Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 24
24 27. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Er hægt að sjá fjármálakreppur fyrir? Já, með því að telja byggingarkranana. Ef þeir eru orðnir ískyggilega margir eins og í Bangkok 1996 og í Reykjavík 2006, þá er klár hætta á kreppu. Sumarið 2007 kom hingað til lands einn fremsti fjármálakreppufræðingur heims, Robert Z. Aliber, hagfræði- prófessor í Chicago. Hann kastaði lauslegri tölu á alla byggingar- kranana í Reykjavík og nærsveit- um og sagði: ég gef ykkur eitt ár. Hann reyndist hafa á réttu að standa. Gengisfölsunarfélagið er gjaldþrota Í Taílandi féll gengi batsins um helming í fjármálakreppunni þar austur frá 1997, en helmingur gengisfallsins gekk síðan til baka. Taíland rétti úr kútnum á fáeinum árum. Þetta er algengt munstur í fjármálakreppum. Gengi krónunn- ar hefur nú fallið um tvo þriðju og á trúlega eftir að falla enn meira, þegar krónan verður sett aftur á flot samkvæmt áætlun ríkisstjórn- arinnar og Seðlabankans. Síðan mun gengið væntanlega rísa aftur upp við dogg, en hversu mikið og á hversu löngum tíma er ógerningur að segja. Mér þykir líklegt, að gengi krónunnar verði um helmingi lægra eða þar um bil, þegar um hægist, en það var fyrir kreppu. Ég reisi þá skoðun m.a. á rannsóknum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Ef stjórnvöld reyna að hverfa aftur til hágengisstefnu fyrri tíðar, gæti gengisfallið um tíma orðið minna en ég geri ráð fyrir. Mér sýnist þó, að gamla gengisfölsunarfélagið sé nú loksins komið í þrot vegna þess, að hágengisstefna með gamla laginu útheimtir greiðan aðgang að erlendu lánsfé. Nú er lánstraust Íslands þrotið eða í öllu falli mun minna en áður, svo að rétt gengisskráning kemur ein til greina. Annað er ekki í boði. Raunhæf gengisskráning mun hamla innflutningi og renna styrkari stoðum undir útflutning, sem þjóðin þarf nú sem aldrei fyrr á að halda til að efla atvinnu, treysta innviði, standa skil á erlendum skuldum og renna stoðum undir batnandi lífskjör í framtíðinni. Verkahringur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur að undanförnu fært út kvíarnar til að svara kalli og kröfum tímans. Hann gætir sín nú betur en áður á að miða efnahagsráðgjöf sína við hvort tveggja í senn: að leysa skammtímavandann, sem við er að glíma á hverjum stað, til dæmis gjaldeyriskreppu eða fjármála- kreppu, og treysta um leið hagvaxtargetu þjóðarbúsins til langs tíma litið. Sjóðurinn er þó litblindur í pólitík og verður að vera það. Stjórnmálakreppur eru ekki í verkahring sjóðsins. Þessu er nauðsynlegt að halda til haga vegna þess, að gagnrýnendur sjóðsins lýsa honum iðulega sem alþjóðlegri efnahagslögreglu, sem valtar yfir grunlaus aðildarlönd og neyðir þau í nafni vafasamrar hugmyndafræði til að gera ráðstaf- anir, sem þau myndu ekki grípa til af fúsum og frjálsum vilja. Þessi gagnrýni á sjóðinn er að minni hyggju misráðin. Hagfræðingar sjóðsins eru ekki í pólitík og verða að beygja sig undir stjórnmálin á hverjum stað, hvort sem þeim líkar það vel eða illa. Allajafna skiptir sjóðurinn sér til dæmis ekki af því, hvort stjórnvöld hækka skatta og aðrar álögur eða draga úr útgjöldum ríkis og byggða til að ná endum saman. Það er innanríkismál og kemur sjóðnum ekki við. Sjóðurinn ætlast til þess eins, að endarnir nái saman. Lárétt rennibraut í boði Sjóðurinn getur ekki heldur skipt sér af því, hvort Ísland gengur í Evrópusambandið og tekur upp evru eða ekki. Ákvörðun um það er íslenzkt innanríkismál og kemur sjóðnum ekki við. Hefði ríkis- stjórnin sagt við fulltrúa sjóðsins, að hún ætlaði að sækja um aðild að ESB og taka upp evruna við fyrstu hentugleika, þá hefði sjóðurinn þurft að lúta þeirri ákvörðun og taka mið af henni. Og þá er ekki víst, að ákveðið hefði verið að setja krónuna aftur á flot eins og gert var og taka þá áhættu, að krónan eigi eftir að falla talsvert til viðbótar við það gengisfall, sem orðið er. Þá hefði komið til greina að festa gengi krónunnar til dæmis í 150 krónum á hverja evru, nota aukinn gjaldeyrisforða Seðlabank- ans til að halda genginu föstu þar eða þar um bil og smíða þannig lárétta rennibraut inn í ESB og Myntbandalag Evrópu líkt og Eystrasaltslöndin gerðu snemma á síðasta áratug til að búa sig undir inngöngu í ESB og upptöku evrunnar við fyrstu hentugleika. