Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 12
12 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR Hótel í Morgunblaðshöll Eigendur húsanna við Aðalstræti 4, 6 og 8 hafa fengið leyfi til að opna milli húsanna. Innrétta á hluta af verslunar- og skrifstofuhúsunum fyrir starfsemi Hótel Plasa Centerhotel. Aðalstræti 6 er þekktast fyrir að hafa hýst Morgunblaðið á sínum tíma. SKIPULAGSMÁL LÖGREGLUMÁL Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra hefur undir höndum mikið af gögnum sem hald var lagt á í húsleit í húsnæði verðbréfafyrir- tækisins Virðingar hf. á föstudag. Þá mun deildin afla sér frekari gagna, auk þess sem skýrslutökur munu fara fram yfir þremur mönnum. Málið snýst um meint auðgunarbrot og peningaþvætti er varðar hundruð milljóna króna. Það var á föstudag sem efnahagsbrotadeildin gerði húsleit í húsnæði Virðingar hf. Í kjölfarið voru svo tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt samdægurs en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald í viku. Forstöðumaður verðbréfamiðlunar Virðingar var erlendis þegar hinir tveir voru handteknir. Hann var handtekinn við komuna til landsins. Dómari hafnaði hins vegar kröfu um gæsluvarð- hald yfir honum. Var þá þeim sem inni sat einnig sleppt, þar sem það var ekki talið þjóna tilgangi rannsóknarhagsmuna lengur að halda honum inni. Rannsóknin snýst meðal annars um umfangs- mikla gjaldeyrisverslun, sem fjármögnuð hafi verið með skammtímalánum í banka. Einnig eru hlutabréfaviðskipti til rannsóknar. - jss Meint auðgunarbrot og peningaþvætti forstöðumanns hjá Virðingu: Skýrslutökur og gagna aflað RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI Efnahagsbrotadeild embættisins hefur undir höndum fjölda gagna úr húsleitinni. DÓMSMÁL Handvömm hjá Héraðsdómi Reykjavíkur olli því að verjandi í lík- amsárásarmáli fékk úrelt eintak ákæru, sem leiðrétt hafði verið með eðlilegum hætti, segir saksóknari og aðstoðarlögreglustjóri Lögreglu höfuðborgar- svæðisins. Vilhjálmur Hans Vil- hjálmsson, verjandi Benjamíns Þórs Þorgrímssonar, kvartaði á föstudag til ríkissak- sóknara vegna meintrar misbeit- ingar á ákæruvaldi, eins og sagt hefur verið frá í Fréttablaðinu. Jón H. B. Snorrason, saksóknari og aðstoðarlögreglustjóri lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir kvörtun verjandans byggja á mis- skilningi. „Skýringar á þessu fær ríkissaksóknari,“ segir Jón. Í málinu er Benjamín ákærður fyrir tvær líkamsárásir. Önnur þeirra var sýnd í fréttaskýringar- þættinum Kompás í september. Í myndskeiði mátti sjá hvar Benja- mín hótaði viðmælanda sínum, og réðist í framhaldi á hann. „Í þessu tilviki voru áhöld um hvort lýsa ætti hótunum sem við- hafðar voru í líkamsárásinni sér- staklega, eða hvort þær væru hluti þess sem fjalla ætti um í því mati sem fram fer í dómnum um alvar- leika árásarinnar,“ segir Jón. „Það voru til tvö ákæruskjöl. Fyrra skjalið var sent með gögn- um máls til dómsins, og var með tveimur ákæruliðum. Svo var tekin ákvörðun hér um að hafa ákæruna í þremur liðum, og þá var sent nýtt ákæruskjal [til dómsins] sem leiða átti til að hitt yrði eyðilagt,“ segir hann. Dómarinn tók við nýja skjalinu og gaf út fyrir- kall, þar sem hann kallaði til aðila málsins, á grund- velli leiðréttrar ákæru, segir Jón. „Hefði dómurinn séð einhvern ágalla á þessu hefði hann að sjálf- sögðu sent málið heim aftur. Það er enginn ágalli á þessu, þetta ger- ist allt í höndum dómarans. Það er enginn feluleikur um fyrra skjal- ið,“ segir Jón. Í kvörtun verjandans til ríkis- saksóknara, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að samkvæmt traustum heimildum hafi saksóknari dagsett síðari útgáfu ákæru í málinu aftur í tím- ann. „[Dagsetningin] skiptir engu máli í þessu samhengi,“ segir Jón. „Við erum bara að leiðrétta fyrra skjalið, ekki gefa út nýja ákæru.