva drógu sig í hlé í seinna skiptið þar sem verðmiðinn var of hár. Tilboð Teva í Barr, sem lagt var fram í júlí í sumar, hljóð- ar upp á 7,46 milljarða Banda- ríkjadala, jafnvirði rétt rúmra eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Reiknað er með að kaup- in gangi í gegn fyrir árslok, segir MarketWatch. - jab HÖFUÐSTÖÐVAR PLIVA Fyrir árslok er stefnt að því að sameina tvö lyfja- fyrirtæki sem kepptu við Actavis í fyrirtækjakaupum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Teva tekur Barr Kauphöllin mátti ekki veita At- orku Group opinbera áminn- ingu og beita févíti haustið 2006, samkvæmt dómi Hæsta- réttar. Kauphöllin taldi hálfsársupp- gjörstilkynningu Atorku 30. ágúst 2006 ekki í samræmi við reglur. Í septemberlok birti At- orka aðra tilkynningu, en fékk svo áminningu Kauphallarinn- ar og sekt upp á 2,5 milljón- ir króna. Atorka vann mál gegn Kaup- höllinni í héraðsdómi í desem- ber í fyrra, en Kauphöllin áfrýj- aði til Hæstaréttar. Kristín Edwald, lögmaður Atorku í mál- inu, segir félagið fagna niður- stöðunni. Skaðinn sé hins vegar skeður því rúm tvö ár séu síðan áminning félagsins var birt á vef Kauphallarinnar þar sem fjárfestar nálgist upplýsingar um skráð félög. „Við teljum að dómurinn sýni að reglur Kauphallarinn- ar fyrir útgefendur séu óskýr- ar og málsmeðferðin óásættan- leg. Atorka fékk til að mynda ekki tækifæri til að andmæla áminningunni eða bregðast við að öðru leyti áður en hún var birt,“ segir Kristín. Samkvæmt dómnum á Kaup- höllin að birta niðurstöðuna á vef sínum og endurgreiða með vöxtum sekt Atorku. - óká Ekki mátti sekta Atorku „Ég veit ekki hvaðan þessar upp- lýsingar eru komnar, svo sann- arlega ekki frá mér,“ segir Gísli Reynisson, meirihlutaeigandi í eignarhaldsfélaginu Nordic Partners, sem á dönsku hótelin Kong Frederik, Front og D‘Ang- le terre, eitt þekktasta hótel Norð- urlanda. Nordic Partners keypti rekstr- arfélag hótelanna í fyrrahaust Kaupverð var ekki gefið upp. Danska dagblaðið Berlingske Tidende sagði í gær verðið hafa verið nálægt einum milljarði danskra króna. Í kjölfar banka- hrunsins hafi orðrómur farið á kreik um að Nordic Partners þreifi fyrir sér með sölu. Dansk- ir fjárfestar hafi ekki áhuga á hótelunum og séu fjárfestar frá Þýskalandi, Hollandi og Austur- ríki helst taldir koma til greina. Þeir horfi til mikillar uppstokk- unar. Eins og aðstæður séu í dag hafi fáir áhuga nema á niður- settu verði. Gísli undrast umfjöllun blaðs- ins, segir hana á svipuðum nótum og í byrjun mánaðar þegar Berl- ingske sagði hótelin komin í eigu Landsbankans. Hið rétta sé að bankinn hafi komið að fjármögn- un kaupanna. „Sem fjárfestingarfélag höfum við ekkert á móti því að selja hlut í hótelunum. En sala á þeim er ekki í myndinni,“ segir Gísli. - jab GÍSLI VIÐ D‘ANGLETERRE Flottasta hótel Norðurlandanna stendur í hjarta Kaupmannahafnar við Nytorv. MARKAÐURINN/SAMSETT MYND Ekki stefnt að sölu D‘Angleterre Á föstudag tók tryggingarsjóður bandarískra innstæðueigenda, FDIC, yfir þrjá banka. Tveir bankanna, staðsettir í Kali- forníu, voru tiltölulega stórir, en þriðji bankinn var smábanki með fjögur útibú í Georgíuríki. Kaliforníubankarnir Downey Savings and Loan og PFF Bank and Trust, sem eiga samtals 213 útibú í Kaliforníu og Arizona og 16,5 milljarða í eignum, voru lagðir í heilu lagi undir US Bank. Allir urðu bankarnir gjaldþrota sökum stórtaps af fasteignalán- um. Það sem af er árinu hafa nú 22 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum, en FDIC hefur nánar gætur á 117 bönkum til viðbótar. - msh Þrír í þrot í viðbót „Þetta er bara byrjunin,“ segir Oliver Blanchard, aðalhagfræð- ingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Á sunnudag sagði hann að fjármálakreppan ætti enn eftir að versna og að ástand á al- þjóðlegum fjármagnsmörkuðum myndi ekki batna fyrr en 2011. Blanchard varar við því að IMF ráði illa við að aðstoða öll lönd sem þyrfti ef ástandið versnaði. Þá segir hann að spár sjóðsins geri ráð fyrir að hagkerfi iðnríkj- anna dragist saman á næsta ári og hagvaxtar sé ekki að vænta fyrr en árið 2010. - msh Það versta enn sagt vera eftir Óli