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa ljáð máls á þessum kosti. Hann er enn í boði. Hvert stefnir gengið? Í DAG | Gengi krónunnar ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Ástráður Haraldsson skrifar um fall bankanna Fall bankanna lagði próf fyrir stjórn-völd. Hvernig tekst að leysa úr ræður miklu um hvernig okkur reiðir af á næstu árum. Affarasælast er frammi fyrir erfiðum verkefnum að halda haus og vinna af einurð og heiðarleika. Það sem átti að gera var einfaldlega að segja satt og fara að lögum. Verkar ekki flókið. Líklega falla stjórnvöld samt á prófinu. Í stað þess að fara að lögum hafa þau keppst við að hanna undanþágur frá lögum. Alþingi hefur haft það hlutverk að ljá undanþágunum formlegt lagagildi. Útaf þessu varð Icesave að óleysanlegu vandamáli. Útaf þessu gæti stofnast til ótakmarkaðrar ábyrgðar ríkisins á skuldum bankanna. Yfirtaka FME á stjórnun bankanna varð við aðstæður sem að lögum þýddu að þeir voru gjald- þrota. Þá bar að taka bú þeirra til gjaldþrotaskipta. Þetta var ekki gert og sýnist ekki standa til. FME skipaði nýjar stjórnir og kaus að kalla þær skila- nefndir. Það heiti er villandi. Þetta eru nýjar stjórnir félaganna en ekki skilanefndir í skilningi laga. Nú hafa tveir bankanna fengið „greiðslu- stöðvun“. Ekki þó í skilningi gjaldþrotalaga. Til þess uppfylla þeir ekki lagaskilyrði. Greiðslustöðvunin er á grundvelli nýsettra laga um að slík heimild skuli veitt að kröfu FME þótt skilyrði sem fram að þessu hafa gilt um greiðslustöðvun séu ekki til staðar. Sömu lög banna lögsóknir á hendur bönkun- um. Ekki hvarflar að mér að þetta standist. Dómstólar munu ekki telja þessa reglu hafa lagagildi og dæma án tillits til hennar. Það sem er hættulegt við vegferð FME með gömlu bankana er að málið er rekið á lögfræðilegu einskismannslandi sem m.a. leiðir til þess að margir standa í þeirri trú að ríkið eigi nú gömlu bankana. Hefur ríkið yfirtekið gömlu bankana? Stóð það til? Ég held ekki. Haldi fram sem horfir er hætta á að þetta verði eigi að síður niðurstaðan. Að stjórnvöld með framgöngu sinni stofni til ótakmarkaðrar ábyrgðar á skuldbindingum gömlu bankanna. Í taugaveiklun og ógáti. Hættum nú þessu rugli. Segjum satt og förum að lögum. Það er alltaf best. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og dósent við Háskólann á Bifröst. Yfirtók ríkið gömlu bankana? ÁSTRÁÐUR HARALDSSON ddy.is Diddy.is dy.is Diddy.is ddy.is Diddy i. s sDiddy.iFallegar vörur og frábært verð, sjón er sögu ríkari Did Didd Did Stelpur á öllum aldri ath. Nú er búðin full af skvísufötum, stærðir frá S - 3x. Kjólar, mussur,skytur,toppar, peysur,leggings,úlpur, galla- buxur í miklu úrvali og margt fl . Ný föt í hverri viku, og lygilegt verð! Nýjar vörur á vefsíðu diddy.is Verið velkomnar, alltaf heitt á könnunni. Nýju vörurnar komnar! Alltaf sama góða verðið. Diddy.is Faxafeni 14 • s: 588 8400 Vetrarkosningar Geir H. Haarde forsætisráðherra hugnast ekki að slíta þingi og boða til kosninga snemma á næsta ári. Hvort það hefur eitthvað með gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönn- unum að gera skal ósagt en Geir hefur svarað því til að honum hugnist ekki að kjósa að vetri til. Hugsanlega lumar Geir á frekari upplýsingum um hvernig ástandið verður á Íslandi en hann vill láta uppi, fyrst hann býst við að Íslendingar verði á ný svo háðir veðri og vindum að vetrarkosn- ingar komi ekki til greina. Minna gjaldþrot Fjölmenni var á borgarafundi sem haldinn var í Háskólabíói á mánu- dagskvöldið. Gafst almennum borgur- um þar tækifæri til að spyrja ráðherra milliliðalaust út í stöðu lands og þjóð- ar og hvað ríkisstjórnin hyggist gera til að taka á þeim vanda sem upp er kominn í kjölfar bankahrunsins. