Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 6
6 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL „Sonur minn hefur fengið nafnlausar hótanir í gegn- um netið á borð við; „Ég lem þig ef ég sé þig“ og „Eins gott að þú verðir með nafnskírteini á þér þegar ég hitti þig“. Við vonum að þessi misskilningur leysist sem fyrst. Ef ekki verðum við að grípa til einhverra róttækra úrræða,“ segir Óskar Bjarnason Njarðvík- urbúi. Sá misskilningur hefur komist á kreik að fimmtán ára sonur Óskars, Óskar Örn, hafi átt hlut að máli í grófu ofbeldisverki sem unnið var í Njarðvík í síðustu viku. Þrír piltar réðust þar á skólafélaga sinn á hrottalegan hátt og tóku upp á myndband sem dreift var á netinu. Óskar Örn kom þar hvergi nærri, en er nafni eins þeirra sem var kærður fyrir árásina. Auk net-hótananna hefur einn- ig verið setið um heimili fjöl- skyldunnar. Í fyrrakvöld var dyrabjöllunni hringt og spurt eftir Óskari. Þegar Óskar eldri opnaði útidyrahurðina sá hann tvo grímuklædda menn uppi á húsþaki, sem styggðust þegar þeir urðu föðurins varir og hlupu á brott. Faðir Óskars telur að misskiln- inginn megi rekja til þess að nöfn árásármannanna voru birt á vin- sælli bloggsíðu stuttu eftir verkn- aðinn. „Fyrst eftir árásina fannst syni mínum eins og horft væri undarlega á hann í skólanum, en hann hefur ekki orðið fyrir ónæði þar. Misskilningurinn varð því ekki langlífur í skólanum og von- andi fer þessu að linna. Þetta kemur illa við okkur,“ segir Óskar. - kg Dreng hótað fyrir misskilning í kjölfar hrottalegrar líkamsárásar í Njarðvík: Saklausum hótað barsmíðum LÍKAMSÁRÁSIN Lögð hefur verið fram kæra á hendur þremenningunum sem frömdu árásina sem dreift var á netinu. ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN verða afhent í 15. skipti í janúar 2009 Óskað er eftir tillögum að tilnefningum Skilafrestur til 28. nóvember 2008 Nánari upplýsingar á www.iston.is ® EFNAHAGSMÁL Nettókostnaður Íslendinga vegna innlánsreikninga í útibúum bankanna erlendis verð- ur um 245 milljarðar króna, sam- kvæmt bráðabirgðamati Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn reiknar með að eignir bankanna ytra dugi fyrir um helmingi af kröfu erlendra ríkja vegna tryggðra innstæðna. Landsframleiðsla Íslands í fyrra nam yfir 1.293 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Landsframleiðsla í ár liggur ekki fyrir. Sé miðað við mat sjóðsins og landsframleiðslu í ár, má ætla að hátt í átta hundruð þúsund krónur lendi á hverjum Íslendingi. Hér er ekki gert ráð fyrir vaxtagreiðslum. Hryggjarstykkið í þessu er vegna Icesave-reikninganna. Geir H. Haarde forsætisráð- herra, Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra og Björgólfur Guð- mundsson, fyrrverandi formaður Bankaráðs Landsbankans og helsti eigandi hans, hafa allir sagst von- ast til þess að eignir bankans erlendis dugi fyrir innlánaskuld- bindingum. Ljóst er að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn deilir ekki þeirri von. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing tóku allir við innlán- um erlendis. Eftir því sem næst verður kom- ist er að mestu búið að ganga frá innlánum sem Kaupþing tók við á svonefndum Edge-reikningum í útibúum erlendis. Þó er eftir loka- frágangur á ríflega 300 milljóna evra innlánum sem voru í Þýska- landi. Þá er óvíst um skuldbindingar vegna heildsöluinnlána Glitnis í Bretlandi. Heimildarmenn eru sammála um að megnið af innlánum sem íslensk stjórnvöld þurfa að ábyrgjast, tryggingaskuldbindinga, sé vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Þar var tekið við innlánum í Bret- landi og Hollandi. Hvorki náðist í skilanefndir bankanna né viðskiptaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fyrir 245 milljarða króna má reka allt heilbrigðiskerfið í tvö ár eða standa straum af öllum útgjöld- um ríkisins til félags- og trygginga- mála. Einnig mætti reka lögreglu höfuðborgarsvæðisins í næstum heilan mannsaldur. Þetta stæði straum af rekstri Menntaskólans við Sund í yfir 550 ár. ingimar@markadurinn.is 245 milljarðar vegna innlána bankanna Íslendingar þurfa að greiða 245 milljarða króna vegna innlána íslensku bank- anna erlendis, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, mest vegna Icesave. Stjórnvöld vonast til þess að eignir dugi fyrir innlánunum. Sjóðurinn deilir ekki því mati. BROSAÐ TIL ÍSLANDS Bresk sendinefnd kom hingað til að semja um lausn Icesave-málsins. Niðurstaðan varð sú að Íslendingar borga. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að eignir dugi fyrir helmingi af ábyrgðunum, annað lendi á íslenskum skattgreiðendum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ætlar þú að kaupa jólagjafir fyrir lægri upphæð en undan- farin ár? Já 82,2% Nei 17,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnur þú fyrir vöruskorti? Segðu skoðun þína á vísir.is MUMBAI, AP Áttatíu hið minnsta létust í skotárásum sem gerðar voru í indversku borginni Mumbai í gær. Að minnsta kosti 250 eru slasaðir að sögn lögreglu. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Á meðal hinna látnu er yfirmaður í lögreglunni í borginni sem fór fyrir sérsveit sem berst við hryðjuverkamenn. Lögreglan telur að um samhæfðar hryðjuverkaárás- ir sé að ræða en þær voru gerðar á sjö stöðum í borginni. Skotárásirnar komu í kjölfar fjölda sprengju- árása sem gerðar hafa verið í indverskum borgum síðustu mánuði. Lítt þekkt múslimsk hryðjuverkasam- tök, Deccan Mujhaideen, hafa lýst ábyrgð á hendur sér í tölvupóstum til fjölmiðla. Taj-hótelið í Mumbai stóð í ljósum logum þegar Fréttablaðið fór í prentun og fregnir bárust af frekari hryðjuverkaárásum. - kh Samhæfðar skotárásir voru gerðar í Mumbai á Indlandi í gær: Áttatíu hið minnsta látnir ATVINNA Um 100 starfsmönnum Húsasmiðjunnar í fullu starfi hefur verið sagt upp störfum. Einnig hefur starfsmönnum í hlutastarfi verið sagt upp en nákvæm tala liggur ekki fyrir. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi í gær. Samkvæmt tilkynningu frá Húsasmiðjunni er þetta gert til að bregðast við versnandi aðstæðum í byggingariðnaði og óhagstæðri gengisþróun. Uppsagnirnar taka gildi frá og með næstu mánaðamót- um. Að sögn Steins Loga Björns- sonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, voru um 800 á launaskrá um síðustu mánaðamót. Þar af 600 í fullu starfi. - kh Fjöldauppsagnir halda áfram: 99 sagt upp í Húsasmiðjunni EYÐILEGGING Áttatíu manns hið minnsta létust í skot- árásunum í borginni Mumbai á Indlandi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.