Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 4
4 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR VIÐSKIPTI „Hagkerfi þjóðarinnar stafar alvarleg og aðsteðjandi hætta af nær hruni innlends gjaldeyrisskiptamarkaðar vegna þess hve hagkerfið er háð innflutningi,“ segir í skýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um viljayfirlýsingu stjórnvalda hér vegna fjárhagslegrar fyrirgreiðslu hjá sjóðnum. Sjóðurinn hefur nú birt skýrsluna, svokallað staff report, en stjórn AGS fjallaði um hana um leið og tekin var fyrir viljayfir- lýsing stjórnvalda (letter of intent) 19. þessa mánaðar. Í skýrslu starfshóps AGS er farið yfir margvíslegar forsendur viljayfirlýsingar stjórnvalda hér um aðgerðir til umbóta í efnahagslífinu í kjölfar falls bankakerfisins vegna lánafyrirgreiðslu sjóðsins. Meðal annars er birt hagspá fyrir Ísland fram til ársins 2013. Í kjölfar fjármálakreppunnar gerir spá AGS ráð fyrir samdráttarskeiði til tveggja ára, allt til 2010. „Þetta tímabil mun að mati IMF [AGS] einkennast af miklum samdrætti einkaneyslu og fjárfestingar ásamt mun meira atvinnuleysi en Íslendingar hafa þar til nú átt að venjast,“ segir í umfjöllun Greining- ar Glitnis og bætt við að spáin sé í samræmi við hagspá Seðlabankans sem og hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem kom út á þriðjudag. Sjóðurinn horfir hins vegar heldur lengra fram á veginn, þar sem spá Seðlabankans nær til 2011 og spá OECD til ársins 2010. Nokkurrar bjartsýni gætir hvað varðar efnahagsþróun hér í langtímaspá sjóðsins. Þegar kreppunni lýkur gerir AGS ráð fyrir að hagvöxtur verði nálægt 4,4 prósentum á ári á tímabilinu 2011 til 2013. Greining Glitnis segir þetta til marks um að AGS telji hagkerfið hér þrátt fyrir allt njóta góðs af öfundsverðum langtímahorfum. „En eins og eflaust marga rekur minni til gaf sjóðurinn út skýrslu um íslenska hagkerfið undir þeirri yfirskrift í sumar, áður en fjármálakreppan skall á,“ segir í umfjöllun bankans. Bent er á samhljóm í spám Seðlabankans, AGS og OECD varðandi atvinnuhorfur hér. „Samkvæmt spá þeirra mun atvinnuleysi ná hámarki árið 2010 en fara svo minnkandi á nýjan leik. OECD er reyndar örlítið svartsýnni og spáir að atvinnuleysi verði 8,6 prósent árið 2010 en á sama tíma gerir [Seðlabankinn] ráð fyrir að atvinnuleysi verði 8,1 prósent og [AGS] gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði 6,9 prósent.“ Þá telur Greining Glitnis að verðbólguspá AGS sé ekki fjarri lagi, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði komin niður fyrir 3,0 prósent árið 2010. „Enda mun verðbólguþrýst- ingur hér á landi verða lítill þegar áhrif gengislækkunar krónu taka að fjara út og fremur lítil hætta á umtalsverðri og þrálátri víxlhækkun launa og verðlags.“ olikr@markadurinn.is T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA AGS spáir hagvexti á ný eftir tveggja ára efnahagskreppu Í nýbirtum skjölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er efnahagsspá til ársins 2013. Spáð er samdrætti til tveggja ára, hámarki atvinnuleysis í 6,9 prósentum árið 2010 og að verðbólga hjaðni hratt, verði 3,0 prósent 2010. VIÐSKIPTI Trúverðugleiki peninga- málastefnu Seðlabankans og gengi krónunnar ræður úrslitum um hvernig tekst til við að tryggja hér stöðugleika á ný. Þetta kemur fram í mati fulltrúa sendinefndar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á efnahagshorfum hér. Horfur eru sagðar ágætar á að þetta markmið náist, enda sé fyr- irséður viðsnúningur hvað við- skiptahalla varðar og peninga- málastjórn miði við að styðja við gengi krónunnar. Nokkur áhætta er þó sögð falin í þessari stefnu, enda þýði hátt vaxtastig miklar byrðar á hagkerfið. Ótímabær lækkun stýrivaxta um miðjan október er sögð kunna að hafa grafið undan trú á stuðn- ing við krónuna. Verði sú raunin verður dýrara og tímafrekara en ella að ná jafnvægi á ný. Í morgunkorni Greiningar Glitnis í gær segir jafnframt að stýrivextir einir megi sín lítils til að styðja við krónuna. „Með hruninn trúverðugleika og opið hagkerfi er ljóst að sú hækkun stýrivaxta sem