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra var á fundinum og sagði hann ríkisstjórn- ina gera margt til að einstaklingar yrðu minna gjaldþrota. Hugs- anlega hefur ráðherrann mismælt sig en gjaldþrota einstaklingum kann að verða nokkur huggun í því að verða þá að minnsta kosti minna gjaldþrota. Öxl í öxl Mikið hefur verið rætt um meint dangl Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, í öxl Geirs H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi á mánudaginn. Sjálfir hafa þeir félagar viljað gera lítið úr málinu. Af myndum að dæma mætti þó halda að Stein- grímur sé að vekja Geir þar sem hann sefur undir ræðu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Engan skyldi undra þótt Geir láti sér renna í brjóst undir ræðum í þinginu eftir and- vökunætur undanfarinna vikna. Hvort um er að ræða stimpingar eða annað skal ósagt látið en aðhald stjórnarandstöðunnar birt- ist því með ýmsum hætti. olav@frettabladid.isÍ Afríkuríkinu Kongó er hættulegra að vera kona en að vera hermaður. Þetta kom fram í máli hinnar norsku Gro Lindstad á morgunverðarfundi UNIFEM í upphafi árlegs 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gro er yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er nú haldið í átjánda sinn. Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi 25. nóvember markar upphaf átaksins en alþjóðlegi mannrétt- indadagurinn 10. desember er lokadagur þess. Markmið átaksins er að krefjast aðstoðar og stuðnings til handa fórnarlömbum ofbeldis, styrkja forvarnastarf og þrýsta á um breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda ofbeldis. Einnig hefur átakið verið nýtt til að stuðla að því að alþjóðleg- um mannréttindareglum sé beitt til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi sem mannréttindabroti, heilbrigðisvandamáli og ógn við mannfrelsi og frið um allan heim. Mannréttindi kvenna eru ekki munaður! er yfirskrift 16 daga átaksins í ár. Sjónum verður sérstaklega beint að því að standa vörð um mannhelgi og mannréttindi kvenna í efnahagskrepp- unni og áhersla lögð á að opinberar aðgerðir til að vernda mann- réttindi kvenna séu ekki munaður sem má láta undan þegar harðnar á dalnum. Það er þekkt að efnhagslegar þrengingar geta leitt til aukins ofbeldis gegn konum. Fyrir liggur að á þessu hausti hefur verið metaðsókn í Kvennaathvarfið. Það er afar brýnt að fyrirhugað- ur niðurskurður hins opinbera bitni ekki á þeim samtökum sem sinna þeim sem orðið hafa fyrir kynbundnu ofbeldi og að þeim verði áfram gert kleift að sinna þeim hópi sem til þeirra leitar. Horfast verður í augu við að líkur eru á að hópurinn sem leitar til dæmis til Kvennaathvarfsins og Stígamóta fari stækkandi. Á upphafsdegi 16 daga átaksins var Ban Ki-moon, aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna, kynntur alþjóðlegur undirskriftalisti UNIFEM gegn ofbeldi á konum. Meira en fimm milljónir manna og kvenna hafa ritað nafn sitt á listann og með því lýst yfir að þau hafni ofbeldi gegn konum. Baráttan gegn kynbundnu ofbeldi á sér stað alla daga um allan heim. Vissulega eru viðfangsefni þessarar baráttu mismunandi eftir heimshlutum. Á morgunverðarfundi UNIFEM mátti heyra í hugrakkri konu frá Eþíópíu, Emebet Merkuria, sem uppgötvaði þegar hún hafði átt heima á Íslandi um nokkra hríð að mannréttindi hennar voru ekki virt í hjónabandinu. Vera hennar í öðru landi veitti henni nýja sýn á hlutskipti sitt og hér á Íslandi hafði hún net sem gat stutt hana út úr aðstæðum sínum. Á Íslandi er vissulega ekki jafnhættulegt að vera kona eins og það er í Kongó. Það breytir því ekki að hér á landi eru mannrétt- indi kvenna ekki þau sömu og mannréttindi karla. Baráttunni lýkur ekki fyrr en því marki er náð. 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Það er hættulegt að vera kona STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.