Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 8
8 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR 1 Hvað heitir nýja borðspilið sem Valur Þór Gunnarsson hefur hannað? 2 Félag eldri borgara í Kópa- vogi átti afmæli í gær. Hvað varð það gamalt? 3 Líftryggingamiðstöðin neitar að líftryggja konu eina. Hvers vegna? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 BRUNAMÁL Um þriðjungur heimila er með engan eða aðeins einn reykskynjara. Ekkert slökkvitæki er á um þriðjungi heimila. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna (LSS) og Brunamálastofnun. Niðurstöður sýna að sýnir að eldvörnum er veru- lega áfátt á mörgum íslenskum heimilum. Enn tekur um fimm prósent heimila áhættuna af því að hafa engan reykskynjara og aðeins einn reykskynjari er á nær 30 prósent heimila að auki. Sverrir Björn Björnsson, formaður LSS, segist líta á það sem vítavert gáleysi að hafa engan reykskynjara og að í langflestum tilvikum þurfi tvo eða fleiri til að tryggja öryggi fjölskyldunnar. Í gær hófst Eldvarnaátaki 2008 Í því felst meðal annars að slökkviliðsmenn heimsækja nemendur í 3. bekk grunnskóla um allt land og fræða þá og fjölskyldur þeirra um eldvarnir heimilisins. Nýlegum bæklingi um eldvarnir verður dreift til foreldra barnanna. Fræðslu um eldvarnir verður einnig komið á framfæri við almenning með ýmsum hætti og verður mikil áhersla lögð á gildi reyk- skynjara og annars eldvarnabúnaðar. - jss Gallup-könnun fyrir Landssamband slökkviliðsmanna og Brunamálastofnun: Eldvörnum er verulega áfátt ELDVARNARÁTAK LANDSSAMBAND SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRA- FLUTNINGAMANNA stendur að Eldvarnaátakinu 2008, sem var kynnt í gær, í samvinnu við TM, slökkviliðin í landinu, Brunamálastofnun, 112 og fleiri. NORÐURLÖND, AP Svíar, Finnar og Danir munu halda fastar um budduna fyrir þessi jól en þeir eru vanir. Norðmenn munu hins vegar láta krepputal hafa minni áhrif á jólainnkaupin. Þetta kemur fram í spá um jólaversl- unina á Norðurlöndunum, sem Nordea-bankinn hefur birt. Samkvæmt spá Nordea munu Finnar eyða 17 prósentum minna í jólagjafir í ár en í fyrra, og Danir og Svíar tólf prósentum minna. Norðmenn munu aftur á móti aðeins eyða þremur prósentum minna í ár. Ísland er ekki með í spánni. - aa Kreppan á Norðurlöndum: Samdrætti spáð í jólaverslun STJÓRNMÁL Pólitískar grasrótar- hreyfingar hafa sprottið upp hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins og líklegra en oft áður að ný sam- tök bjóði fram til næstu alþingis- kosninga. Lög um fjármál stjórn- málaflokka gætu hins vegar sett strik í reikninginn hjá nýjum hreyfingum. Samkvæmt lögum eiga flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi og flokkar sem hlutu 2,5 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosn- ingum rétt á fjárframlögum frá hinu opinbera. Flokkunum fimm á þingi og Íslandshreyfingunni var samtals úthlutað 371,5 milljónum króna á fjárlögum í ár. Framlag til hvers flokks er í hlutfalli við atkvæðamagn. Lög um fjármál stjórnmála- flokkanna voru samþykkt í árslok 2005. Markmið þeirra er meðal annars að auka gagnsæi, draga úr hagsmunaárekstrum og efla lýð- ræðið. Þau hafa aftur á móti verið harðlega gagnrýnd fyrir að draga úr lýðræði og gera nýjum fram- boðum erfiðara að ná fótfestu. Íslandshreyfingin bauð fram til alþingiskosninga í fyrra og hlaut rúmlega þrjú prósent atkvæða. Hún á því rétt á framlagi úr ríkis- sjóði fram að næstu kosningum. Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri hreyfingarinnar segir að forskot þingflokkanna sé samt sem áður óeðlilega mikið. „Ég set til dæmis spurningar- merki við það að framlög ríkisins ráðist af atkvæðahlutfalli því þannig styrkir ríkið mest þá flokka sem eru sterkastir fyrir.“ Margrét telur það kosta að minnsta kosti 30 milljónir króna að fara í framboð. Íslandshreyf- ingin láti nú ganga fyrir að greiða niður skuldir vegna framboðsins. en ekki sé ljóst hvort framlögin úr ríkissjóði hrökkvi fyrir þeim. Framlag ríkisins gagnist því ekki til halda uppi félagsstarfi, það sé kostað með frjálsum framlögum, sem sé erfiðara að afla í árferði sem þessu. „Flokkarnir á þingi eru með þessu að festa sig í sessi og byggja múr í kringum sig sem vinnur gegn lýðræðinu,“ segir Margrét. Gunnar Helgi Kristinsson, próf- essor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, tekur undir að lög um fjármál flokkanna gagnist fyrst og fremst þingflokkunum og gæti gert nýjum framboðum erf- iðara uppdráttar. Einhver mörk verði þó að vera. „Það er erfitt að búa til kerfi þar sem þarf ekki annað að en að stofna stjórnmálaflokk til að eiga rétt á fjárframlögum úr ríkis- sjóði,“ segir hann. „Það verða að vera einhver hlutlæg viðmið og það er ekki alveg ljóst hver þau ættu að vera. Það er mögulega hægt að búa til kerfi sem tryggir aukið jafnræði, til dæmis á grund- velli meðlimaskrár eða félags- starfi en það væri flókið að hafa eftirlit með slíku kerfi.