Kristján Ármannsson skrifar Vanræki fyrirtæki að skila inn ársreikningi til Árs- reikningaskrár ríkisskattstjóra ber að beita sekt- um, samkvæmt nýjum lögum og reglugerð um skil ársreikninga og samstæðureikninga. Um verulegar upphæðir getur verið að ræða þar sem fjöldi fyr- irtækja hefur verið í vanskilum með ársreikninga sína, jafnvel árum saman. Samkvæmt nýrri reglugerð um ársreikningaskrá, skil og birtingu ársreikninga, sem gildi tók í sumar, skal sekt fyrir vanskil vera 250 þúsund krónur. „Ef félag vanrækir að standa skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar birtingar hjá árs- reikningaskrá í tvö eða fleiri reikningsár í röð skal fjárhæðin samkvæmt fyrstu meðgrein vera 500.000 krónur fyrir hvert ár,“ segir í reglugerðinni. Guðmundur Guðbjarnason, forstöðumaður Árs- reikningaskrár, segir að fyrirtækjum í vanskilum með reikninga sem skila hafi átt í fyrra vegna árs- ins 2006 hafi þegar verið gerð grein fyrir stöðu sinni. Stofnunin sendi í byrjun árs út áminningu til vanskilafyrirtækja þar sem bent var á að í ár tækju gildi ný lög með sektarheimild vegna vanskila. Í kjölfarið var skilað inn um 4.000 ársreikningum, en um mitt ár áttu engu að síður yfir 2.000 fyrirtæki eftir að skila reikningi vegna ársins 2006. Fyrstu sektir gætu því numið hálfum milljarði króna. Guðmundur segir endanlegar tölur hins vegar ekki liggja fyrir. Þá er enda óvíst hversu mikið innheimtist af sektum, enda kann hluti fyrirtækj- anna að hafa hætt starfsemi og því bara til á papp- ír sem „dauð“ félög og önnur jafnvel á leiðinni í gjaldþrot. Þá reynir ekki strax á hærri sektarákvæðin vegna vanskila í tvö ár eða fleiri þar sem reglugerð- in og gildandi lög um skil árs- og samstæðureikn- inga ná bara til reikningsársins sem hófst 1. jan- úar 2006 eða síðar. Áður hefur komið fram að nokk- ur fjöldi fyrirtækja hefur mun lengri hala og ekki skilað ársreikningum árum saman. Ný lög um ársreikninga tóku gildi um síðustu áramót og átti reglugerðin að liggja fyrir í maílok. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu, sagði í viðtali við Markaðinn í vor fá dæmi til frá dómstólum um að fyrirtæki hafi verið sektuð fyrir að skila ekki ársreikningum. „Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Ársreikningaskrá fær þessa heimild beint,“ sagði hann. Viðskiptaráð Íslands hefur eftir fall bankanna hér og í erfiðleikum fyrirtækja beint sjónum að mikilvægi þess að betur sé hugað að allri upplýs- ingagjöf, með það fyrir augum að auðvelda upp- byggingu og efla traust á íslensku viðskiptalífi á ný. Bent hefur verið á að erlend greiðslufreststrygg- ingarfélög hafi fellt niður tryggingar sínar vegna örðugleika í gjaldeyrismiðlun og þar með hafi fyr- irtæki misst greiðslufresti sína, mislanga eftir at- vikum. „Þetta setur gríðarlegt álag á lausafjár- stöðuna hjá þessum fyrirtækjum,“ sagði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, nýver- ið í viðtali við Fréttablaðið. Komist greiðslumiðl- un í lag, áréttar hann að fyrirtækin þurfi um leið að standa betur að upplýsingagjöf. „Greiðslutrygg- ingafyrirtækin koma ekki inn aftur án þess að fyrir liggi upplýsingar um efnahagsreikning fyrirtækja og greiðslugetu.“ GUÐMUNDUR GUÐBJARNASON Guðmundur, sem er forstöðumaður Ársreikningaskrár, segir ekki liggja fyrir endanlegar upplýsingar um sektir sem ársreikningaskrá beitir nú í fyrsta sinn eftir að hafa fengið til þess heimild í nýjum lögum og reglugerð. MARKAÐURINN/ANTON Fyrstu sektir gætu numið 500 milljónum Reglugerð um skil og birtingu ársreikninga hefur tekið gildi. Ársreikningaskrá beitir sektum fyrir vanskil í fyrsta sinn. Í sumar áttu yfir tvö þúsund fyrirtæki eftir að skila reikningi. Í 25 ár hefur VALITOR (áður VISA Ísland) verið í forystu í færsluhirðingu á Íslandi! Vika Frá ára mót um Alfesca 7,0% -45,2% Atorka -20,6% -94,9% Bakkavör -13,2% -96,0% Eimskipafélagið -3,0% -96,3% Exista 0,0% -76,6% Icelandair -0,8% -52,8% Kaupþing 0,0% -100,0% Marel -7,7% -23,2% SPRON 0,0% -79,2% Straumur 0,0% -53,1% Össur -8,8% -3,2% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 637.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.