Fréttablaðið - 26.11.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 26.11.2008, Síða 4
MARKAÐURINN 26. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4 Ú T T E K T Takmarkaðar upplýsingar eru um lánveit- ingar til eigenda í uppgjörum bankanna. Gömlu bankarnir þrír lánuðu eigendum sínum og félögum þeirra hundruð millj- arða króna, samkvæmt uppgjörum, en lengra verður ekki komist eftir þeirri leið. Lánabækur bankanna búa væntanlega yfir fyllri mynd af stöðu mála. Birtar hafa verið upplýsingar um ýmsar lánveitingar Glitnis. Umfjöllun Morgun- blaðsins á dögunum vekur spurningar um hvort þar og víðar í bankakerfinu hafi allt verið með felldu. Lárus Welding, fyrrver- andi bankastjóri Glitnis, og Jón Ásgeir Jó- hannesson, athafnamaður og helsti eig- andi Fréttablaðsins, fordæma meint brot á lögum um bankaleynd. HVAÐ ER BANKALEYND? Bankaleynd merkir í raun þagnarskyldu stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, fram- kvæmdastjóra, endurskoðenda, starfs- manna og hverra þeirra sem taka að sér verk í þágu slíkra fyrirtækja, „um allt það sem þeir fá vitneskju um við fram- kvæmd starfa sinna og varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þeirra, nema skylt sé að veita upplýsingar sam- kvæmt lögum“, segir í þingskjali. Sama gildir um þagnarskyldu um persónuleg málefni fólks, þar á meðal fjárhag, einnig er getið um þagnarskyldu í lögum um lög- menn og endurskoðendur. Í frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki er í skýringum rætt um að þar séu „almennar reglur um bankaleynd“. Í hinum sömu lögum er raunar undan- þága frá bankaleynd. Hún er bundin sam- þykki þess sem upplýsingarnar eiga við. Rætt var um bankaleynd á fjölmennum borgarafundi í Háskólabíói í fyrrakvöld. Einn fyrirspyrjandi undraðist að hún væri nú fyrir hendi. Fyrirspyrjandinn tók þar undir með Davíð Oddssyni seðlabanka- stjóra, og raunar dómsmálaráðherra einn- ig. Davíð sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við vegna gömlu bankanna. Upplýsa þyrfti hvers vegna þeir hefðu hrunið. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ásættanlegt að mál sem koma upp vegna bankakrepp- unnar séu sveipuð leyndarhjúp. Hugtök eins og þagnarskylda og bankaleynd eigi að heyra sögunni til þegar jafn mikilvæg- ir hagsmunir séu í húfi og nú. Ágúst Ól- afur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur enn fremur rætt um bankaleynd við þessar aðstæður. „Í mínum huga er tómt mál að tala um að gera málið upp og varpa ljósi á álitamál ef menn geta falið stór og smá mál í bankaleynd.“ LITLI BANKAMAÐURINN Í frumvarpi um sérstakan saksóknara vegna bankahrunsins, sem Björn Bjarna- son hefur mælt fyrir á Alþingi, kemur fram að starfsmaður banka sem veitir upplýsingar, verði ekki sóttur til saka. Með öðrum orðum, sé grunur um alvarlegt brot, eigi bankaleyndin ekki við. Þá taki heim- ildir saksóknarans til efnahags-, auðgun- ar- og skattabrota, jafnframt þeirra brota sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseft- irlitið rannsaka. Þannig geti starfsmenn bankanna öðlast stöðu „whistle blower“ eins og það heitir á ensku og hefur stund- um verið kennt við starfsmann Landsím- ans, sem upplýsti um sitthvað misjafnt þar á bæ og var í framhaldinu nefndur „Litli Landsímamaðurinn“. BRÝTUR MARKAÐURINN LÖG? Markaðurinn og Fréttablaðið hafa lagt sig fram um að afla gagna úr gömlu bönkun- um, meðal annars um lánveitingar til fyrr- verandi eigenda þeirra. Spyrja má hvort þannig brjóti blaðið lög, eða í það minnsta, með augljósa hagsmuni lesenda í huga, leggi sig fram um lögbrot. Skrifað hefur verið til viðskiptaráðherra, Seðlabanka, auk Fjármálaeftirlitsins og allra bankanna þriggja og skilanefnda þeirra. Efnisleg svör bankanna við beiðni um upplýsingar úr lánabókum eru skýr: Nei! Engin svör hafa borist úr Seðlabanka. Viðskiptaráðherra þegir þunnu hljóði og Fjármálaeftirlitið var enn að hugsa þegar þessi grein rann undir valsana í prent- smiðjunni. AF HVERJU? Morgunblaðið hefur þegar komist yfir upplýsingar úr lánabókum Glitnis gamla og birt. Í fréttaskýringu blaðsins sagði frá ýmsum lánum til ýmissa aðila, þar á meðal félaga sem fáar skýringar virð- ast vera á. Blaðamaður Morgunblaðsins fullyrðir raunar að mörg lán og há, hafi verið veitt í trássi við útlánareglur bank- ans og að helstu eigendur bankans hafi verið þar að baki. Lárus Welding, fyrrver- andi bankastjóri, og Jón Ásgeir Jóhannes- son hafa sagt að þar hafi bankaleynd verið brotin. Birna Einarsdóttir brýnir banka- leyndina fyrir starfsfólki í bréfi sem hún sendi í vikunni. Markaðurinn greindi frá því í Frétta- blaðinu í gær að lán bankanna til eig- enda sinna hefðu samkvæmt bókum bank- Hundruð milljarða lán í þagnargildi Seðlabankastjóri, dómsmálaráðherra og formaður viðskiptanefndar Alþingis telja að banka- leynd eigi ekki við vegna gömlu bankanna. Útlán gömlu bankanna til eigenda sinna námu hundruðum milljarða króna. Ingimar Karl Helgason spurðist fyrir um málið og komst að því að bankamenn óttast fangelsisdóma verði almenningur upplýstur um málið. Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri var skýr um bankaleynd gagnvart gömlu bönkunum í ræðu sinni hjá Viðskiptaráði á dögunum: „En við þau tímamót sem nú hafa orðið, þegar talað er um rannsóknir og að velta eigi við hverjum steini, af hverju er þá ekkert upplýst um hvers vegna bankarnir hrundu? Af hverju fær almenningur, sem á að borga brúsann, og sá brúsi er engin smásmíði, engar gagnlegar upplýsingar þótt allt ætti nú að vera á borð- inu hjá þeim sem hafa mál hinna föllnu banka í höndun- um og allt að blasa við eins og opin bók. Niðurfelling forráða- manna Kaupþings á ábyrgðum sínum og annarra hafði legið fyrir vikum saman án þess að nokkuð væri um það upplýst. Það var ekki fyrr en hneyksl- aðir starfsmenn láku þessum upplýsingum út sem þær urðu almannaeign. Og síðan hefur ekkert verið upplýst, hvernig því máli verður fylgt eftir. Ábendingar sem bárust um að kalla til lögreglu strax í upphafi hafa ekki fengið brautargengi. Eru menn að bera fyrir sig bankaleynd í þessu sambandi? Bankaleynd á ekki lengur við hvað þessi atriði varðar.“ Af hverju bankaleynd? DAVÍÐ ODDSSON VIÐ GJALDKERABORÐIÐ Trúnaður banka við viðskiptavini kann að hafa skírskotanir við annan trúnað, svo sem læknis við sjúkling sinn, eða prests við sóknarbarn. Eftir hrun bankanna hefur ágerst umræða um hvort aflétta beri bankaleynd. MARKAÐURINN/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.