“ bergsteinn@frettabladid.is Fjárhagslegt forskot þingflokka lögtryggt Lög um fjármál stjórnmálaflokka styrkja stöðu þingflokka gagnvart nýjum framboðum. Sterkustu flokkarnir fá hæstu framlögin. Gæti sett strik í reikn- inginn hjá grasrótarhreyfingum sem hyggjast bjóða fram til Alþingis. UNGIR MÓTMÆLENDUR Háværar kröfur hafa verið uppi um að boðað verði til auka- kosninga. Ekki er ólíklegt að nýir flokkar myndu bjóða fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Bjarni Harðarson, fyrr- verandi alþingismaður, segist ekki vera tvísaga í frásögnum af slitum ríkisstjórnarsamstarfsins í fyrra. Fréttablaðið greindi í gær frá nýju greinasafni eftir Bjarna þar sem hann segist bera ábyrgð á því að ekki tókst stjórnarsamstarf með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í fyrra. Hann hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að koma í veg fyrir stjórnar- samstarfið og sagst mundu víkja til hliðar ef af því yrði. Í fréttinni voru rifjuð upp ummæli Bjarna í viðtali við Fréttablaðið í júní 2007, þar sem hann sagðist hafa gert samstarfsmönnum sínum það ljóst að „ef til þessa stjórnarsam- starfs kæmi stæði ég með því“. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvor full- yrðingin væri ósönn segir Bjarni: „Hvor- ug. Eins og ég segi frá í bók minni nú þá bauðst ég á þessum tíma til að standa upp úr mínu þingsæti vorið 2007. Þannig hefði ég lagt minn skerf fram til þess að stjórn- arsamstarfið héldi áfram. Ég gerði mönnum þá algerlega grein fyrir að þetta væri samvisku minnar vegna eina leiðin sem ég ætti til að standa ekki í móti og þar af leið- andi með ákvörðun meirihluta þingflokks. Mér bar aftur á móti engin skylda til að útskýra þessa hluti í smáatriðum í viðtali á þeim tíma og hef ekki tamið mér að fara með ósannindi í samtölum við blaðamenn, jafnvel þó að þeir vinni hjá jafn ómerkilegum miðli og Fréttablaðið greinilega er.“ Í samtali við blaðamann áréttaði Bjarni að hann teldi ekki ósam- ræmi í máli sínu; stuðningur hans við samstarf flokkanna hafi falist í boði hans um að víkja. - bs Bjarni Harðarson segir ekkert ósamræmi í frásögn sinni af stjórnarslitum 2007: Bjarni segist ekki vera tvísaga BJARNI HARÐARSON FRAMLÖG TIL STJÓRNMÁLAFLOKKA Á FJÁRLÖGUM 2008 Flokkur Fylgi Framlag (í milljónum kr.) Framsóknarflokkur 11,72% 43,5 Sjálfstæðisflokkur 36,64% 136 Frjálslyndi flokkurinn 7,26% 30 Íslandshreyfingin 3,27% 12,1 Samfylkingin 26,76% 99,4 Vinstri græn 14,35% 53,3 BRETLAND, AP Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að breskur almenn- ingur myndi fá svör við því hvernig það gat gerst, að breskur maður skyldi geta óáreittur stundað það áratugum saman að nauðga dætrum sínum og geta þeim níu börn áður en yfirvöld gripu inn í. Hinn 56 ára gamli faðir var á þriðjudag dæmdur í lífstíðar- fangelsi í máli sem dómarinn kvað vera „það hörmulegasta“ á 40 ára ferli sínum. Maðurinn, sem nýtur nafnleyndar í vernd- arskyni fyrir dæturnar og börn þeirra, stundaði það í aldarfjórð- ung að nauðga þeim, eða frá því þær voru á bilinu átta til tíu ára. Alls eru þær sagðar hafa orðið óléttar nítján sinnum. Tvö börn dóu í fæðingu en sjö komust á legg. - aa Sifjaspellsmál í Bretlandi: Brown heitir skýringum EFNAHAGSMÁL Neytendur hér á landi hafa ekki verið svartsýnni um horfur í efnahags- og atvinnu- málum til næstu sex mánaða, samkvæmt niðurstöðum Vænt- ingavísitölu Gallup. Byrjað var að taka tölurnar saman fyrir sjö árum. Vísitalan mælist nú 23,2 stig sem er 60,8 prósenta fall á milli mánaða. Fyrir ári stóð vísitalan í 116 stigum en fór hæst í 154,9. - jab Væntingar aldrei minni en nú: Algjör svartsýni HORFT Í GAUPNIR SÉR Landsmenn hafa aldrei haft minni væntingar til efnahags- og atvinnumála næstu mánuði. Sjö ár eru síðan vísitalan var fyrst mæld. Smiðjuvegi 5 + Höfðabakka 3 Borgartúni 29 + Glerárgötu 34 sala@a4.is + www.a4.is Sími: 515 5100 Mikið úrval af prentarableki og dufti! VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.