Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.11.2008, Blaðsíða 46
30 26. nóvember 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KREPPA LÁRÉTT 2. steypuefni, 6. kusk, 8. mjöl, 9. bókstafur, 11. leita að, 12. orðtak, 14. urga, 16. pípa, 17. ennþá, 18. fát, 20. tveir eins, 21. auma. LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. óhreinindi, 4. gróðrahyggja, 5. slagbrandur, 7. ljótur, 10. framkoma, 13. gerast, 15. sál, 16. þjálfa, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. gifs, 6. ló, 8. mél, 9. eff, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17. enn, 18. fum, 20. dd, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. im, 4. fégirnd, 5. slá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15. anda, 16. æfa, 19. mm. „Mér finnst að stjórnmálamenn á Íslandi ættu að vinna kaup- laust í eitt ár eins og forstjórar bílaframleiðenda gera í Banda- ríkjunum. Svona fyrst þeir vilja endilega vera í þessu djobbi. Þetta lið á hvort sem er nógan pening eins og allir sem hafa keyrt allt í kaf hérna.“ Geir Harðarson tónlistarmaður. „Hó, hó, hó. Svo eru menn að segja Bó einhvern jólaboða. En þegar ég er rekinn – þá fara allir í einhvern voða jólafíling,“ segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður. Þáttur Andra og Þórðar Helga Þórðarsonar, eða Dodda litla, Litla hafmeyjan, sem hefur verið á dag- skrá Rásar 2 á föstudagskvöldum síðan í vor, hefur verið skorinn niður í aðgerðum sem nú standa fyrir dyrum hjá Ríkisútvarpinu. Að sögn Páls Magnússonar útvarpsstjóra mun endurskoðun á rekstraráætlun liggja fyrir í lok vikunnar. Þær munu miðast við verra rekstrarumhverfi en engar tölur eru komnar á hreint. Þetta er síður en svo nýtt fyrir Andra að standa í þessum sporum í desembermánuði. Eru þetta fjórðu áramótin sem hann fær uppsagnarbréf í vasann. „Já, þetta er nefnilega árlegt. Alltaf þegar líður að jólum og áramótum er ég að missa vinnu. Nýtt ár ber alltaf eitthvað nýtt í skauti sér fyrir mig. Í orðsins fyllstu merkingu,“ segir Andri Freyr sem fyrir ári fékk að fjúka af útvarpsstöðinni Reykja- vík FM. Þar áður fékk hann sömu jólagjöfina, þá á X-FM, og þar áður á X 97,7. „Þetta er kannski ekki alveg búið. Fröken Sigrún [Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 2] segir að með betri tíð verði kannski hringt í Meyjuna. Maður vonar bara að þessir andskotar þarna á þingi fari að redda málunum svo maður kom- ist aftur í útvarpið. Hún sagði mér að þetta væri einn af sínum uppá- haldsþáttum. Og ég hef enn nóg að segja þjóðinni, svo fólk viti það.“ Síðasti þáttur sem bókaður er verður annan í jólum og þeir félag- ar ætla að halda góðum dampi þar til. „Næsti gestur er sjálfur Steinn Ármann. Sá sem leikur íslensk ill- menni og skíthæla betur en nokk- ur annar. Og Kela kött. Það er ekk- ert þar á milli. Kisinn Keli og svo illmenni.“ Andri Freyr er búsettur úti í Danmörku og talar þaðan í radíóið. „Ég er að vinna hérna. Níu til fimm. Hjá fyrirtækinu Brother, brother and Son. Við erum að setja saman ljós fyrir leikhús, tónleika og svoleiðis vitleysu. Ég var hérna einn til að byrja með en nú eru þeir orðnir sjö Íslendingarnir hérna í kringum mig. Eins gott ég fái fálkaorðu fyrir að redda landanum vinnu og peningum í útlandinu. Verst að þetta eru svo miklir ves- alingar … sko, maður hefur verið að tala svo fallega um íslenskt vinnuafl og svo mætir þetta bara þegar því sýnist í vinnu, sofandi yfir sig heilu vikurnar.“ jakob@frettabladid.is ANDRI FREYR: HÓ, HÓ, HÓ … SVO SEGJA MENN BÓ BOÐA JÓLIN Fær að fjúka fjórðu jólin í röð AF HVERJU ÉG? Þótt ótrúlegt megi heita eru þetta fjórðu jólin sem útvarpsþáttur Andra Freys er lagður niður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég kvitta fúslega undir það. Þetta er ein fyrirmynda umslagsins,“ segir Stefán Hilmarsson söngvari. Stefán hefur loksins sent frá sér jólaplötu. Það hafði aldrei hvarflað að honum fyrr en nú sem má heita merkilegt því söngur hans ómar í einu mest spilaða jólalagi hér allra tíma: Jólahjól. Einhverjir hafa orðið til að benda á sláandi líkindi með umslagi plötu Stefáns og plötu sem James Taylor sendi frá sér árið 2006 sem heitir einfaldlega James Taylor at Christmas. Páll Ólafsson er hönnuður plötuumslagsins, þrautreyndur