Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 34
18 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is ENSKA LJÓÐSKÁLDIÐ WILLIAM COWPER FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1731. „Heimskingi hlýtur fyrir hreina til- viljun að hafa rétt fyrir sér við og við.“ William Cowper var eitt vinsælasta ljóðskáld Breta á sinni tíð. MERKISATBURÐIR 1594 Graduale eða Grallar- inn sem Guðbrandur Þor- láksson biskup gaf út skal notaður sem messusöng- bók í báðum biskups- dæmum samkvæmt til- skipun. 1716 Fyrsta ljónið sýnt í Am- eríku. Sýningin fer fram í Boston. 1789 Þakkargjörðarhátíðin er í fyrsta skipti haldin á landsvísu í Bandaríkjun- um. 1942 Stórmyndin Casablanca er frumsýnd í New York. 1981 DV kemur út í fyrsta skipti eftir sameiningu Dag- blaðsins og Vísis. 1981 Skemmtistaðurinn Broad- way opnar. „Við ætluðum að halda afmælisveislu með mat og fíneríi og taka íþróttahús undir hana en hurfum frá því þegar fjármálakrísan kom og skiptum yfir í menningarstund í Salnum. Þar verður frjáls og frír aðgangur meðan húsrúm leyfir,“ segir Stefnir Helgason. Hann er varaformaður Félags eldri borg- ara í Kópavogi sem er tuttugu ára um þessar mundir og heldur upp á það í dag. Stefnir er með útprentaða afmælis- dagskrá í höndunum og þar gefur á að líta: Húsið verður opnað klukkan 13 í dag og Reynir Jónasson harmóniku- leikari tekur á móti gestum með léttri tónlist. Svo taka við ávörp og skemmti- atriði í ljóðum, tali og tónum og þekkt nöfn eins og Jónas Ingimundarson, Sólrún Bragadóttir, Björn Thoroddsen og Andrea Gylfadóttir eru á blaði. „Við höfum fengið til liðs við okkur frábært listafólk,“ segir Stefnir ánægjulegur. „Jónas spilar frítt og útvegar suma þessara snillinga. Gunnar Guttorms- son minnist Þorsteins Valdimarssonar skálds og Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi, syngur undir stjórn Kjart- ans Sigurjónssonar.“ Stefnir hefur búið á Hlíðarveginum í Kópavogi í yfir 50 ár og hefur fylgst með þróun bæjarins. „Þetta var barna- bær þegar ég settist hér að, þá voru börn út um allt. Í kringum 1980 voru eldri borgarar bara um fimm prósent íbúanna, nú eru þeir komnir upp í ell- efu prósent.“ Félag eldri borgara í Kópavogi er með öfluga starfsemi að sögn Stefn- is. „Það er ótrúlega hresst og lífsglatt fólk í félaginu og við höfum verið í af- skaplega góðu samstarfi við bæjaryf- irvöld,“ segir hann. „Félagsmiðstöðv- arnar eru tvær, í Gjábakka og í Gull- smára og svo er verið að byggja þá þriðju uppi við Elliðavatn því þetta er að verða 30 þúsund manna bæjarfélag. Starf félagsins beinist fyrst og fremst að tómstundunum og þar er allt mögu- legt í boði, hvort sem þú vilt mála, syngja, dansa, teikna, spila, leika bocc- ia eða fara í gönguferðir,“ telur Stefnir upp. „Svo förum við einar fjórtán ferð- ir á sumri. Flestar eru dagsferðir en líka tveggja og þriggja daga ferðir því það er farið austur, vestur og norður. Þar fáum við leiðsögumenn sem eru kunnugir á svæðunum þegar komið er á staðinn.“ Almennt segir Stefnir Kópavogs- konur sækja meira í félagsskapinn en karlar. „Maður sér það í ferðunum og hvarvetna í félagsstarfinu að kon- urnar eru um 80 prósent þeirra sem mæta. Þær eru bara miklu duglegri en við,“ segir hann og kemur með eina gamansögu í lokin. „Mágkona mín býr í Kanada og ég var að senda henni einhver gögn. Þá fór heildardagskrá félagsins með í ógáti og þegar hún fékk bréfið hringdi hún í hvelli og sagði: Ja, það er aldeil- is gaman að vera eldri borgari í Kópa- vogi. Það er bara full vinna.