Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Sigríður Stephensen, dagskrár- gerðarmaður á Rás 1, hefur á síð- ustu árum vakið athygli á heims- tónlist í útvarpsþættinum Til allra átta. Nýlega skellti Sigríður sér á heimstónlistarhátíðina og -ráð- stefnuna Womex á Spáni, þar sem kennir ýmissa grasa í tónlist. „Womex er aðalhátíðin þar sem allur tónlistarbransinn kemur saman. Ekki aðeins tónlistarmenn heldur líka útgefendur, umboðs- menn, fjölmiðlafólk og fleiri,“ segir Sigríður um þennan árlega tónlistarviðburð, sem var að þessu sinni haldinn í ráðstefnuhöllinni í Sevilla. Alls voru 49 tónlistaratriði flutt í ár og segist Sigríður hafa átt fullt í fangi með að fylgjast með þeim. „Maður nær aldrei að sjá allt og verður eiginlega að vera á hlaupa- skónum. Það er svo margt í gangi í einu þannig að maður fær rétt svo smjörþefinn af hverju og einu atriði. Dagskráin er fjölbreytt eftir því, allt frá kyrrlátum og lág- stemmdum atriðum upp í rokk, salsa og stuð. Íslendingur tróð meira að segja upp, Ólöf Arnalds, og vakti mikla athygli,“ útskýrir hún og bætir við að nokkrir tón- listarmenn hafi staðið upp úr á hátíðinni. „Meðal annars kínversk kona, Liu Fang, sem lék af einstakri snilld á kínverskt strengjahljóð- færi, sem kallast pípa. Líka sjö manna sönghópur frá Korsíku, sem er með rosalega þéttan og fal- legan tón, og svo hress og taktfast- ur slagverkskvartett frá Kóreu. Síðast en ekki síst allsérstök lúðra- sveit, sem kallast Amazonurnar frá Gíneu, skipuð konum sem troða upp í hermannaklæðum.“ Sigríður segist hafa nýtt tímann til að safna efni fyrir plötusafn Ríkisútvarpsins, mynda tengsl við þátttakendur og gesti og hlýða á fyrirlestra sem fluttir voru af sér- fræðingum í heimstónlist. „Fyrir- lestrarnir, sem fara flestir fram á daginn, eiga sinn þátt í að aðgreina hátíðina frá öðrum viðburðum af þessum toga, þar á meðal Womad- hátíðinni þar sem eingöngu tónlist er leikin. Til dæmis fluttu þarna fyrirlestra fræðimenn, sem hafa rannsakað tónlist minnihlutahópa, eins og Hollendingur sem fjallaði um tónlist Mólúkkaeyja. Í kring- um 4.000 manns sveimuðu um til að afla sér fróðleiks,“ segir hún. Sigríður kemur því heim reynsl- unni ríkari eftir veru sína í Sevilla og hlakkar til að deila henni með landsmönnum á öldum ljósvakans. roald@frettabladid.is Allir heimsins hljómar Sigríður Stephensen, dagskrárgerðarmaður á Rás 1, brá sér nýverið á heimstónlistarhátíðina og -ráð- stefnuna Womex á Spáni. Þar koma saman áhugaverðir tónlistarmenn héðan og þaðan úr heiminum. Sigríður heldur upp á heimstónlist og fékk útrás fyrir áhugann á Womex-hátíðinni og ráðstefnunni á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.isSuðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is Opið lla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11-17 safnbúð þjóðminjasafnsins Samstæðuspil Sérpakkað súkkulaði Rósavettlingar Fallegir minjagripir, íslensk hönnun, handverk og fróðlegar bækur Safnbúð Þjóðminjasafnsins framleiðir vandaða minjagripi, leikföng og gjafavöru. Ný og fersk hönnun sem færir muni, ljósmyndir, myndlist og handverk safnsins í nútímalegan og fallegan búning. JÓLAGJAFIR til barna og unglinga eru meðal þess sem mæðrastyrksnefnd í Hafnarfirði tekur á móti fyrir jólin til þess að létta byrðar þeirra sem minnst mega sín um jólahátíðina. Tekið er á móti gjöfunum í Jólaþorpinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.