framkvæmd var 28. október síðastliðinn upp í 18 prósent breytir ein og sér litlu um líklegt fjármagnsútflæði þegar höftum á gjaldeyrismark- aði verður létt. Meðalið þarf að vera sambland af stýrivöxtum, lausafjárstýringu, inngripum á gjaldeyrismarkaði og höftum á fjármagnsflutninga. Ef þetta meðal virkar ekki til að létta af þrýstingnum á krónuna verður að heimila krónunni að aðlagast markaðsöflunum,“ segir þar. - óká Álit starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á horfum í efnahagsmálum: Trú á krónuna ræður úrslitum PAUL THOMSEN Paul, er formaður starfshóps AGS, sem hingað kom vegna lánsumsóknar Íslenska ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÍMASETTAR AÐGERÐIR Í skýrslu starfshóps AGS er að finna áætlun um tímasetningu aðgerða til stuðnings efnahagslífinu, í kjölfar þess að stýrivextir voru hér hækkaðir í 18 prósent og starfshópur ráðuneyta og stofnana um efnahagsaðgerðir settur á legg. Fyrir nóvemberlok 2008 - lokið skal aðgerðaáætlun um endurheimt eigna bankanna, með það fyrir augum að draga úr kostnaði vegna falls þeirra. Fyrir árslok 2008 - skal liggja fyrir undirbúningur aðgerða til að treysta ríkisfjármál. Fyrir júnílok 2009 - skulu liggja fyrir endurbætur á ríkisfjármálum. Fyrir 15. janúar 2009 - skal Fjármálaeftirlitið hafa lokið endurskoðun á viðskiptaáætlunum nýju bankanna. Fyrir janúarlok 2009 - skal alþjóðlegt endurskoðunarfyrirtæki hafa lagt mat á nýju og gömlu bankana með bestu viðskiptahætti að leiðarljósi. Fyrir febrúarlok 2009 - skal lokið fjármagnsinnspýtingu í nýju bankana með útgáfu ríkisskuldabréfa til að tryggja fjármögnun þeirra. Fyrir marslok 2009 - á að birta úttekt reynds bankatilsjónarmanns á regluverki og eftirliti með bönkunum. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 15° 11° 6° 6° 10° 9° 5° 5° 9° 10° 20° 12° 8° 22° 8° 8° 15° 8° Á MORGUN 13-18 m/s SA- og A-til -3 0 LAUGARDAGUR 5-13 m/s 0 1 -3 0 -2 2 0 -5 0 20 18 14 13 13 18 13 13 18 13 23 -3 -5 -5 -5-3 -5 -5 -8 -8-5 STORMUR OG STÓRHRÍÐ Í dag verður víða hvassviðri eða storm- ur með ákafri snjó- komu á Vestfjörðum, Norðurlandi og síðan á Austurlandinu síð- degis eða með kvöld- inu. Þetta er ávísun á stórhríð og lélegt skyggni auk þess sem færð kann að spillast verulega þar nyrðra. Í raun skánar þetta lítið fyrr en í nótt eða á morgun. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur FRÁ KYNNINGU 24. OKTÓBER 2008 Paul Thomsen, formaður sendinefndar AGS, kynnir niðurstöður viðræðna við stjórnvöld á blaðamanafundi í októberlok. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GENGIÐ 26.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 240,6292 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 139,18 139,84 213,88 214,92 180,50 181,50 24,210 24,352 19,901 20,019 17,569 17,671 1,4622 1,4708 208,10 209,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR LÖGREGLUMÁL Sviðsetning á atburðarás þeirri sem talin er hafa dregið mann til dauða í sumarbú- stað í Grímsnesi fyrir skömmu fór fram í bústaðnum í gær. Mennirn- ir tveir sem sæta nú gæsluvarð- haldi vegna málsins voru á staðnum, auk lögreglu og lækna. Sviðsetningin gekk vel, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Selfossi, og staðfesti hún margt af því sem kemur fram í öðrum gögnum málsins. - jss Mannslátið í sumarbústað: Sviðsetning staðfesti gögn SVIÐSETNING Atburðarás í sumarbú- staðnum var sviðsett í gær. BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að ríkisstjórnir aðildarríkjanna taki saman höndum í baráttunni gegn efnahagskreppunni með því að sameinast um aðgerðir til að örva efnahagslíf í álfunni. Í svonefndri Efnahagsbataáætl- un Evrópu, sem birt var í Brussel í gær, er hvatt til þess að ríkisstjórn- irnar 27 verji meira fé á næstu tveimur árum til að hamla gegn samdrættinum sem farinn er að há mörgum löndum álfunnar. Um 170 milljarðar evra kæmu úr sjóðum aðildarríkjanna, en afgangurinn úr sameiginlegum sjóðum ESB og Fjárfestingarbanka Evrópu, EIB. - aa Framkvæmdastjórn ESB: Ætlar að örva efnahagslífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.