“ Hann bendir á að geri verjand- inn athugasemd við vinnubrögð dómara í þessu máli væri eðlilegt að hann leitaði til dómstjóra, jafn- framt því að kvarta til ríkissak- sóknara. Það hafi hann ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá ríkissaksóknara í gær að málið væri í vinnslu hjá embættinu. brjann@frettabladid.is Handvömm héraðsdóms um að kenna Saksóknari lögreglu hafnar umkvörtunum verjanda í líkamsárásarmáli. Segir ákæru hafa verið leiðrétta lögum samkvæmt. Handvömm hjá dómnum hafi ráðið því að verjandi hafi fengið úrelt eintak ákæru. ÁRÁS Saksóknari lögreglu segir líkamsárásarákæru gegn Benjamín Þór Þorgrímssyni hafa verið endurskoðaða og ákæru vegna hótana bætt við. Ákæruvaldið féll frá þeim lið í dómsal á föstudag. MYND/KOMPÁS NOREGUR Íslendingar hafa ekki lengur efni á að búa á hótelum í Osló. Gisting á hótelum í Osló hefur minnkað um 88 prósent og vantar sérstaklega Íslendingana, segir í frétt á vef norska ríkisút- varpsins, NRK. „Ef við kíkjum á tölfræði yfir þjóðir þá hefur gistinóttum frá Íslandi fækkað um 88 prósent. Þetta er örugglega vegna fjárhagsstöðunnar. Gistinóttum frá Bretlandi hefur fækkað um ellefu prósent og gistinóttum frá Þýskalandi um 9,6 prósent,“ hefur NRK eftir ferðamálastjóranum Tor Sann- erud. - ghs Gisting Íslendinga í Osló: Hótelherbergin orðin of dýr JÓN H. B. SNORRASON ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7 Húfur og vettlingar 1.990kr.Verð frá í jólapakkann HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar í Kópavogi lögðust gegn því að samið yrði við einkaaðila um rekstur leik- skóla í Aðalþingi. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri vakti athygli á að fulltrúar Samfylkingar í leikskólanefnd bæjar- ins hefðu samþykkt að samið yrði við lægstbjóðanda. Með afstöðu sinni í bæjarráði væri Samfylkingarfólk að lýsa vantrausti á sitt eigið nefndarfólk. Sögðu fulltrúar Samfylkingar þá að sem sjálfstæðsimaður ætti Gunnar að vita manna best að skiptar skoðanir væru í öllum flokkum. KÓPAVOGUR Deilt um rekstur leikskóla SAFNSKIP Fornt seglskip sést hér meðal sýningarmuna í Þýska tækni- safninu, Deutsches Technikmuseum, í München. Fjármögnun safnsins er í uppnámi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMFERÐ „Í yfir hundrað ár hefur nánast eingöngu verið einblínt á hegðun ökumanna í tengslum við dauðaslys í umferðinni. Nú hefur komið í ljós að með réttri hönnun vega og umhverfis þeirra er mögu- legt að fækka alvarlegum slysum verulega,“ sagði John Dawson, framkvæmdastjóri FIA (Founda- tion for Automobile and Society), í erindi sínu á Umferðarþingi 2008 sem fram fór á Grand Hótel í gær. Í erindi sínu kynnti Dawson meðal annars hugmyndir sem kall- aðar eru núll-sýnin, sem hann og fleiri hafa mótað í starfi sínu hjá EuroRAP (European Road Assess- ment Program). Sú sýn gengur út á að mögulegt sé að koma í veg fyrir öll banaslys í umferðinni, ekki síst með því að auka gæði og öryggi umferðarmannvirkja. Að mati Dawsons er ómögulegt að koma í veg fyrir öll mannleg mis- tök í umferðinni og því verði að haga hönnun vega og umhverfis þeirra þannig að það dragi sem mest úr alvarlegum afleiðingum slysa. Dawson fjallaði einnig um mik- inn kostnað sem fellur á íslenskt samfélag vegna umferðarslysa. Metur hann það svo að Íslendingar séu að tapa um tveimur prósentum af þjóðarframleiðslunni í slíkum slysum. Með því að styðja vel við varnir gegn umferðarslysum sé meðal annars hægt að auka hagvöxt og þróunaraðstoð í heiminum svo um munar. Einnig voru á umferðarþinginu kynntar niðurstöður athuganna á gæðum íslenskra vega, sem farið hafa fram undanfarin ár á vegum Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Kemur meðal annars í ljós að breidd íslenskra vega er víðast hvar of lítil. Víða sé hægt að auka öryggi vegfar- enda á tiltölulega einfaldan og ódýr- an hátt með því að fjarlægja grjót og aðrar fyrirstöður í nágrenni vega og fylla upp í skurði. Þá sé hægt að auka öryggi vega töluvert með því að setja upp ljósa- og skilta- staura sem brotni auðveldlega við árekstur. - kg Framkvæmdastjóri FIA á Umferðarþingi: Góðir vegir geta skipt sköpum STÓRT VANDAMÁL John Dawson segir að umferðarslys séu eitt stærsta heilbrigð- isvandamál heimsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.