“ gun@frettabladid.is FÉLAG ELDRI BORGARA Í KÓPAVOGI: HELDUR TUTTUGU ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ Í SALNUM Hresst og lífsglatt heldra fólk KYNNIR Á AFMÆLISHÁTÍÐINNI Í DAG Stefnir Helgason, varaformaður Félags eldri borgara í Kópavogi, lofar góðri skemmtun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Grýla og Skyrgámur af- hentu Hjálparstarfi kirkj- unnar rúmlega 720.000 krónur, tuttugu prósent af veltu Jólasveinaþjón- ustu Skyrgáms, við athöfn á skrifstofu Hjálparstarfs- ins á mánudag. Framlagið mun renna til aðstoðar inn- anlands og vatnsverkefna í Afríku. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur starf- að í ellefu ár og vill með framlagi sínu leggja sitt af mörkum í kreppunni. Á blaðamannafundi eftir athöfnina veitti Grýla góð ráð sem hún taldi að jafn- vel ráðamenn þjóðarinnar gætu nýtt sér. Grýla í hjálparstarf Grýla smellti rembingskossi á Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Erlendur Steingrímsson Prestbakka 9, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 18. nóvember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Guðný Björg Guðmundsdóttir Steingrímur Erlendsson Ingibjörg Erlendsdóttir Ómar Ingi Gylfason Henrik Erlendsson Ásgeir Erlendsson og barnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Lísbet Sigurðardóttir frá Vermundarstöðum í Ólafsfirði, Tunguheiði 14, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi, föstudaginn 21. nóvember sl. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi föstudaginn 28. nóvember nk. kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórunn Hulda Davíðsdóttir Ómar Wieth Ólöf Sigríður Davíðsdóttir Erlingur Ólafsson Svana Lísa Davíðsdóttir Andrés Fr. Gíslason Þórður Davíð Davíðsson Ragnheiður I. Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sigríður Sigfúsdóttir Kjaran lést á líknardeild Krabbameinsfélagsins í Kópavogi laugardaginn 22. nóvember. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknardeildina í Kópavogi. Fyrir hönd aðstandenda, Ingvar Kjaran Sigfús Kjaran Sigríður Elín Kjaran Rannveig Kjaran Guðjón Þór Gunnarsson barnabörn og barnabarnabarn. Elsku litla yndið okkar, Sverrir Rafn Eyjólfsson Hlíðarhjalla 60, Kópavogi, lést 17. nóvember á Gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 28. nóvember kl. 13. Eyjólfur Gjafar Sverrisson Anna Pála Gísladóttir Hólmar Örn Eyjólfsson Trausti Már Eyjólfsson. Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma, Theodóra Þórðardóttir Kirkjusandi 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13.00. Þorleifur Kristinn Valdimarsson Þórður Þorgeirsson Helga Dís Hálfdánardóttir Daníel Ben Þorgeirsson Agnes Linda Þorgeirsdóttir Matthías Karl Þórisson María Kristín Þorleifsdóttir Sigurður Jóhann Finnsson Hafdís Þorleifsdóttir Haukur Ingi Jónsson Esther Ósk Estherardóttir Guðjón Ingi Hafliðason og barnabörn. Mikill bruni varð á Húsavík aðfaranótt þessa dags árið 1902. Þar brunnu öll hús verslunar Örums & Wulffs, átta að tölu, en íbúðarhúsi verslunar- stjórans tókst þó að bjarga. Miklar verslunar- birgðir urðu þarna eld- inum að bráð, þótt vasklega væri gengið fram við björgunarstörf. Alls var 560 tunnum af ýmiss konar matvöru var bjargað en næstum annað eins brann. Tjón versl- unarinnar og ýmissa annarra var áætlað 90 til120 þúsund krónur. Örum & Wulff var danskt verslunarfyrirtæki sem hóf verslun á Ís- landi árið 1798 í Út- kaupstað á Eskifirði. Örum & Wulff var víða með verslanir á land- inu, til dæmis á Bakka- firði, Seyðisfirði og Flat- ey á Skjálfanda. Fréttaritari Suðra á Akureyri blöskraði að ekki skyldi hægt að bjarga húsunum í brun- anum. Hann kenndi því um að húsin hefðu staðið allt of þétt saman „að eigi er líft í sund- unum milli þeirra“, sérstaklega með tilliti til þess að tækjaskortur til slökkvistarfs væri svo léleg- ur. „Áhöld eru engin nema vatnsfötur og önnur smáhylki“, segir enn fremur í Suðra. ÞETTA GERÐIST: 26. NÓVEMBER 1902 Gífurlegt tjón í bruna á Húsavík

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.