Fréttablaðið - 27.11.2008, Side 1

Fréttablaðið - 27.11.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 27. nóvember 2008 — 325. tölublað — 8. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Þannig var að ég frétti af klæð- skera frá Indlandi hjá félaga mínum Skafta Erni Ólafssyni í Sjálfstæðis- flokknum,“ útskýrir Gunnar Hnef- ill Örlygsson en hann er formaður Ungra sjálfstæðismanna í Þingeyjarsýslu. „Ég kom mér í samband við klæðskerann, Ravin, og hann tók af mér málid búð en fötin eru hins vegar afar vönduð. Starfsmaður JMJ á Akur- eyri sagði mér að það væri mjög skemmtilegur frágangur á fötun-um og efnið er gott,“ segir Gunnar ánægður. Hann segist nota fötin töluog þyki segir Gunnar brosandi og bætir við: „Ég á nokkur jakkaföt en þetta eru fyrstu klæðskerasaumuðu jakkafötin mín og ég mun örugg- lega gera þetta einhvern tímaaftur.“ Vill vera fínn í tauinuMisjafnt er hvaða klæðnaður hæfir ungum mönnum en Gunnar Hnefill Örlygsson hefur gaman af að klæða sig upp á og heldur mikið upp á klæðskerasaumuð jakkaföt frá Indlandi sem hann lét sníða á sig. Þrátt fyrir að Gunnar hafi gaman af að klæðast jakkafötum segist hann þó annað slagið fara í gallabuxur og setja upp húfuna svona til að halda í hátíðleika jakkafatanna. MYND/ÖRLYGUR HNEFILL PRJÓN er talið upprunnið í Mið-Austurlöndum og að þaðan hafi það borist til Spánar og Tíbet. Heimildir eru til um prjón á Spáni og Ítalíu frá 1100 til 1500. Þaðan barst það til Frakklands, Englands og Skotlands og á 15. öld voru stofnuð fagfélög prjónameistara víða í Evrópu. Hollt og gott fyrir jólinmeð Sollu og Dóru Emils Þetta er frábært námskeið fyrir alla þá sem elska smákökur, konfekt og deserta og langar til að geta borðað það með góðri samvisku. Ef við erum með gott lífrænt hráefni þá getum við jafnvel náð hjartanu á allra hörðustu sælkerum. Það heyrir sögunni til að hollt sé öðruvísi, nú er úrvalið af heilsuhráefninu orðið svo ótrúlega mikið og flott. Við lærum eiginlega að galdra…Verð: 3.500. Skráning: 770 6688 eða solla@this.is Námskeið í verslun Yggdrasils, Skólavörðustíg 16 Laugardagana 29.nóv og 6.desember kl. 11:00-13:00 Við kennum m.a. : - Listina að búa til holla og bragðgóða deserta sem þú borðar með góðri samvisku- Heilsusamlegar en ótrúlega bragðgóðar smákökur - Að búa til einfalt og fljótl GUNNAR HNEFILL ÖRLYGSSON Klæðskerasaumuð jakkaföt frá Indlandi • tíska • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS veljum íslensktFIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2008 VELJUM ÍSLENSKT Hvíslandi kynþokki í bland við mjólkurkex sérblaðið veljum íslenskt FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Fagna þrjátíu ára afmæli Verslunin Litir og föndur á Skólavörðustígnum hefur verið starfrækt frá árinu 1978. TÍMAMÓT 34 EFNAHAGSMÁL Nettókostnaður Íslendinga vegna innlánsreikn- inga í útibúum bankanna erlendis verður um 245 milljarðar króna, samkvæmt bráðabirgðamati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóð- urinn reiknar með að eignir bank- anna ytra dugi fyrir um helmingi af kröfu erlendra ríkja vegna tryggðra innstæðna. Sjóðurinn telur að brúttókostn- aður íslenska ríkisins vegna inn- lánanna nemi 47 prósentum af landsframleiðslu þessa árs. Eignir bankanna dugi fyrir um það bil helmingnum af þessu og um 19 prósent af landsframleiðslu lendi á íslenskum skattgreiðendum. Landsframleiðsla Íslands í fyrra nam yfir 1.293 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Landsframleiðsla í ár liggur ekki fyrir. Samkvæmt mati sjóðsins er því viðbúið að um 245 milljarðar króna lendi á íslenskum skatt- greiðendum vegna innstæðna erlendis. Það þýðir að hvert mannsbarn hér á landi þarf að greiða hátt í átta hundruð þúsund krónur. Hryggjarstykkið í þessu er vegna Icesave-reikninga Lands- bankans. - ikh / sjá síðu 4 og 6 Íslendingar þurfa að greiða 245 milljarða króna vegna Icesave og annarra innlána: 800 þúsund krónur á mannLaugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is 2DVD INNIHELDUR SING-A-LONG ÚTGÁFU! KOMINN Í SKÍFUNA Opið til 21 STÓRHRÍÐ NYRÐRA Í dag verða norðan 13-23 m/s, hvassast með ströndum á Vestfjörðum og norðan til. Snjókoma og skafrenningur nyrðra en þurrt og bjart með köfl- um syðra. Frost 0-5 stig. VEÐUR 4 -3 0 -3 -20 Nafnar loksins