Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 2
2 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR GRÆNLAND Þrír af hverjum fjórum Grænlendingum greiddu nýjum sjálfstjórnarlögum atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á þriðjudag. „Ég þakka grænlensku þjóðinni fyrir þessa afgerandi niðurstöðu. Nú hefur Grænland fengið umboð til að stíga skrefi lengra í átt að fullu sjálf- stæði,“ sagði Hans Enoksen, formaður grænlensku landstjórnarinnar, eftir að úrslit atkvæðagreiðslunn- ar lágu fyrir. 75,54 prósent samþykktu nýju lögin, 23,57 prósent greiddu atkvæði á móti. Kjörsókn var um 72 prósent, en um 39.000 manns voru á kjörskrá. Flokkur sjálfstæðissinna, Inuit Ataqatigiit (IA) sem á aðild að landstjórninni, er líka með næstu skref á hreinu. „Fyrsta verkefnið verður að fara til Samein- uðu þjóðanna og tilkynna um hina formlegu viður- kenningu Grænlendinga sem þjóðar,“ hefur dagblaðið Sermitsiaq eftir Kuupik Kleist, formanni IA. Nýju sjálfstjórnarlögin taka við af heimastjórnar- lögunum frá árinu 1979. Með gildistöku þeirra hinn 21. júní næstkomandi færast fleiri mál undir valdsvið landstjórnarinnar. Meðal þeirra mikilvægustu er óskoraður réttur Grænlendinga til arðsins af auðlind- um í grænlenskri lögsögu, aukin réttindi til að fara með utanríkismál, lögreglumál, strandgæslu og fleira. Auk þess er grænlenska viðurkennd sem eina opinbera tungumálið. Grænlenski landsjóðurinn þiggur enn um 3,5 milljarða danskra króna, andvirði yfir 80 milljarða íslenskra, í árlegan styrk af dönsku fjárlögunum. Sjálfstjórnarlögin gera ráð fyrir að styrkurinn verði smám saman skorinn niður. - aa ÁFANGI Hans Enoksen og aðrir ráðherrar landstjórnarinnar á hátíðarsamkomu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra var viðstödd í opinberri heimsókn sinni til Grænlands fyrir skemmstu. Yfirgnæfandi stuðningur við ný sjálfstjórnarlög á Grænlandi: Stór áfangi í sjálfstæðisátt LONDON, AP Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því í gær að næsti leiðtogafundur G-20-hópsins svokallaða um viðbrögð heims- byggðarinnar við alþjóðlegu fjármálakrepp- unni yrði haldinn í Lundúnum í apríl. Brown tjáði breska þinginu að Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefði þekkst boð um að mæta. Það yrði fyrsta heimsókn Obama til Evrópu frá því hann náði kjöri. Leiðtogar 21 ríkis, bæði ríkra Vesturlanda og áhrifamikilla þróunarlanda, og fulltrúar fjögurra fjölþjóðastofnana héldu fyrsta slíka kreppufundinn í Washington 14.-15. nóvember. - aa Kreppuviðbrögð G-20-velda: Brown boðar framhaldsfund GORDON BROWN TAÍLAND Tveir stærstu flugvellirnir í Taílandi voru lokaðir í gær vegna mótmælaaðgerða gegn ríkisstjórn landsins. Sex Íslendingar lentu í hrakningum þegar mótmælendur stöðvuðu umferð um alþjóðaflug- völlinn í höfuðborginni Bangkok. Íslendingarnir höfðu beðið á flug- vellinum í sólarhring þegar þeir voru loks fluttir ásamt þúsundum annarra ferðamanna á hótel í gær- kvöldi. Hjón úr Kelduhverfi, Sigurður Yngvason bóndi, eiginkona hans Nuan Sankla, og þrjú börn þeirra, tveggja, sjö og tólf ára, voru á leið heim til Íslands eftir mánaðardvöl hjá ættingjum í Taílandi þegar mótmælendur lokuðu flugvellin- um. Axel Yngvason, bróðir Sigurð- ar, hefur séð um búið í fjarveru þeirra. Hann segist hafa heyrt í þeim í gær og þá hafi þau látið vel af sér miðað við aðstæður. Þau hafi verið í rútu á leið á hótel og átt von á því að komast úr landi í dag. „Það var allt í lagi með þau en það var náttúrulega