í bransanum, hefur hannað hátt í fjögur hundruð plötuumslög á tólf ára ferli. Hann kannast vel við að ekki hafi verið leitað langt yfir skammt. „Þetta er hannað samkvæmt forskrift Stefáns Hilmarssonar sjálfs. Allt með ráðum gert. Útpælt. Enda er James Taylor, eins og alþjóð veit, uppáhalds- tónlistarmaður Stefáns,“ segir Páll. Ljósmyndarinn Gassi tók myndina og Páll segir þetta svipað – bara Stefán sé flottari enda íslensk framleiðsla. Sjálfur dregur Stefán ekki dul á að hann haldi mikið upp á Taylor og umslagið sé samkvæmt forskrift. „Ég á reyndar nokkrar jólaplötur sem hafa svipað umslag þannig að James er heldur ekki að finna upp hjólið. Ekkert er nýtt undir sólinni. En það eru lögin sem eru aðalmálið, ekki albúmið. Öðruvísi en í Eurovision, þar sem manni virðist kjóllinn skipta orðið meira máli en lagið,“ segir Stefán. Fréttablaðið birtir á næstunni spjall við Stefán um þetta merki- lega fyrirbæri sem jólalög mega teljast og nýju plötuna. - jbg James Taylor uppáhald Stefáns „Við erum bara að leika okkur og búa til stuð,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona sem stend- ur fyrir tískusýningu á bolum sem hún hannaði í tengslum við sýninguna Utan gátta. „Við Elín Þórhallsdóttir, vinkona mín, höfum verið að hanna undir merkinu Lollell og ætlum að halda tískusýningu í Kassanum á fimmtudagskvöldið. Þetta byrjar með fordrykk og tónlistar- uppákomum, svo byrjar tískusýningin um níuleytið. Bolirnir verða svo til sölu eftir sýninguna og hluti ágóðans renn- ur til mæðrastyrksnefndar,“ útskýrir Ólafía sem hefur fengið mörg þekkt andlit til liðs við sig. „Þeir sem sýna eru meðal annars Brynhildur Guðjóns, Elma Lísa, Birna Hafsteinsdóttir, Jónína Ben og Tinna Gunnlaugs þjóðleikhússtjóri. Hver bolur er módelsmíði, engir tveir eru eins, svo þetta er mjög persónulegt. Allir bolirnir eru skreyttir með hönd- unum á okkur Lollu og Ellu, en við sitj- um stundum heilu kvöldin og bróder- um. Það er ekki hátt tímakaup, en það er algjört aukaatriði,“ segir Ólafía sem mun einnig troða upp með Heimilistón- um. „Það kostar ekkert inn svo allir eru velkomnir sem vilja. Fólk getur lagt fram frjáls framlög ef það kaupir ekki bol, sem rennur þá til mæðrastyrks- nefndar. Það er þannig stemn- ing í dag að fólk vill styrkja eitthvað og koma saman og ef við getum létt jólin hjá einhverj- um á þessum erfiðu tímum er það virkilega þess virði,“ segir Ólafía að lokum. - ag Ólafía Hrönn og Jónína Ben á tískusýningu UTAN GÁTTA Ólafía Hrönn hefur verið að hanna boli með Elínu Þórhallsdóttur, vinkonu sinni, og bjóða þær öllum sem vilja á tískusýningu í Kass- anum á fimmtu- dagskvöldið. SÝNIR BOLI Jónína Ben er á meðal þeirra sem munu sýna Utan gátta-boli Ólafíu og Elín- ar á tískusýningunni, en hver bolur er módelsmíði. EIN HANDA ÞÉR Merki- legt má heita að söngvari „Jólahjóls“ skuli fyrst nú senda frá sér jólaplötu. JAMES TAYLOR AT CHRISTMAS Sláandi lík plötu Stefáns og það er engin tilviljun enda um fyrirmyndina að ræða. Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona á Stöð 2, upplýsingafull- trúi Iceland Express, blaðamaður á 24 stundum og Morgunblaðinu og talsmaður Bubba-tónleikanna, deyr svo sannarlega ekki ráðalaus. Á DV- vefnum er greint frá því að Lára sé á leiðinni í upplestrarferðalag um Ísland þar sem hún ætlar að kenna Íslendingum að lifa af við þröng- an kost án þess að tapa gleðinni. Reyndar vekur athygli að fyrstu viðkomustaðirnir á ferðalagi Láru eru úti á landsbyggð- inni sem margir hverjir hafa haldið því fram að margumrætt góðæri hafi siglt framhjá. Láru væri því kannski nær að halda fyrirlestra fyrir kreppu- þjáða íbúa höfuðborgar- svæðisins. Manúela Ósk Harðardóttir og Grétar Rafn Steinsson eru aug- ljósleg vinsæl meðal íbúa Bolton. Eins og Fréttablaðið greindi frá fékk Starbucks-kaffihúsakeðjan þau til liðs við sig í baráttunni fyrir auknu læsi meðal grunnskólabarna. Fyrir tæpri viku voru fótboltamaðurinn og fegurðardrottningin fyrrverandi síðan aftur á ferðinni þegar þau dæmdu árlega jólagöngu við Vue Cinema og kveiktu auk þess á jólaskreytingun- um að viðstöddu margmenni. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Miðvikudagstilboð A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.