sameinaðir Ragnar Sólberg og Ragnar Bjarnason eru áhugasamir um samstarf. FÓLK 50 BLÓÐBAÐ Í MUMBAI Áttatíu manns hið minnsta létust í hryðjuverkaárás sem gerð var í borginni Mumbai á Indlandi í gærkvöldi. Hryðjuverkamenn réðust á hótel og lestarstöðvar. Árásinni virtist beint gegn ferðamönnum. Samtökin Decca Mujhaideen lýstu ábyrgðinni á hendur sér. Þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð hótel í borginni í ljósum logum. Sjá síðu 6 NORDICPHOTOS/AFP Hvert stefnir gengið? Ef byggingarkranar eru orðnir ískyggilega margir eins og í Reykja- vík 2006, er klár hætta á kreppu, skrifar Þorvaldur Gylfason. UMRÆÐAN 24 ALÞINGI Frumvarp um nefnd sem rannsaka á aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna og tengda atburði verður rætt á Alþingi í dag. Nefndinni er meðal annars ætlað að leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi, eftirlit með henni og hverjir kunni þá að bera ábyrgð á því. Þá er nefndinni ætlað að skoða hvort skýringar á falli bankanna og tengdum efnahagsá- föllum megi að einhverju leyti finna í starfsháttum og siðferði á fjármálamarkaði. Þingflokkar ræddu frumvarpið í gær en forseti Alþingis og formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi eru flutningsmenn frumvarpsins. - ovd / sjá síðu 10 Nýtt frumvarp um nefnd: Fall bankanna skal rannsakað EFNAHAGSMÁL Alþýðusamband Íslands krefst uppstokkunar innan ríkisstjórnarinnar með afsögnum Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Einnig að forsvarsmenn Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins víki. Forsætisráðherra segir ómaklega vegið að ráðherrunum. Hann boðar formlegt samstarf við aðila vinnumarkaðarins. Forysta Alþýðusambandsins kom kröfum sínum á framfæri á fundi með Geir H. Haarde forsæt- isráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í gær. Fundi sem ASÍ hafði frum- kvæði að fyrir nokkru síðan. „Það skortir tilfinnanlega á trú- verðugleika stjórnvalda. Ég sé ekki með nokkru móti hvernig við eða stjórnvöld getum unnið okkur út úr þessum erfiðleikum ef ríkis- stjórninni tekst ekki að bæta sína ímynd og ná sátt við þjóðina. Það þýðir uppstokkun innan ríkis- stjórnarinnar, Seðlabankans, Fjár- málaeftirlitsins og víðar,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Aðspurður hvaða ráðherrar rík- isstjórnarinnar þurfi að víkja segir Gylfi að „embættis síns vegna þurfa ráðherrar fjármála og bankamála að segja af sér, óháð því hvort þeir hafi brotið lög.“ Geir segir að ómaklega hafi verið vegið að ráðherrunum tveimur að undanförnu og það sé málefni stjórnarflokkanna hvern- ig ríkisstjórnin sé skipuð. Hann segir stjórnvöld vilja hefja form- legt samstarf við aðila vinnu- markaðarins og slíkt samstarf sé hugsað til næstu missera. „Það er brýnt að þétta samstarf á milli stjórnvalda og samtaka á vinnu- markaði.“ Hann segir stefnt að fundi með Samtökum atvinnulífs- ins, ASÍ og BSRB á föstudag. „Það eru mörg verkefni sem þarf að hafa samstarf um. ASÍ hefur að mínum dómi margar athyglisverðar tillögur fram að færa. Ég nefni þar til dæmis öfl- uga atvinnustefnu,“ segir Geir. Stærstu samtök vinnumarkað- arins funda í dag en fundur for- manna stjórnarflokkanna og ASÍ tengist þeim fundi ekki, segir Gylfi. Auk uppstokkunar í stjórnkerf- inu krafðist ASÍ að þingmenn og ráðherrar deili kjörum með öðrum þegar kemur að lífeyrisréttind- um. „Í nýbirtum tillögum á að minnka sérkjörin en viðhalda þeim engu að síður,“ segir Gylfi. „Þessu verður einfaldlega að linna og það strax. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þetta ef þau ætla sér að ná sátt í þessu landi.“ - shá ASÍ krefst afsagnar ráðherra ASÍ krafðist afsagnar fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra á fundi með Geir H. Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í gær. Geir segir ómaklega vegið að ráðherrunum en boðar samstarf við aðila vinnu- markaðarins. Stærstu samtök vinnumarkaðarins funda í dag. Geir boðar fund SA, ASÍ og BSRB á morgun. Embættis síns vegna þurfa ráðherrar fjármála og bankamála að segja af sér, óháð því hvort þeir hafi brotið lög. GYLFI ARNBJÖRNSSON FORSETI ASÍ Meistaradeild Evrópu Steven Gerrard skoraði sigurmark Liverpool gegn Marseille í gær. ÍÞRÓTTIR 54 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.