skotið og sprengt þarna allt í kring. Það var hættuástand þarna,“ segir Axel. Holberg Másson tölvusérfræð- ingur hafði verið fluttur inn á hótel í baðstrandarbæ sunnan við Bang- kok þegar Fréttablaðið hafði sam- band við hann í gær en þangað höfðu farþegarnir loks verið flutt- ir. Holberg segir að ferðamennirn- ir hafi verið búnir að bíða matar- og hvíldarlausir í sólarhring á flugvellinum þegar hann hafi farið ásamt Breta að ræða við mótmæl- endurna og bent þeim á að ferða- mennirnir væru í raun gíslar. „Mótmælendurnir vildu að við yrðum á flugvellinum næstu daga. Við fórum að ræða við forystumenn mótmælendanna og bentum þeim á að við værum í raun gíslar því að við værum búin að vera þarna í sól- arhring og gætum hvergi farið því engar samgöngur væru í gangi. Þeir sögðu að fólk gæti labbað tvo kílómetra til að komast í samgöng- ur, en við útlendingarnir gátum ekkert dröslast með farangurinn neitt enda vissum við ekkert í hvaða átt við ættum að fara,“ segir hann. Holberg segir að starfsmenn flugvallarins, yfirvalda og ferða- skrifstofa hafi ekki verið á staðn- um og hvorki vott né þurrt að fá. „Mótmælendurnir voru svo almennilegir að gefa okkur af sínum mat. Svo breyttist tónninn í þeim og þá kom í ljós að lögreglan hafði sett í gang áætlun um að koma okkur í rútur og herinn leiddi okkur út. Við vorum keyrð á öruggt svæði og sátum þar í tvo klukku- tíma áður en við vorum svo keyrð hingað á hótelið,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Íslensk fjölskylda í skothríð í Taílandi Sex Íslendingar voru fastir á flugvöllum í Taílandi í gær. Fimm manna fjöl- skylda úr Kelduhverfi hafði beðið matarlaus í sólarhring þegar hún var flutt á hótel. „Það var skotið og sprengt allt í kring,“ segir bróðir fjölskylduföðurins. SKOTIÐ ALLT Í KRING Sigurður Yngvason, bóndi á Tóvegg í Kelduhverfi, ásamt börn- um sínum, Sofie, Degi Yngva og Díönu. Sigurður taldi fjölskylduna ekki í hættu þó skotið og sprengt væri allt í kringum þau á alþjóðaflugvellinum í Bangkok. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR EINKASAFNI Á HEIMLEIÐ Nuan Sankla, eiginkona Sigurðar. Þau voru á heimleið eftir heimsókn til fjölskyldu hennar. LÖGREGLUMÁL Maður um tvítugt sem stakk annan mann með hnífi á Hlemmi í fyrrakvöld var í gær úrskurðaður í vikulangt gæslu- varðhald. Fórnarlambið sem er um fertugt hlaut alvarlega áverka við árásina. Maðurinn var í fyrstu sendur á gjörgæslu, en var kominn á almenna deild síðdegis í gær. Atvikið gerðist á sjöunda tímanum í fyrrakvöld. Mennirnir sem um ræðir eru náskyldir og þekktust því. Upphafið að árásinni voru persónulegar deilur þeirra, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. - jss Árásin á Hlemmi: Hnífamaður í gæsluvarðhald LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á framleiðslu amfet- amíns í Hafnarfirði, hafa hafið afplánun vegna annarra mála, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Þetta eru þeir Tindur Jónsson og Jónas Ingi Ragnarsson. Þeir voru báðir á reynslulausn vegna fyrri dóma. Tindur vegna alvarlegrar líkamsárásar með sveðju og Jónas Ingi vegna aðildar sinnar að líkfundarmálinu. Eftirstöðvar fangelsisvistar þeirra voru annars vegar 300 dagar og hinsvegar 1080 daga. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum átti að renna út í dag. Rannsókn framleiðslumálsins miðar vel, að sögn lögreglu. - jss Verksmiðjan í Hafnarfirði: Amfetamín- menn afplána SAMFÉLAGSMÁL Virðulegur lögmaður, íklæddur málflutnings- skikkju, lét mikið fyrir sér fara í miðborg Reykjavíkur á föstudag- inn var. Eitthvað þótti lögreglu hann kunnuglegur og bar sig á tal við hann. Kom þá í ljós að þar var á ferð góðkunningi hennar og hreint ekki lögmaður. Sagðist hann ekki muna hvar hann fékk „sloppinn“. Líklegt þykir að flíkin hafi horfið úr húsnæði Héraðs- dóms Reykjavíkur. - hhs Skikkjur hverfa úr héraðsdómi: Skikkjuklæddur í miðborginni ESB-sáttmáli löglegur Stjórnlagadómstóll Tékklands hefur úrskurðað að fullgilding Lissabonsátt- mála Evrópusambandsins myndi ekki stangast á við stjórnarskrá landsins. Þar með er leiðin talin greið fyrir því að tékkneska þingið staðfesti sáttmál- ann. Þar með væri staðfestingarferlinu lokið í 26 af 27 aðildarríkjum ESB. Írar höfnuðu staðfestingunni í þjóðarat- kvæðagreiðslu í júní. TÉKKLAND VIÐSKIPTI Verðbólga stökk úr 15,9 prósentum í október í 17,1 pró- sent nú, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar sem birtir voru í gær. Sé húsnæði skilið undan er verðbólgan 19,5 prósent. Þetta er nokkru undir spá grein- ingardeilda. Greining Glitnis sá 17,5 prósenta verðbólgu í spilun- um en greiningardeild IFS Ráð- gjafar sá þar 18,1 prósent. Í spám greiningardeildanna kom fram að fall krónunnar myndi knýja verðbólguna áfram að mestu leyti. Verð á helstu vöruflokkum hækkaði um þrjú til tæp sjö pró- sent á milli mánaða. Hagstofan tekur sérstaklega fram að verð á nýjum bílum dróst á sama tíma saman um 1,1 prósent á milli mán- aða. Bendir hún á að bílasala hafi dregist verulega saman og mæli því eingöngu breytingu á verði seldra bíla í stað listaverðs. Greining Glitnis segir í Morg- unkorni sínu í gær muninn á spám og niðurstöðu skýrast af því að áhrif gengislækkunar krónunnar hafi ekki komið jafnt sterkt fram og reiknað var með. Því sé líklegt að verðbólga eigi enn eftir að aukast frekar á næstu mánuðum en hjaðna svo hratt þegar fram kemur á næsta ár. - jab Verðbólgan slær 17,1 prósent en á langa ferð fyrir höndum áður en toppi nær: Niðurstaðan undir spám VERSLAÐ Í MATINN Greiningardeild Glitnis reiknar með því að verðbólga eigi eftir að aukast á næstu mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BÆKUR Fréttablaðið birtir lista yfir tíu mest seldu bækurnar í Eymundsson og verslunum Máls og menningar annars vegar, og verslunum Hagkaupa hins vegar. Fyrsti listinn birtist í dag en þeir verða vikulega á dagskrá fram að jólum. Bók Arnaldar Indriðasonar, Myrká, er í efsta sæti á sölulista Eymundsson og Máls og menn- ingar. Fíasól er flottust eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur fylgir á hæla hennar en Auðnin eftir Yrsu Sigurðardóttur er í þriðja sæti. Bókin Þú getur, eftir Jóhann Inga Gunnarsson og fleiri, er í efsta sæti á sölulista Hagkaupa, Myrká er í öðru sæti og Jólasyrpa Disney í því þriðja. - bs / sjá síðu 38 Mest seldu bækurnar: Arnaldur og Jó- hann Ingi efstir TVÖ MANNSLÍF - TÓLF EGG Tveir ungir menn hittast í fangaklefa í Leníngrad og bíða dóms fyrir hæpnar sakir. Saga um vináttu og djörfung á erfiðum tímum. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK „ROSALEGA ÁTAKANLEG, FLOT T LÝSING MEÐ FRÁ BÆRUM PERSÓNUM.“ – EGILL HELGAS ON, KILJAN Pétur, ertu á svörtum lista á vídeóleigunni þinni? „Nei, ég er vel liðinn þar enda skila ég alltaf þeim spólum sem ég fæ lánaðar.“ G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi frétta- maður, þurfti að skila Ríkisútvarpinu spólu með upptökum af viðtali við Geir H. Haarde. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.