Fréttablaðið - 26.11.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 26.11.2008, Qupperneq 1
Jafet S. Ólafsson Með hnullung í skónum 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 26. nóvember 2008 – 49. tölublað – 4. árgangur Ársreikningaskrá Sektað í fyrsta sinn fyrir vanskil reikninga 2 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Bílalán seðlabanka | Banda- ríska viðskiptaráðuneytið ætlar að verja á bilinu 25 til 100 millj- örðum dollara til að auka fram- boð ýmissa neytendalána. Kaupa á skuldvafninga sem innihalda bílalán, kreditkortaskuldir og námslán. Minni fasteignasala | Sala á eldra húsnæði í Bandaríkjunum dróst saman um 3,1 prósent milli mánaða í október. Sölutölur í mánuðinum voru undir vænting- um hagfræðinga. Óseldum eign- um á söluskrá fækkaði þó lítil- lega milli mánaða. Svart útlit í Bretlandi | Hrun hefur orðið í umsóknum um fast- eignalán í Bretlandi, en tölur frá samtökum fasteignalánveitenda sýna að bankar veittu helmingi færri fasteignalán í október en fyrir ári. Minni DVD-sala | Sala á DVD- diskum, sem eru helsta tekju- lind kvikmyndavera í Hollywood, hefur dregist saman um fjögur prósent það sem af er ári. Mestur er samdrátturinn í dýrum nýjum myndum, 22 prósent. Þá er sala á Blue-ray diskum langt undir væntingum. Hætt við kaup | BHP, stærsta námufélag heimsins, er hætt við yfirtöku sína á Rio Tinto, móð- urfélagi álversins í Straumsvík. Forstjóri BHP segir yfirtökuna mjög kostnaðarsama og væri erf- itt að selja eignir upp í skuldir nú um stundir. „Þegar skilanefnd Glitnis tók bankann yfir var til- kynnt að allri erlendri starfsemi yrði hætt. Starf- semin í Bandaríkjunum fór fram í hlutafélagi sem bar nafnið Glitnir Capital Corporation og var með tvenns konar starfsemi; fjárfestingar sem voru bókaðar hjá móðurfélaginu á Íslandi og eru í eigu þess félags og í öðru lagi ráðgjöf til viðskiptavina sem var veitt af starfsmönnum skrifstofunnar,“ segir Magnús Bjarnason, einn fjögurra fyrrver- andi starfsmanna Glitnis, sem hafa tekið yfir rekst- urinn í New York. Jónína Benediktsdóttir athafnakona spurði iðnað- arráðherra út í sölu skrifstofunnar á borgarafundi í Háskólabíói á mánudagskvöld. Hann kannaðist þá ekkert við málið. Magnús segir að eðli málsins samkvæmt sé ráð- gjöf bundin við starfsmennina sem á sviðinu starfi, Jonathan Logan, Ignacio Kleiman, Magnús Bjarna- son og Timothy Spanos. Hafa þeir stofnað fyr- irtækið Glacier Partners til þess að halda þeirri starfsemi áfram. Hann segir útlán og fjárfestingar Glitnis hafa gengið vel í Bandaríkjunum og slíkar eigur séu áfram í eigu gamla Glitnis. Skilanefnd Glitnis sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær, þar sem fram kemur að skrif- stofa gamla Glitnis í New York hafi verið sölu- skrifstofa í leiguhúsnæði með óverulegum eignum. „Ljóst er að ekki var um hátt söluverð að ræða enda eignir óverulegar. Lánasafn var ekki selt með starf- seminni og bankinn losnaði við allar skuldbinding- ar sem skrifstofunni fylgdu. Aðrar eignir, s.s. mál- verk, voru undanskilin í sölunni í samræmi við til- mæli menntamálaráðuneytis og hafa verið send til Íslands.“ - bih Taka yfir Glitni í New York Ingimar Karl Helgason skrifar „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjár- hagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem ber- sýnlega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á til- skipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjár- málafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins.“ Svo segir í svari Kaupþings við beiðni Markaðarins og Frétta- blaðsins um gögn úr bankanum. Blaðið skrifaði forsvarsmönnum Glitnis, Lands- bankans og Kaupþings, auk Fjármálaeftirlits (FME), viðskiptaráðherra og seðlabankastjóra. Óskað var gagna eða vitneskju um útlán bankanna. Bankarnir hafa þegar svarað, og eru svörin skýr. Upplýsingar verði ekki látnar af hendi, vegna bankaleyndar. Landsbankinn og Glitnir segjast ekki munu láta af hendi nein gögn, nema til komi til- mæli frá Alþingi, í formi laga. Kaupþing bætir við að hæpið sé að lagasetning „geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga“. Þá fullyrða Kaupþingsmenn að verði upplýsingar veittar, gerist starfsmenn sekir um að brjóta gegn lögum um bankaleynd og upplýsingalög. Tveggja ára fangelsi liggi við slíkum brotum. „Engin heim- ild er til refsilækkunar á grundvelli þess að seðla- bankastjóri telji að bankaleynd eigi ekki við um þessi mál.“ Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við, þegar fjallað væri um aðdraganda bankahruns- ins. Hann fullyrti að einn aðili, sem hann nefndi ekki, hefði fengið þúsund milljarða að láni hjá bönkunum. Eftirlitsaðilar hefðu „teygt sig með ólík- indum langt til að finna út að sami aðili væri óskyld- ur sjálfum sér“. Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankanna námu lán til venslaðra aðila um 275 milljörðum króna. Sam- kvæmt nýjustu tölum Seðlabankans, sem birtar voru í upphafi vikunnar, námu lán þeirra til inn- lendra aðila hátt í 5.000 milljörðum króna. Um þriðjungur þess fór til eignarhaldsfélaga. Kaupþing segir í svari við fyrirspurn blaðsins, að lán til tengdra aðila hafi verið komið á framfæri við FME. Þá segir að reglur um friðhelgi um einka- málefni hafi verið kallaðar grundvallarreglur rétt- arríkisins. „Það ástand sem nú ríkir felur ekki í sér réttlætingu á því að slíkum reglum sé vikið til hlið- ar. Þvert á móti hefur sjaldan verið mikilvægara að standa vörð um slík grundvallarréttindi.“ Bankaleynd ekki aflétt Bankarnir óttast viðurlög, ef þeir segja frá viðskiptum sínum. Kaupþing hyggst ekkert birta nema dómstólar krefjist þess. „Nýi Glitnir hefur tilkynnt Fjár- málaeftirlitinu um meint brot á þagnarskylduákvæðum laga um fjármálafyrirtæki,“ segir Tómas Sigurðsson, yfirlögfræðingur bankans. Tómas vísar til þess að almenn- ingur fékk aðgang að gögnum úr lánabók gamla Glitnis, þegar Morgunblaðið birti hluta þeirra á sunnudag. Þar kom meðal ann- ars fram að helstu stjórnendur Glitnis hefðu, ásamt FL Group, sem var stærsti hluthafinn, brot- ið verklagsreglur við lánveiting- ar. Tugmilljarðalán hefðu verið ákveðin af fáum, án þess að lán- veitinganefnd fjallaði um, eða áhætta væri metin. Tómas segir meint brot tvíþætt: „Í fyrsta lagi er tilkynnt um þá háttsemi að trúnaðarupplýsingar um viðskiptamenn bankans hafi verið afhentar blaðamanni og í öðru lagi þá háttsemi Morgun- blaðsins að birta upplýsingarnar. Lög um fjármálafyrirtæki kveða skýrt á um það að sá sem veit- ir trúnaðarupplýsingum viðtöku sé bundinn þagnarskyldu á sama hátt og starfsmenn bankans. Bankinn stendur vörð um þær upplýsingar sem honum er trúað fyrir af viðskiptamönnum sínum og getur ekki látið það átölulaust að skýlaus ákvæði um þagnar- skyldu séu brotin.“ Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, bendir á að dómar hafi fallið þar sem almannahags- munir væru metnir ríkari en þagn- arskyldan. „Við mátum það svo í þessu tilviki.“ - ikh, bih Glitnir kærir til FME HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS Í REYKJAVÍK. 6 Orðskýringin Hvað er skilanefnd? Vistvæna prentsmiðjan!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.