Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 27.11.2008, Blaðsíða 44
 27. NÓVEMBER 2008 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt ● ALLT ÚR KJÚKLINGI Holta- kjúklingur er vörumerki Reykja- garðs sem framleiðir kjúklingaaf- urðir og selur þær í heildsölu. Er það eitt þekktasta kjúklingavöru- merkið á íslenskum markaði. Aðal- áhersla Reykjagarðs er framleiðsla á ferskum og elduðum kjúklinga- afurðum ásamt framleiðslu á kjúkl- ingaáleggi og -pylsum. Fyrirtækið var stofnað 20. febrúar 1971 af Jóni Vigfúsi Bjarnasyni, garðyrkjubónda á Reykjum, og konu hans Hansínu Margréti Bjarnadóttur. Um þess- ar mundir eru um 85 stöðugildi hjá Reykjagarði en félagið starfar alfar- ið á innlendum markaði og hefur gert alla tíð. Engill æskunnar er handunninn tréengill frá Þýskalandi sem seldur er til styrktar börn- um og unglingum sem lent hafa í vímu- efnavanda. „Við hér hjá Vímulausri æsku og Foreldrahúsi erum að selja engilinn til styrktar unglingastarfinu hjá okkur. Við köllum hann verndarengil. Hann er á gormalöppum og hægt er að láta hann sitja á mælaborðinu og þá segir hann okkur til þegar við keyrum of hratt, það er svona hugsunin á bak við hann,“ segir Elísa Wium brosandi. Engillinn er sniðug tæki- færisgjöf og er seldur til styrkt- ar góðu málefni hjá Vímulausri æsku – Foreldrahúsi í Borg- artúni 6, hjá Einari Farest- veit en hefur einnig verið til sölu í Kringlunni. „Við vorum að fá þá og ætlum að reyna að koma þeim á fleiri staði í sölu. Þeir eru mjög falleg- ir og tilvalin vinargjöf eða skemmtilegt skraut á heimilið. Einnig er engillinn góð hugmynd frá jólasveininum í skóinn sem og fallegt skraut á jólatréð og á jólapakka,“ segir Elísa. -hs Engill æskunnar Engill æskunnar er vinalegur vernd- arengill og tilvalin tækifærisgjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fánar sem blakta við hún við fyrirtæki og stofnanir eiga margir uppruna sinn á Þórshöfn á Langanesi. Þar er fyrirtækið Fánasmiðjan sem prentar um 20 kílómetra af fánum á ári. Jólafánarnir flæða frá silkiprent- vélinni á Þórshöfn. Þeir eiga meðal annars að prýða jólaþorpið í Hafn- arfirði og hlaðvarpa Krónunnar og Nóatúns. Fjórir starfsmenn eru í Fánasmiðjunni, þrjár konur og einn herramaður. Karen Rut Kon- ráðsdóttir er framkvæmdastjóri. „Við vinnum mest fyrir höfuð- borgarsvæðið en fjarlægðin hefur ekki verið neinn þröskuldur fyrir okkur,“ segir hún. „Sumir spyrja hvernig í ósköpunum þeir geti fengið fánana þegar þeir frétta að við séum á Þórshöfn en við höfum um fimm ferðir að velja til Reykja- víkur á dag. Pósturinn fer á hverj- um morgni, svo eru flug og rúta og bílar frá Landflutningum og Flytj- anda. Við getum afgreitt hraðar en margir í bænum þótt við séum hér.“ Karen og fjölskylda hennar keyptu silkiprentsmiðjuna árið 2005 og komu henni fyrir í 500 fm húsnæði sem fyrrum hýsti bygg- ingavörudeild Kaupfélags Lang- nesinga. „Húsið var eins og snið- ið utan um starfsemina,“ segir Karen sem finnst gott að reka fyrirtæki á Þórshöfn. „Við ákváðum á sínum tíma að kaupa þessar græjur frek- ar en að flytja suður og reyna að fá vinnu þar. Við viljum vera hér,“ segir hún ákveðin. Viðurkennir þó að raf- orkan sé dýr á Langanesinu og fyrirtækið þurfi talsvert af henni, meðal annars í þvotta því allir fánar séu þvegnir bæði úr köldu og heitu. Silkiprentvélin er 20 metra löng samstæða, sú eina sinn- ar tegundar á landinu og ein fárra í Evrópu að sögn Ka- renar. „Vélin er um fjörutíu ára en nýuppgerð og skil- ar afar góðri vinnu. Elsta aðferðin við silkiprent- un er enn þá sú besta og afurðirnar hvorki upplit- ast í sól né veðrast. Þótt digi- talprentun sé fullkomin nær hún ekki jafngóðum litum. Við erum líka með slíka prentara, þá bestu sem eru í boði,“ segir hún. Efnið í fánana er flutt inn frá Þýskalandi. Það er létt og sterkt og ofið á sérstakan hátt svo óþarft er að falda. „Við sker- um efnið með hitahníf og endingin er betri en á földuðum fánum,“ full- yrðir Karen. Hún segir næg verk- efni enn þá en veit ekki, frekar en aðrir, hvað við tekur á næstu mán- uðum. „Margir okkar viðskipta- vina, svo sem byggingafyrirtæki og bankar, eiga í erfiðleikum núna og við finnum fyrir því. En á móti kemur að hlé gæti orðið á innflutn- ingi fána sem við höfum verið í sam- keppni við síðustu ár,“ segir Karen vongóð og bætir því við að fyrir- tækið selji líka vinnufatnað, prenti á boli og búi til strigamyndir. -gun Tuttugu kílómetrar af fánum „Við ákváðum á sínum tíma að kaupa þessar græjur frekar en flytja suður. Við viljum vera hér,“ segir Karen Rut, framkvæmdastjóri Fánasmiðjunnar. Íslenski fáninn blaktir við hún og að margra mati er hann ávallt fallegastur. Erla Jóhannsdóttir, móðir Karenar, og Axel Sigurðsson við prentvélina stóru. Að sögn Karenar er húsið eins og sniðið utan um starfsemina. ÁLFAR OG MENN NÝ SPIDERWICKBÓK! SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is ALGER FREKJUDÓS!Hugljúft ævintýri um samskipti manna og álfa eftir Guðnýju S. Sigurðardóttur. Dóttir hennar, Júlía Guðmundsdóttir, myndskreytti bókina þegar hún var níu ára. Frábær saga um litla frekjudós sem lærir á endanum mikilvæga lexíu. Bráðskemmtileg saga um stelpu sem veit ekkert hvað hún á að gera við skapið í sér. NÝR SKELMIR ENN BETRI! Sjálfstætt framhald fyrstu bókarinnar um Skelmi Gottskálks sem kom út í fyrra og notið hefur mikilla vinsælda. Hörkuspennandi unglingabók. Nýjasta bókin í hinum geysivinsæla Spiderwick- bókaflokki. Æsispennandi ævintýri handa krökkum á aldrinum 7-14 ára. NÝJAR BÆ KUR GAMALT V ERÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.